Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 4
202
ÆGIR
Húsavík: Lestir.
m.b. Ásg-eir, lína ................ 39
m.b. Fanney, lína................... 34
m.b. Grímur, lína.................... 49,6
m.b. Glaður, lína ................... 29,7
m.b. Kristbjörg, lína ............... 37,7
m.b. Sæborg, lína.................... 29,8
m.b. Svanur, lína.................... 45.4
m.b. Þengill, lína................... 31,9
Opnir bátar, lína og færi ........... 281
Raufarhöfn:
m.s. Jökull, tog................. 63
Línu- og færabátar .............. 187
Þórshöfn:
4 nótabátar ........................ 100
m.s. Harpa, tog...................... 80
Línu- og netabátar ................. 100
TOGARARNIR í MAÍ
Veiði togaranna var yfirleitt betri í maí
en verið hefur á fyrri mánuðum ársins.
Heimalandanir voru 29,aflinn 5.721,9 lestir.
Meira en helmingur þessa afla var fenginn
við Austur-Grænland. Þorskur og karfi er
aðaluppistaðan í aflanum, sérstaklega í
aflanum við Austur-Grænland og bregður
þar ekki venju frá undanförnum árum. í
því magni, sem veitt var á heimamiðum,
var nokkurt magn af ufsa, ýsu og fleiri
tegundum. Togarinn Maí gerði veiðitúr á
Nýfundnalandsmið og landaði þeim afla í
Hafnarfirði 11. maí og reyndist hann 304
lestir, nálega eingöngu karfi. Þrír togarar
seldu erlendis 496,7 lestir, samtals.
I maímánuði í fyrra (1971) voru heima-
landanir 7.207,1 lest og landanir erlendis
voru þá einnig þrjár, alls 535,7 lestir.
FISKISKIP TIL SÖLU.
Nýtt 150 br. rúml. stálfiskiskip, sem verður tilbúið til afhendingar frá
danskri skipasmíðastöð í nóvember n.k. I skipinu eru 2 fiskil'estar um
220 teningsmetrar að stærð. Vökvaknúin togvinda. 700 ha Callesen diesel-
vél. Skipið er flokkað samkv. Bureau Veritas. Skipið er smíðað samkv.
dönskum kröfum, en innrétting getur verið samkv. óskum kaupanda.
Lán gegn bankatryggingu er hægt að veita.
Fullunnin áætlun á smíði 185 br. rúml. skips, sem gerð hefur verið eftir
íslenzkum óskum. Stærð: 32.40x6.80x3.40 m. I skipinu verða tvær lestar,
um 192 teningsm., búnar kælikerfi. 18 tonna vökvaknúin togvinda. Ibúðir
fyrir 14 menn. 1000 ha Callesen dieselvél. Skipið er flokkað samkv.
Bureau Veritas. Fullkomnar teikningar ásamt lýsingu eru fyrir hendi.
Sé pöntun gerð strax, verður hægt að afhenda skipið í október 1973.
Ef þér eruð í hugleiðingum um kaup á fiskiskipum af einhverri stærð og
tegund, þá látið oss vita. Þá munum við senda yður um hæl', mikið úrval
af upplýsingum um skip, sem til sölu eru á hinum evrópska markaði.
Jafnframt erum við í beinu sambandi við leiðandi skipasmíðastöðvar,
sem sérþjálfaðar eru í smíði fiskiskipa.
Allar nánari upplýsingar veitir:
P. Meyendorff & Co. A/S
21, Gyldenlövesgade, 1600 Kgbenhavn V.
Telex: 196U5. Telegr. adr. „Felixship“. Telefon: (01)119880