Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 19

Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 19
ÆGIR 217 alveg halda sér. Byrjaðu svo á umferðinni og þú býrð til flámöskva eins og á fyrstu unií'erðinni. Þegar fjórða umferðin er rið- ln> er farið í möskvann, sem aukið var í þi-iðj u umferðinni, eins og um kantmöskva Væi'i að ræða og búin til lykkja. Nú fer að sjást hver lögunin verður á vængnum, og hvernig hún myndast með því að auka í möskva öðrum megin í þriðju hverri umferð en fella úr einn möskva hin- llni megin með flámöskva í annarri hvorri umferð. Eftir 12 umferðir höfum við aukið í fjórum möskvum á ytra kantinum en fellt ur sex möskva á innri kantinum. Þannig mjókkar netið fram um tvo möskva á uverjum 12 umferðum. Við þurfum æ ofan í æ að snúa okkur aftur að hinni sífelldu samtvinnan úrfell- ingar og aukningar í gerð vörpunnar og þessi atriði eru mikilvæg við það að ákveða lengd vængjanna. Ef menn vilja hafa sama snið og lögun á lengri vængj um en hér eru riðnir þá verður að auka breidd undirbyrð- is belgsins, ef um undirvængina er að ræða, eða breidd skversins, ef um yfirvængina er að ræða. Það verður að gera ráð fyrir þessu hvoru tveggja, þegar gerð vörpunnar er ráðin í upphafi. Allar mælingar á vörpunni eru tengd- ar liver annarri, og þar með hæð höfuð- línunnar og lengd hennar, lengd fótreipis- ins og slakinn sem því þarf að fylgja. Allt þetta verður sá sem teiknar eða ákveður gerð vörpunnar að athuga strax í byrjun verksins. v detail'b'

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.