Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 8

Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 8
206 ÆtílR er sjálfum sér nógur, býr við norðurmörk hlýsjávarins og þarf því ekki að leita langt til að finna hagstæð skilyrði til hrygning- ar, enda mun stundum vera nokkur hrygn- ing við Vestfirði. Merkingar, sem gerðar hafa verið í Faxaflóa, sýna að þar má greina að tvenns konar þorsk. Það er annars vegar ókynþroska þorskur, sem er allstaðbund- inn í Flóanum árið um kring og hins veg- ar aðkomuþorskur á vorin, kynþroska fiskur, sem kemur þarna oft í ætisleit á leið sinni norður, að lokinni hrygningu. Merkingar fyrir Norðurlandi sýna, að þorskurinn þar, er allstaðbundinn unz kyn- þroska er náð. Meginþorrinn leitar þá oft- ast í heita sjóinn til hrygningar, en stund- um á sér stað óveruleg hrygning við Norð- urströndina. Nær allur norðanþorskurinn, sem heldur suður til hrygningar, fer suð- ur með Vesturströndinni og meira að segja þorskur við Norðausturland t. d. á Skjálf- anda kýs vesturleiðina. Þorskur, sem al- izt hefur upp við Austfirði, heldur sig þar fyrstu árin, en leitar svo skemmstu leið í hlýja sjóinn til hrygningar. Endurheimtur úr merkingum, sem gerð- ar hafa verið um hrygningartímann á aðalhrygningarstöðvunum SV-lands, sýna að eitthvað af þorski, sérstaklega þeim, sem lirygnir austarlega, leitar austur með að lokinni hrygningu, en megnið af þorsk- inum gengur vestur með landinu norður á bóginn Á grunnunum úti af Norðvesturlandinu gengur hann íslenzka flotanum úr greip- um, því að hann fer ekki norður fyrir land nema að mjög litlu leyti og byggjast því sumarveiðarnar norðanlands svo til ein- göngu á ókynþroska fiski. Hvað verður þá um þennan þorsk? Endurheimtur frá er- lendum togurum sýna, að hann heldur sig djúpt úti af Norðvesturlandinu, og þegar líða tekur á haustið leitar hann aftur upp á grunnin og fer m. a. að gefa sig til á Hal- anum. Þá sýna merkingarnar, að á göngum sínum getur þorskurinn verið mjög fljótur í förum. Þannig eru dæmi um, að hann nái a.m.k. 15 sjómílnameðalhraðaásólarhring, en raunverulegur hraði er örugglega meiri, því að fiskurinn fer áreiðanlega ekki bein- ustu leið milli merkingar- og endurheimtu- staða og hann þarf ekki að hafa farið strax af stað, að lokinni merkingu. Sjálf- sagt undrar það marga, að ennþá skuli lögð svo rík áherzla á merkingar, þegar gönguleiðir þorsksins eru meira og minna þekktar. Það stafar af því, að merkingar geta gefið okkur svo margfalt meiri upp- lýsingarumfiskistofnana, en bara að skýra út gönguleiðir þeirra. Út frá merkingun- um má reikna út stærð gangnanna, vöxt fiskanna, stofnstærð og dánartölu. Eftir því sem sóknin í þorskstofninn hefur aukizt, hefur reynzt nauðsynlegt, að fylgjast vel með dánartölu stofnsins, séi'- staklega af völdum veiðanna. Til slíkra at- hugana höfum við beitt þrenns konar að- ferðum: I fyrsta lagi er notast við aldurs- dreifingu aflans frá ári til árs. Aðferðin byggir í stuttu máli á þeirri staðreynd, að eftir því, sem fiskurinn eldist, minnkar hlutdeild hans í aflanum bæði vegna veið- anna og eins af völdum náttúrlegs dauða. Hlutfallsleg fækkun hans frá ári til árs_, gefur til kynna hina árlegu dánartölu. í öðru lagi nefni ég merkingarnar, en þæi' byggja á sömu forsendu. Endurheimtum fer fækkandi eftir því, sem lengra líður frá merkingu, og má þá á sama hátt reikna út dánartöluna. Þriðja aðferðin, sem við höfum beitt, er einungis nothæf á kyn- þroska hluta stofnsins. Sú aðferð byggii’ á því, hversu oft þorskarnir ná að hrygna umævina. I hvert sinnsem þorskur hrygn- ir, myndast árhringir í kvörnum hans, sem eru frábrugðnir vanalegum árhringum að lögun, að því leyti, að þeir eru þrengri. Þessa hringi köllum við gotbauga og sam- svarar fjöldi þeirra í kvörninni til fjölda hrygninganna. Allflestir þorskar, sem ná kynþroska, ná að hrygna einu sinni, margir tvisvar, sumir þrisvar o. s. frv. og stöku sinnum hafa veiðzt þorskar, sem hafa hrygnt allt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.