Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 9
ÆGIR
207
að 13 sinnum. Hlutfallsleg fækkun milli
þeirra þorska, sem hrygna í fyrsta sinn
°g þeirra, sem hrygna öðru sinni ári síðar,
samsvarar dánartölunni í kynþroska hluta
stofnsins.
Ég gat þess áðan, að rannsóknir á ald-
ursdreifingu þorsksins frá ári til árs sýna,
að miklar sveiflur eru í styrkleika ein-
stakra árganga. Orsakir þessara sveiflna
eru ýmsar og má rekja þær bæði til líf-
rænna og ólífrænna þátta umhverfisins,
°g mun óhætt að fullyrða, að á þessu stigi
i'áðum við ekki við neinn þeirra og munu
þeir á næstu árum valda jafnmiklum
sveiflum og hingað til. Þessar árganga-
sveiflur endurspeglast svo í aflasveiflum
nokkrum árum síðar, þegar árgangarnir
koma inn í veiðina. Sem dæmi hversu mis-
sterkir árgangarnir eru langar mig að
bera saman árganginn frá 1922, sem er sá
sterkasti, sem við þekkjum hér við land
eftir að rannsóknir hófust og árganginn
ft’á 1927, en hann er sá lélegasti, sem við
þekkjum. Af 1922-árganginum veiddust 93
^illjónir fiska á aldrinum 8—13 ára, en
af sömu aldursflokkum 1927-árgangsins
veiddust aðeins 2 milljónir fiska. I þyngd
skiluðu sömu aldursflokkar árgangsins frá
1922 705 þús. tonna afla, en 1927-árgang-
ui’inn aðeins 19 þús. tonna afla. Annar
mjög sterkur árgangur, sem skilaði veið-
inni nær 90 milljónum fiska á aldrinum
8—13 ára, var árgangurinn frá 1945. Þessi
ai'gangur kemur inn í vertíðaraflann árið
1953 og heldur uppi veiðinni næstu þrjú
ai’in. Á þessum árum komst þorskaflinn
yí11' 500 þús. tonn og náði hámarki árið
1954, en þá veiddist sá mesti þorskafli, sem
fengizt hefur á íslandsmiðum, 546 þús.
tonn. Ef borin er saman stærð árganganna
nndanfarna áratugi kemur í ljós, að lang-
tjestir þeirra eru undir meðallagi. Þessu
til mótvægis eru svo örfáir, en mjög sterk-
i1’ árgangar.
Rannsóknir á vaxtarhraða einstakra ár-
&anga hafa leitt í ljós, að því stærri sem
ai'g'angurinn er, þeim mun minni er vaxt-
ai>hraði þorsksins eða með öðrum orðum,
að vaxtarhraðinn stendur í öfugu hlut-
falli við einstaklingsfjöldann. Berum
saman árganginn frá 1924, sem var nokk-
uð sterkur og árganginn frá 1930, sem
var fimm sinnum minni. Meðallengd 1924-
árgangsins á aldrinum 8—12 ára var 81.5
cm og meðalþyngd 4,3 kg, en meðallengd
1930-árgangsins á sama aldri reyndist
vera 91.6 cm og þyngdin 5,5 kg, þyngdar-
aukningin nemur 28% og vegur það nokk-
uð á móti fækkuninni.
Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós, að
þorskur sá, sem hrygnir hér sunnanlands
og suðvestan er ekki allur íslenzkur að
uppruna, þ. e. hefur ekki vaxið upp hér
við land. Hingað hefur oft slæðst talsvert
magn af þorski, sem alizt hefur upp við
Grænland. Hefur verið sýnt fram á þetta
á ýmsa vegu. Bæði hefur árgangaskipan
og holdafar þorsksins bent til grænlenzks
uppruna og blóðrannsóknir síðustu ára
gefið til kynna, að samband sé á milli þess-
ara þorskstofna. Þá hefur dánartala á
smáþorski norðanlands og austan oft
reynzt það há, að hrygningarstofninn S-
og SV-lands gæti ekki hafa verið svo stór,
sem raun ber vitni, ef viðbót einhvers
staðar að, hefði ekki komið til. Öruggustu
vísbendingarnar um þessar göngur þorsks
frá Grænlandsmiðum, eru merkingar þær,
sem gerðar hafa verið bæði við V- og A-
Grænland. Orsakir þessara gangna eru ekki
að fullu kunnar, en þar sem hér er um
hrygningargöngur að ræða, má gera ráð
fyrir, að annað hvort finnur þorskurinn
ekki skilyi’ði til hrygningar við Austur-
Grænland, eða að hann sé í raun og veru
íslenzkur að uppruna og leiti aftur til
fyrri heimkynna, hrygningarstöðvanna,
þar sem hann sjálfur ólst upp fyrstu ævi-
dagana, eins og laxinn og flestir aðrir
fiskar gera. Þessi tilgáta virðist senni-
legri, vegna þess að straumum í Græn-
landshafi er þannig háttað, að egg og
seiði geta hæglega borizt héðan og yfir á
austurgrænlenzka landgrunnið. Sú er líka
reyndin í athugunum okkar, því að bæði
eggja og seiða hefur orðið vart í straumn-