Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 14

Ægir - 15.03.1971, Blaðsíða 14
68 ÆGIR NÝ FLUTNINGATÆKNI <bYRLUPALLUR FYRIR VÖRU-HLEÐSLU OG AFHLEÐSLU STjÓRNSKRÚFA VÖRULYFTA-i AÐALVEL DIESELRAFSTÖÐ VORUGEYMSLA STJORNKLEFI j MANNAÍBÚÐIR | RAFRE/KNIR Ægir hefur áður birt nokkrar greinar um nýjustu tækni og hugmyndir manna um vöruflutninga framtíðarinnar. Hér birtist mynd og greinarkorn um eina nýja hugmynd til vöruflutninga á gámum (containers) með loftskipum. Hin nýju loftskip verða mun stærri en hinir gömlu og frægu „Zeppelinar“. Loft- skipið fræga „Hind- enburg“ var t. d. 245 m langt og 41 m í þvermál, en til sam- anburðar er gert ráð fyrir að hin nýju vöruflutningaloftskip verði 372 m löng og 76 m í þvermál. Véla- orkan í hinum nýja skipum, verður um 600 hö. og á að vera hægt að knýja skipið áfram gegnum loftin með 110 sjómílna hraða á klukkustund. Auk aðalskrúfu aftast á loftskipinu, sem knýr það áfram, verða 3 skrúfur á hvorri hlið skipsins og verða þær notaðar til að halda skipinu kyrru í loftinu meðan verið er að lesta það og losa. Eins og meðfylgjandi teikning af skip- inu ber með sér, er gert ráð fyrir að nota þyrlu við lestun, til að lyfta gámum (con- tainers) upp á sérstaklega byggðan pall efst á loftskipinu. Gámarnir eru síðan fluttir með lyftu niður i „lest“ skipsins. Gert er ráð fyrir að hægt sé að koma þar fyrir 40 gámum með samanlögðum þunga um 500 tonn. Til þess að skipið „fljóti“ í loftinu er belgur þess fylltur með um 30 millj. kubik- fetum af heliumgasi. Þeir aðilar, sem hug hafa á „útgerð" slíkra skipa gera sér góðar vonir um hagn- að af slíkum vöruflutningum, m. a. vegna þess, að slík skip geta flutt vöruna hvert á land sem er. Gera má ráð fyrir að ekki líði langur tími þar til slík skip „sigla“ um loftin blá. G. I. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.