Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 8
Nokkuð minna var framleitt af ufsaflök- um og blokkum. Framleiðslan varð 12841 lest., sem var 629 lestum eða 4,7% minna en 1972. Frysting á humar og rækju minnkaði úr 1576 lestum 1972 í 1336 lestir 1973, eða um 15,2%. Framleiðsla á hörpudiski féll niður úr 854 lestum árið 1972 í 480 lestir 1973. Eins og greint var frá í yfirliti í Ægi í ársbyrjun 1973 yfir hraðfrystiiðnaðinn 1972, hafði hin gífur- lega mikla framleiðsla þess árs mikla vei'ð- lækkun í för með sér. Þá höfðu takmarkandi aðgerðir innanlands minnkandi framleiðslu í för með sér. Loðnufrysting 1973 var 15.668 lestir, sem var um fjórfalt meira magn en árið áður. Með það í huga, að vegna eldgossins á Heimaey, er hófst þann 23. janúar, voru 5 hraðfrystihús með mjög mikil afköst sett út úr spilinu, er það vissulega góður árangur. Eldgosið hafði að vissu leyti lamandi áhrif á landsmenn fyrstu vikumar eftir að gos hófst, en menn voru fljótir að taka við sér og umskipuleggja útgerð og fiskvinnslu á Suðvesturlandi með tilliti til breyttra aðstæðna. Árangur varð eftir því. Eftir helztu afurðaflokkum var útflutning- urinn sem hér segir: Lestir Ml. kr. Lestir Ml. kr. Fr. f. flök og 1973 1972 og blokkir 67.799 7.013,7 67.234 5.273,5 Heilfr. fiskur 7.190 296,8 7.807 284,9 Ilrogri, fryst 2.482 112,2 2.265 84,4 Fryst loðna 17.147 603,5 4.852 79,7 Fryst síld 171 1,9 Fr. fiskúrgangur 391 5,4 1,458 11,1 Fryst rækja 1.421 556,7 1.221 320,9 Frystur humar 665 382,1 1.329 605,9 Fr. hörpudiskur 505 177,4 739 248,3 og Alaskaufsa frá Japan og Suður-Kóreu. Af- leiðingar þessa eru m. a. þær, að undanfarna mánuði hefur gætt mikillar sölutregðu í Bandaríkjunum og mikillar óvissu gætir um verðlag. Þegar hafa orðið verðlækkanir á nokkrum tegundum, og er óttast að í nánustu framtíð verði enn frekari lækkanir. Þá gera nýgerðir kjarasamningar frystihús- unum erfitt fyrir. Verðlækkanir og innlendar kostnaðarhækkanir stefna rekstrarafkomu þeirra í mikla hættu og taprekstur fyrirsjáan- legur framundan, verði ekkert að gert. Framleiðslan. Framleiðsla hraðfrystihúsa innan Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurða- deildar SÍS árið 1973 var 88.914 smálestir. Varð það 5.561 lest eða 6.67% meira en árið áður. Við þennan samanburð ber þó þess að gæta, að árið 1972 var hraðfryst loðna 4.207 lestir af heildarmagninu, en hins vegar 15.668 lestir árið 1973. Framleiðsla svo- nefndra þorskfiskafurða var svipuð bæði ár- in, eða 66.991 lest árið 1973 og 65.341 lest árið 1972. í þessum tölum eru einnig hrað- frystar skelfisktegundir. Áætla má, að frysting hjá hraðfrystihúsum utan vébanda S. H. og SÍS hafa verið 2—3000 lestir. Samkvæmt því hefur heildarfrysting árið 1973 verið um 92.000 lestir. Framleiðsla þorskflaka og þorskblokka hjá S. H. og SÍS var 32.337 lestir, eða svo til ná- kvæmlega jafnmikil og árið áður (1972: 32.815 lestir). Var það 36,4% heildarfram- leiðslunnar. Síðustu árin hefur verið stöðnun í framleiðslu þorskflaka og blokka og miðað við árið 1970 um verulegan samdrátt að ræða. Framleiðsla þessara tegunda hefur skipzt sem hér segir s.l. 4 ár: Ár Þorskflök Þorskblokk % % 1973 44,9 55,1 1972 44,5 55,5 1971 46,9 53,1 1970 48,6 51,4 Framleiðsla ýsuflaka og blokka var 6489 lestir. Var það 909 lestum eða 16% meira en árið 1972. Samtals 93.771 9.149,7 86.905 6.908,7 Útflutningsmagn allra helztu afurðaflokka, nema loðnu, dróst mjög saman á árinu 1973, eins og framanskráð yfirlit sýnir. Hins vegar varð um mikla verðmætisaukningu að ræða vegna stöðugt hækkandi söluverðs á helztu mörkuðum. Hefur verðlag á frystum fiski aldrei verið hærra. Á það sérstaklega við um bandaríska markaðinn. Fryst fiskflök og fiskblokkir voru 76,7% af Æ GIR — 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.