Ægir - 15.06.1972, Blaðsíða 22
220
JE GIR
VÉLSKÓLANUM SLITIÐ
Vélskóla íslands var sagt upp 27. maí.
Við skólaslitin hélt Andrés Guðjónsson
skólastjóri ræðu, þar sem hann rakti ýtar-
lega skólastarfið um veturinn og framtíð-
arhorfur skólans. Hann nefndi sem dæmi
um þau þrengsli, sem skólinn ætti nú við
að búa, að nemendur 1. stigs hefðu verið
í vetur á hrakhólum milli stofa, anddyris,
matsals og hátíðarsals, en allt hefði það
gengið næstum snurðulaust.
Af þessum sökum varð að neita all-mörg-
um nemendum um skólavist í haust eð var,
en fullkomin ástæða sé til að ætla að sú
saga endurtaki sig ekki, því að skólinn
fái pláss í þeirri nýbyggingu, sem verið
er að reisa austan við Sj ómannaskólahúsið,
og verði raftækjasalurinn væntanlega til-
búinn á hausti komanda. Gamla raftækja-
salnum verður þá breytt í kennslustofur.
Einnig eru líkindi á að Veðurstofan rými
3 stofur í norðurenda vélahússins og verða
þær þá teknar fyrir kennslustofur í verk-
legri kennslu í stýritækni, kælitækni og
véltækni, en þá kennslu er nauðsynlegt að
auka.
Skólinn þarf einnig, sagði skólastjórinn,
að koma sér upp fleiri smíðastofum, kaupa
fleiri rennibekki, hefla, fræsivélar ásamt
skrúfstykkjum og handverkfærum. Síðast
liðinn vetur var hafin kennsla í rafsuðu
og gassuðu og fór hún fram í Iðnskólanum.
Nokkuð er um úreltar vélar í skólanum,
hreina safngripi, og verður, til dæmis,
gömul gufuvél úr línuveiðaranum Sigríði,
gefin Þjóðminjasafninu. Þessi vél var
smíðuð um aldamótin, einnig verður hafð-
ur sami háttur á með aðra gufuvél, sem
smíðuð var 1889 og var notuð í saltfisk-
þurrkunarhúsi Alliance h.f. á sínum tíma.
Skólastjóri sagði lítinn tíma til félags-
starfa í skólanum sökum anna nemenda
við námið. Hann sagði að nú hefðu nem-
endur skólans fengið aðild að lánasjóði ís-
lenzkra námsmanna og utanbæjarnemend-
ur fengju svonefndan dreifbýlisstyrk. All-
mikil breyting varð á kennaraliði skólans
á árinu. Fyrirhugað er að auka rafmagns-
fræðikennsluna mikið.
Fjárveiting hefur og fengizt til kaupa
á tækjum í raftækjasalinn. Skólastjórinn
fór nokkrum orðum um nauðsyn á því, að
eldi’i og starfandi vélstjórum væri gefinn
kostur á endurhæfingarnámskeiðum, og
sagði að bæði úr þeirra eigin hópi, svo og
útgerðarmanna, hefði verið spurt um,
hvenær skólinn gæti veitt aðstöðu þessum
eldri mönnum til að kynna sér nýjungar.
„Vei, þeim manni í dag, sem heldur, að
hann sé útlærður og geti eða þurfi ekki
að læra meira“, sagði skólastjórinn.
Akureyrar- og Vestmannaeyjadeild
Deildum Vélskólans á Akureyri og í
Vestmannaeyjum var sagt upp laugardag-
inn 20 maí.
Á Akureyri gengu 17 nemendur undir
próf í 1. stigi; 16 stóðust prófið og 14
hlutu framhaldseinkunn. I 2. stigi gengu
8 undir próf: 6 stóðust prófið og 4 hlutu
framhaldseinkunn. Forstöðumaður skólans
á Akureyri er Björn Kristinsson.
I Vestmannaeyjum gengu 17 nemendur
undir próf í 1. stigi; 15 stóðust prófið,
en 11 hlutu framhaldseinkunn. I 2. stigi
gengu 10 undir próf og stóðust allir, en
9 hlutu framhaldseinkunn. Forstöðumaður
skólans í Vesmannaeyjum er Jón Einars-
son.
Vélsmiðjan Magni í Vestmannaeyjum
gaf áletrað gullúr þeim, sem hlaut hæstu
einkunn í vélfræði úr 2. stigi, en það vai'
Gústaf Guðmundsson. Vélstjórafélagið í
Vestmannaeyjum gaf bókaverðlaun þeim,
sem hlaut hæsta einkunn í vélfræði í 1-
stigi, og hlaut þau Friðrik Jósepsson. Á