Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 19

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 19
kapp á að frysta loðnu, en af þeim ástæðum hafa sumir togaramir landað erlendis. Bjartur og Barði hafa landað afla úr sinni veiðiferð hvor í Færeyjum og Hvalbakur úr tveim veiðiferðum. Ljósafell hefur farið eina söluferð til Bret- lands. Góð loðnuveiði hefur verið í mánuðinum og samfelld loðnubræðsla í fiskmjölsverksmiðj- unum á Austurlandi. Nokkrir bátar eru byrjaðir með net, er afli þeirra tregur ennþá. Þorskafli í febrúar nú var 1.545,5 lestir, en var í fyrra 1.600,2 lestir. Aflinn frá áramótum er þá 2.909,8 lestir, en var á sama tíma á síðasta ári 2.381,9 lestir. Fiskurinn af netabátunum telst óslægður. Aflinn í einstökum verstöðvum: Vopnafjörður Lestir. Sjóf. Brettingur, bv............... 150,8 2 Tveir loðnubátar, n............ 1,3 2 Samt. 152,1 Seyðis fj örður: Gullver, bv 210,3 3 Brettingur, bv 84,6 1 Emilý, bv 46,8 2 Samt. 341,7 N eskaupstaður: Barði, bv 101,3 1 Bjartur, bv 143,5 1 Samt. 244,8 Eskifjörður: Hólmatindur, bv 244,1 3 Guðmundur Þór, bv. 1,9 2 Loðnubátur, nót 0,5 1 Samt. 246,5 Reyðarfjörður: Snæfugl, n 90,6 2 Gunnar, n 72,5 2 Samt. 163,1 k'áskrúðsfjörður: Ljósafell, bv 162,0 2 Hoffell, n 49,5 5 Þorri ÞH, n 12,0 2 Samt. 223,5 Breiðdalsvík: Sigurður Jónsson, n...... 68,0 4 Djúpivogur: Hólmanes, bv................ 50,6 6 Hafþór RE, bv............... 50,0 6 Hafnarnes SI, n............. 52,9 11 Glaður NS, n.................. 0,1 2 Samt. 105,8 Nakkur, rækjuveiðar...... 263 kg. LOÐNUVERTÍÐIN Vikan frá 17. febr. til 23. febr. í vikubyrjun var bræla á miðunum og lítil veiði, en um miðja viku var gott veiðiveður og miðvikudaginn 20. febr. tilkynntu 90 skip um 18 þús. tonna afla og er það einn bezti afladagur vertíðarinnar. Segja má að loðna hafi veiðzt allt frá Ingólfshöfða vestur og norður í Breiðafjörð. Þá voru aðalveiðisvæði vikunnar úti af Ingólfshöfða og úti af Garð- skaga og í Faxaflóa. Miklir löndunarerfiðleikar voru og sigldu mörg skip m. a. til Siglufjarðar og Raufar- hafnar. Seinni part vikunnar var aðalveiðisvæðið úti af Garðskaga svo og mikil veiði í Faxa- flóa, auk þess sem góð veiði var við Ingólfs- höfða. Vikuaflinn var samtals 65.988 lestir og vit- að var um 135 skip, sem höfðu fengið einhvern afla, þar af höfðu 92 skip fengið meira en 1000 lestir. I vikulokin nam heildaraflinn samtals 307.193 lestum og þá hafði loðnu verið landað á 25 höfnum víðsvegar um land. Á miðnætti aðfaranótt laugardagsins 23. febr. skall á verkfall verkalýðsfélaganna, þannig að öll vinna við loðnubræðslu svo og loðnufrystingu lagðist niður, nema í Grinda- vík, Vestmannaeyjum, Djúpavogi, Breiðdals- vík, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Vopnafirði. Þegar vinna stöðvaðist, voru þrær flestra verksmiðja fullar og víðast hvar lágu bátar með fullfermi í höfnum. Mikið var rætt og skrifað um að loðnu fyrir milljónir króna yrði dælt í sjóinn aftur, ef verkfallið leystist eigi fljótlega. ÆGIR — 95

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.