Ægir - 01.03.1971, Page 12
54
ÆGIR
frystar fiskafurðir og um 11.5% hærra
en meðalverð ársins 1969 fyrir saltfisk.
Útflutningsaðilar greiða í sjóðinn, ef
verðhækkun fer yfir fyrrgreind meðalverð
að viðbættu verðbili, sem verið hefur
11/2—5%. Greiða þeir yfirleitt helming
verðhækkunar í sjóðinn. Og sama gildir,
ef verð lækkar niður fyrir viðmiðunar-
verð að viðbættu verðbili, þá greiðir sjóð-
urinn þeim allt að helmingi verðlækkunar.
I sjóðinn mun koma af framleiðslu árs-
ins 1970 um 330—350 millj. króna vegna
frystra fiskafurða, um 33 millj. króna
vegna saltfiskafurða og um 32 millj. króna
vegna loðnuafurða. Þessar greiðslur stað-
festa að verðlag á árinu 1970 hafi verið
hagstætt.
Endurnýjun bátaflotans:
1 batnandi árferði glæðist áhuginn til
endurnýjunar bátaflotans. Um s.l. áramót
hafði verið samið um smíði innanlands á
36 bátum 6—20 rúml. að stærð
12 bátum 20—85 rúml. að stærð
15 bátum 105 rúml. að stærð
1 báti 125 rúml. að stærð
1 báti 150 rúml. að stærð
1 báti 400 rúml. að stærð
Auk þessa hafði verið samið um smíði
á 450 rúml. báti í Noregi.
Samtals hafði verið samið um smíði á
67 bátum, sem eru 3.642 rúml. að stærð.
Keypt voru á s.l. ári 2 notuð skip er-
lendis, m/s Dagný SI 70, 385 rúml. og
m/s Kristján Guðmundsson IS 77, 170
rúml. Auk þess hafa verið keypt til lands-
ins í ársbyrjun 5 erlend skip, sem munu
eiga heimahöfn á Skagaströnd, Sauðár-
króki, Neskaupstað, Eskifirði og Þorláks-
höfn. Flest eru þessi skip smíðuð til tog-
veiða og er varpan tekin inn um skut-
rennu.
Alls voru 15 skip af stærðinni 15—184
rúml. strikuð út af skipaskrá á árinu 1970
og voru þau samtals 1.031 rúmlest.
Mörgum er áhyggjuefni hvað mikið er
nú smíðað af bátum, sem minni eru en
20 rúml. og þykir mörgum það vera skref
aftur á bak. Munu þessir bátar ekki verða
gerðir út nema takmarkaðan tíma af ár-
inu. Kemur það oft illa við útgerð stærri
báta, þegar menn hlaupa úr skiprúmi á
miðri vertíð til þess að sækja sjó á trillu-
bátum og öðrum minni bátum.
Erfiðleikar me8 menn á báta:
í upphafi þessarar vetrarvertíðar hafa
komið í ljós meiri erfiðleikar við að manna
bátaflotann en mörg undanfarin ár. Virð-
ist fiskverðshækkun og hlutaskipti ekki
ráða úrslitum, heldur óeðlilega mikil eftir-
spurn eftir fólki í landi. Ekki virðist vera
stjórn á því að haga framkvæmdum í
samræmi við framboð á vinnuafli. Virðast
opinberir aðilar, ríki og bæjarfélög, sízt
gæta hófs í þessu efni, og ráðgera þeir nú
margar stórframkvæmdir, án nokkurs til-
lits til framboðs á vinnuafli. Lánastofnan-
ir, sem byggðar eru upp með fjármagni
frá atvinnurekstrinum eins og t. d. Hús-
næðismálastjórn, hagar ekki útlánum í
samræmi við þarfir sjávarútvegsins til
vinnuafls. Er nú unnið að húsbyggingum
á vetrarvertíðartímabilinu andstætt því
sem verið hefur, en á þeim tíma árs hafa
byggingariðnaðarmenn til þessa leitað
eftir störfum við sjávarsíðuna.
Breytt hefur verið reglum um greiðslu
atvinnuleysisbóta á þann veg, að nú geta
hundruð manna verið á atvinnuleysisstyrk
á Norður- og Norðausturlandi, án þess að
leita eftir atvinnu þar sem atvinnu er að
hafa, eins og þeir áður gerðu og þeim sjálf-
um og öðrum þótti sjálfsagt að gera.
Lokaorð:
Eins og fram hefur komið hér að fram-
an hafa tvö s.l. ár verið sjávarútveginum
tiltölulega hagstæð. Er ánægjulegt að sjá,
hvað útvegsmenn hafa getað notað þá
möguleika, sem gefizt hafa og látið skip
sín stunda þær veiðar hverju sinni, sem
hagkvæmastar hafa reynzt. Ekki á það að
fara fram hjá neinum, hvílíkur aflgjafi
sjávarútvegurinn hefur verið öllu atvinnu-