Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 6
204
ÆGIR
Dr. Sigfús A. Schopka, fiskifræðingur: SjÓr og sjávarnytjar
UM ÞORSKINN
Um aldamótin síð-
ustu var komið á
fót alþjóðlegum
hafrannsóknum í
NA-Atlantshafi.
Féll það í hlut Dana
að rannsaka svo-
nefnd norðvestur-
svæði, en það var
hafsvæðið unhverf-
is Færeyjar, Island
og allt vestur til
Grænlands. Danir
komu hingað fyrst
árið 1903 á hafrannsóknaskipinu „Thor“
undir leiðangursstjórn prófessors Jo-
hannes Schmidts. Má segja, að með
þessum leiðangri hefjist kerfisbundn-
ar þorskrannsóknir hér við land. Dr.
Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, sem
hóf fiskirannsóknir sínar strax að loknu
námi árið 1896, slóst í förina með Dön-
unum, sem sjálfkjörinn gestur leiðangurs-
ins, enda manna fróðastur í þá daga um
höfin kringum ísland. Þessi fyrsti rann-
sóknaleiðangur beindist aðallega að rann-
sóknum á hrygningu þorsksins, stærðar-
dreifingu hans við Norður- og Austurland
og könnun á magni og útbreiðslu fiskseiða.
Tókst leiðangurinn vel og fylgdu því fleiri
í kjölfarið, sem prófessor Schmidt stjórn-
aði meðan honum entist aldur, allt til
ársins 1933.
Sumarið 1904 og 1905 voru Danir hér
aftur á ferðinni og hófu þá merkingar á
þorski og var dr. Bjarni Sæmundsson með
í báðum ferðunum. 1 þessum fyrstu merk-
ingartilraunum var þorskur merktur við
Norður- og Austurland. Það kom í ljós, að
þorskarnir þarna héldu kyrru fyrir á svip-
uðum slóðum og merkingarnar fóru fram
á, unz hann varð kynþroska. Heldur hann
Eins og alþjó'ð er kunnugt fluttu
nokkrir vísindamenn við Hafrann-
sóknastofnunina erindaflokk í út-
varpið, sem nefndist einu nafni Sjór
og sjávarnytjar. Erindi þessi geyma
mikinn fróðleik, sem aðgengilegur er
leihnönnum og mun Ægir birta þessi
erindi eftir því sem ástæður leyfa.
þá suður á bóginn til hrygningar í hlýja
sjónum.
Næstu ár hélt dr. Bjarni áfram rann-
sóknum sínum og tók meðal annars vél-
bát á leigu til að halda áfram grunnsævar-
rannsóknum við SV- og V-land, sem Danir
höfðu byrjað á í fyrri ferðum sínum ann-
ars staðar við landið. Danir voru hér við
merkingar árin 1908 og 1909 og merktu
þá ókynþroska þorsk í Faxaflóa. Það sama
varð uppi á teningnum og í fyrstu merk-
ingartilraunum, að ókynþroska þorskur-
inn reyndist allstaðbundinn.
Merkingar Dana lögðust niður eftir
þetta allt fram til ársins 1924 og starfaði
dr. Bjarni á þessu tímabili því einn að
þorskrannsóknunum. Hann var fljótur að
tileinka sér nýjungar í vinnubrögðum og
aðeins nokkrum árum eftir að fundin var
upp aðferð til að aldursgreina fisk eftir
kvörnunum, var dr. Bjarni farinn að rann-
saka aldur ýmissa fisktegunda. Þrátt fyrir
þröngan fjárhag og erfið skilyrði, en eins
og kunnugt er, stundaði Bjarni fiskirann-
sóknir lengi framan af sem aukastarf, og
bjó við rýran og lélegan tækjakost — hann
mun hafa aldursgreint fyrst við kertaljós
— er aðdáunarvert, hversu miklu hann
fékk áorkað. Árið 1923 birti hann á
dönsku stórmerkilega ritgerð um vöxt
þorsksins hér við land. Þar kemur m. a.
fram hversu vaxtarhraði og kynþroski
þorsksins er mismunandi eftir því, hvort