Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 7

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 7
brögS og sömu tæki henti hér sem þar. Fisk- þurrkun hér á landi hefur að mjög miklu leyti farið fram á smáum stöðvum hjá salt- endum sjálfum, og hefur verið notuð til vinnujöfnunar, þ. e. a. s. starfsfólk, húsakost- ur og tæki hafa þá notazt betur en ella hefði orðið. Nú hefur það gerzt, eins og kunnugt er af fjölmiðlum, að ein þurrkstöð hefur komið sér UPP sjálfvirkum þurrkofni, norskum, sem á að geta þurrkað allt að 1200 lestum af blaut- u* fiski yfir árið, með fullri nýtingu.' Sam- kvæmt upplýsingum framleiðanda, sparar þessi vél um Vi hluta af heildarvinnslustunda- fjölda við verkunina. Þetta er að vísu aðeins þriðja vélin, sem tekin er í notkun (auk tilraunavélarinnar), en við hana eru þó bundnar miklar vonir og gæti svo farið, að vél þessi stuðlaði að því að umbreyta saltfiskþurrkun úr einskonar heim- ilisiðnaði í stóriðnað. Verkfræðistofa S. í. F., hefur fylgzt með gerð þessarar vélar í fjöldamörg ár. Hug- •nyndin að henni er komin frá Fiskimála- stofnununum norsku. A. m. k. tvær gerðir af vélinni urðu til á árinu 1969—’70, en efnið sem notað var í þær sveik alltaf, þangað til leitað var til Raufoss vopnaverksmiðjunn- ar um að framleiða vélina. Eftir miklar til- t’aunir gerðu þær svo vélina úr sérstakri ál- blöndu, sem virðist ætla að þola fullkomlega bæði salt og álag. Frá þessari vél var fyrst sagt í Fréttabréfi S. í. F., þ. 4. sept. 1971, og verkendur þá hvattir til þess að leita frekari upplýsinga um hana hjá verkfræðingi S. í. F. Forráðamenn Stakks h.f. í Vestmannaeyj- um létu t. d. fljótlega í ljós mjög mikinn áhuga a vélinni, en þar varð breyting á högum, sem öUum er kunnugt um. Síðastliðin tvö ár eða svo, hafa forsvarsmenn útflutningssamtaka 1 saltfiski frá Kanada, ís- landi, Færeyjum og Noregi komið saman fjórum sinnum og borið saman bækur sínar. Þessir fundir hafa leitt til all náinna persónu- legra kynna milli manna, og hafa m. a. orðið til þess, að nefnd tæknimanna og framleið- enda frá S. í. F. hefur heimsótt fiskverkunar- stöðvar í Noregi og kynnt sér vinnubrögð þeirra og tæki með tilliti til þess, að í náinni framtíð kynni framleiðslueiningarnar hér að staekka, þannig að fyrirmyndir annarsstaðar frá hafi meiri praktíska þýðingu en hingað til hefur verið. Gunnar Guðjónsson: Ilraðlrystiiðnaðurinn 1973 Árið 1973 var hrað- frystiiðnaðurinn mun hagstæðari, en nokk- ur hafði þorað að vona. í árslok 1972 var rekstrarútlitið ekki gott og hafði m. a. verið gripið til gengisfellingar í des- ember til þess að tryggja áframhald- andi ótruflaðan rekst- ur útflutningsat- vinnuveganna. Fyrirsjáanlegt var í ársbyrjun 19Y3, að við óbreyttar aðstæður í kaupgjalds- og verðlagsmálum, m. a. vegna víxlhækkana kaupgjalds og verðlags, myndi óðaverðbólguþróunin, er hófst á árinu 1972, aukast mikið 1973, ef ekki væri gripið til sér- stakra ráðstafana til að stemma stigu við henni. Slíkt var eigi gert af hálfu stjórnvalda. Þar við bættist, að verðbólga jókst mikið í helztu viðskiptalöndum íslands með þar af leiðandi verðhækkunum á innfluttum rekstrarvörum. Verðlag á hraðfrystum sjávarafurðum hækkaði meira á árinu, en nokkurn hafði órað fyrir og náði algjöru hámarki undir lok ársins. Sem dæmi má nefna, að í desember 1972 var pundið af þorskblokkinni á bandaríska mark- aðnum 48 cent, en í desember 1973 var það komið í 82 cent. Þá urðu umtalsverðar hækk- anir á frystum flökum og einnig á hraðfrystri loðnu til Japans. Olíukreppan, sem hófst með framleiðslu- og afgreiðslutakmörkunum Araba á hráoliu til Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna í október 1973, hafði mjög alvarlegar og neikvæðar afleiðingar fyrir sjávarútveg og fiskiðnað vegna stórhækkaðs verðs á brennsluolíu og benzíni og þeirra samdráttaráhrifa í helztu iðnaðarlöndum heimsins. Áhrif þessa voru þegar farin að koma í ljós við áramótin 1973/74 og sýnilegt að mark- aðir fyrir hraðfrystar sjávarafurðir voru að verða ótryggir. Þar við bættist, að á helztu markaðssvæðum jókst framboð á ódýrari fisktegundum, eins Æ GIR — 83

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.