Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 10
208
ÆGIR
um, sem sveigir frá Islandi og yfir til A-
Grænlands. Það er líka eðli fiska að leita
upprunalegra hrygningarstöðva, þegar
kynþroska er náð, og á það ekki síður við
um þorskinn. Ég nefndi hér sem dæmi
hrygningargöngur þorsksins við Island —
seiðin fara fyrir straumi norður fyrir land
og fullvaxinn fiskurinn heldur svo aftur
suður til hrygningar og það sama á sér-
stað við Lófóten og víðar. Fyrri tilgátan,
sem ég nefndi, virðist mér ósennilegri,
vegna þess að hrygning á sér stað við
Austur-Grænland og það er í hæsta máta
ólíklegt að austur-grænlenzkur þorskur
haldi á Islandsmið til hrygningar, þegar
hann getur hrygnt á heimamiðum með allt
eins góðum árangri.
Göngurnar frá Grænlandi hafa oft haft
úrslitaáhrif á gang vertíðarinnar og kvað
sérstaklega rammt að þeim á árunum
1930—1934, þegar allt að 60—70% af
þeim þorski, sem merktur hafði verið við
Grænland, endurheimtist hér við land.
Þetta var einmitt á þeim árum, þegar ár-
gangurinn stóri frá 1922 lcom fram í ver-
tíðaraflanum, enda var stór hluti hans
kominn frá Grænlandi. Af þessum sökum
stórjókst aflinn af Islandsmiðum og lætur
nærri að þorskgöngurnar frá Grænlandi á
þessum fjórum árum hafi skilað um nær
1/2 milljón lesta viðbótarafla.
Stórir árgangar við Austur-Grænland
hafa nær alltaf skilað talsverðum afla á
land hér, nú síðast vertíðarnar 1969 og
1970, þegar árgangurinn frá 1961 leitaði
hingað til hrygningar.
Það er því nauðsynlegt, þegar við erum
að meta stofnstærð, veiðiþol og afurða-
getu þorskstofnsins, að taka fullt tillit til
þessara gangna. Á síðari árum hefur at-
hygli okkar því meir beinzt að þessum
göngum og nú eftir að við eignuðumst eig-
ið hafrannsóknaskip eru leiðangrar til
rannsókna á stofnstærð og árgangaskipan
þorsksins við A-Grænland orðnir að föst-
um lið í starfsemi Hafrannsóknastofnun-
arinnar.
Út frá þeim mismun, sem fram kemur
á milli stofnstærðar ókynþroska hluta
þorskstofnsins annars vegar og kynþroska
hlutans hins vegar, er unnt, ásamt endur-
heimtum úr austur-grænlenzkum merking-
um að ákvarða stærð grænlenzku gangn-
anna. Sá hluti stofnsins við A-Grænland,
sem gengur yfir til íslands er mismikill
frá ári til árs. Þá gengur líka misstór
hluti hvers árgangs yfir á Islandsmið. T. d.
komu 35% af grænlenzka hluta 1961-ár-
gangsins hingað til hrygningai', en af
1960-árganginum komu aðeins 10%. Að
meðaltali eru það 25% af kynþroska hluta
austur-grænlenzkra þorskstofnsins, sem
ganga hingað til hrygningar.
Á því tímabili, sem þorskrannsóknir
spanna hafa orðið miklar breytingar hvað
snertir sókn, veiði og ástand stofnsins.
Þegar dr. Bjarni Sæmundsson byrjaði
rannsóknir sínar um aldamótin, var þorsk-
aflinn af Islandsmiðum innan við 100.000
tonn á ári og stofninn því lítt nýttur. Síð-
astliðin 10 ár hefur hins vegar meðalafl-
inn numið nær 400.000 tonnum á ári. Þá
hefur sóknin aukizt jafnt og þétt að und-
anteknum árum beggja heimsstyrjaldanna,
en þá hvarf hinn erlendi floti að mestu
leyti af Islandsmiðum.
Þessi aflaaukning segir ekki alla sög-
una um sóknaraukninguna, vegna þess að
á árunum milli heimsstyrjaldanna náðist
sama aflamagn þó að skipin, sem þá stund-
uðu veiðarnar væru bæði færri og afkasta-
geta þeirra minni en nú er. Breytingar
hafa verið nokkrar á sókninni, sérstaklega
dró úr sókninni á styrjaldarárunum og
fyrstu árunum þar á eftir, en síðan hefur
sóknin farið stöðugt vaxandi.
Mjög yfirgripsmiklar rannsóknir, sem
gerðar hafa verið á vertíðaraflanum í
meir en 40 ár, sýna, að samhliða sóknar-
aukningunni hefur heildardánartala kyn-
þroska hluta stofnsins vaxið jafnt og þétt.
Á árunum milli heimsstyrjaldanna var ár-
leg meðaldánartala um 45% en lækkar
svo styrjaldaráratuginn og er þá um 37%,
en óx svo stöðugt samfara sóknaraukning-
unni og árabilið 1965—1969 var árleg