Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 15

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 15
Norska fiskifélagið (Norges Fiskarlag) svo og einstakar fylkisstjórnir tóku frumkvæðið 1 þessum efnum og hömruðu á því, að breyta þyrfti fiskimálastjórninni í fylkjunum og hér- uðunum. Á Finnmörk og í Þrændalögum tóku wenn málin í eigin hendur og settu á stofn eigin innanhéraða fiskimálastjóm, sem var sameiginleg með annarri stjórn fylkismála. Margar héraðsstjórnir í hinum meiriháttar fiskveiðihéruðum hafa svo um árabil haft fastráðinn fiskimálafulltrúa í héraðsstjóm- unum. Það er ekki hægt að taka þessa starf- semi og frumkvæði héraðsstjórnanna öðru vísi en sem ákveðna ósk um að stjórn fiski- málanna færist meira en verið hefur út í fisk- veiðihéruðin sjálf. Það var í samræmi við þessa stefnu, sem fiskimálaráðuneytið skipaði haustið 1967 uefnd, sem kölluð var Hagennefndin. Þessi Uefnd lagði fram tillögur sínar í júlí 1969 og í febrúar 1971 var lagt frumvarp fram í Stór- þinginu, byggt á þessum tillögum, 11. júní sama ár voru lög um þetta efni samþykkt í þinginu og tóku þau gildi 1. janúar 1972. Lögin um ráðgefandi þjónustu. I 1. grein laganna er rakin grundvallar- orsökin til þeirra á svohljóðandi hátt: Tilgangurinn með ráðgefandi þjónustu við sjávarútveginn og fiskiðnaðinn er sá fyrst og fremst að veita mönnum í þessum atvinnu- greinum haldkvæm ráð og opinbera aðstoð á þann hátt, að það komi að sem mestu gagni fyrir samfélagið og þá sem í þessum atvinnu- greinum starfa. Frumatriðið við þessa ráð- gefandi þjónustu er það, að hún verði liður í samfélagsheildinni og falli jafnframt saman við það megin þjóðfélagslega markmið að tryggja viðhald þessara atvinnugreina og um leið tryggja búsetu fólks í strandhéruðum okkar. Ut frá bessu meginmarkmiði og í beinu áframhaldi af því, á svo hin ráðgefandi þjón- usta að stuðla að félagslegri uppbyggingu og niyndun menningarlegrar heildar íbúanna í strandhéruðunum. Sem eðlileg afleiðing af þessum meginmarkmiðum á ráðgefandi þjón- usta hins opinbera að stuðla að tekjuaukn- ir>gu fólks í atvinnugreinunum og því sam- fara betri nýtingu fjármagns, aukningu heild- arafkasta, með þeim hætti að heildarágóði aukist í atvinnuveginum. Það er þegar búið að hefja starfið eftir þess- um nýju lögum og samkvæmt þeim er skipu- lagsformið sem hér segir í stórum dráttum: 1. fiskimálastjórn sveitarfélaga: a) fiskimálanefnd valin af sveitarstjórn- inni. b) fiskimálaráðunautur sveitarstjómar. 2) fiskimálastjórn fylkjanna: a) fiskimálastjóm valin af fylkisþingum. b) fiskimálastjóri fylkisins og fiskimála- skrifstofa fylkisins. Það fyrirkomulagsatriði hafði verið mikið rætt við undirbúning og umræður um lögin, hvort ekki kæmi til mála að sameina ofan- nefnd embætti embættum fiskveiðieftirlits- mannanna og þeirra skrifstofum, en það var ekki talið ráðlegt — betra væri hið gagnstæða, það er að embætti eftirlitsmannanna féllu undir hin nýstofnuðu embætti ráðunautanna. I hinum nýju lögum eru engin ákvæði um, hvemig haga skuli miðstjórn fiskimálanna í landinu. Stórþingið vildi ekki taka neinar ákvarðanir um þetta atriði og miðstjórnin er því sú sama og var, nema skipaður hefur verið ríkisráðunautur (Statskonsulent) við embætti norsku fiskimálastjórnarinnar (fiskeridirekto- ratet). Hann hefur því hlutverki að gegna að samræma áður rakta ráðgefandi þjónustu í sveitarfélögum og fylkjum heildarstarfsem- inni í landinu öllu. Skipan mála nú er á þann veg komin, að í 9 fylkjum, eða í fylkjunum frá Finnmörk að Rogalandi að báðum meðtöldum, hafa verið valdir fylkisfiskimálastjórar, hins vegar hef- ur strandfylkjunum frá Ögðum að Austur- fold ekki enn verið gert að velja sér fiski- málastjóra. Komið hefur til álíta að velja sam- eiginlegan fiskimálastjóra fyrir fylkin sjö, á Skagerakströndinni og í Oslófirðinum. Það er gert ráð fyrir því í lögunum, að við fiskimálaskrifstofur fylkjanna verði starf- andi 2 menn auk fiskimálastjórans, og á ann- ar þeirra að vera hagfræðimenntaður, en hinn tæknimenntaður. Gert er ráð fyrir að fjölga verði fljótlega mönnum við sumar fiskimála- skrifstofur fylkjanna. ÆGIR — 91

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.