Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 17

Ægir - 15.03.1974, Blaðsíða 17
þættur árangur. Það á að vera hægt að miðla starfandi mönnum þeirri þekkingu og úrræð- Um- sem bezt eru þekkt um hvert eitt vanda- mál, og jafnframt að hafa áhrif á, í hvaða attir þróunin beinist. Þar með ætti að vera auðveldara en áður að samræma hagsmuni at- vinnuvegarins sjálfs, héraðanna og þjóðarinn- ar allrar. I lok erindis síns fjallar svo Arne Nor- set um nauðsyn þess, að það náist að stilla saman aðgerðir miðstjórnarinnar og héraðs- og fylkisstjórnanna, og hann leggur til, að menn láti sér hægt til að byrja með, og betra sé að stöður séu óskipaðar heldur en vanskip- aðar og það megi með engu móti láta óþolin- mæðina ná tökum á sér, þannig að farið verði að berja nýskipanina í gegn með einhverjum flaustursaðgerðum og kröftum. Umfram allt verði málin að þróast í samræmi við mennta- kerfið. (Stytt úr Fiskaren. — Ásg. Jak.) erlendar fréttir Botnútlínur bergmálsdýptarmæla I Loggbók John Burgess í Fishing News, svarar Burgess manni, sem er að spyrja, hvort það borgi sig að kaupa bergmálsmælinn Sim- rad El, sem sé 57% dýrari en Simrad EY. Fiskimaðurinn segist veiða á grunnslóð. Þetta er náttúrlega hið eilífa vandamál í sambandi við allan tækjabúnað fiskiskipa. Borgar dýrara tækið sig? í þessu tilviki er munurinn á tækjunum sá, að Simrad EY sýnir hvíta línu í botnlóðning- unni með svartri rönd yfir, svo sem flest öll fiskileitartæki gera nú, sem eru hér almennt í notkun. Þetta tæki sendir á tíðninni 75 kíló- rið (kHz) og nær niður á 360 metra. Hitt tækið, Simrad E1 sendir á 38 kHz og nær niður að 720 metrum, enda sendir þess stærri °S kraftmeiri, svo og botnstykkið (trans- ducerinn) og það er, eins og áður segir, 57% dýrara. Þetta tæki sýnir allt sem hitt sýnir, það er, hvíta línu á botnmörkunum og svarta rönd og síðan fisk yfir línunum (ef hann er undir) en einnig er hægt að stilla þetta tæki þannig að það sýni aðeins útlínur botnsins og engin önnur bergmál frá honum. Pappirinn á þessu tæki þannig stilltu verður alauður, ef enginn fiskur eða fiskæti er undir, nema lögun botnsins sést sem hrein lína á pappírnum. Ef menn þurfa ekkert að vita um botninn, til dæmis hvort hann sé harður eða mjúkur, held- ur aðeins sjá lögun hans, þá er þessi stilling glögg að því er lýtur að lóðningum á fiski. Hér verður spurningin um það í sambandi við kaup á þessum tveimur tækjum, á hvaða dýpi fiskimaður ætlar að stunda veiðarnar. Burgess segir honum, að ódýrara tækið nægi honum fyllilega, ef hann sé yfirleitt ekki á dýpra vatni en 50 föðmum, en sé hann oft að veiða á dýpra vatni geti bað borgað sig fyrir hann að kaupa dýrara tækið. í þessu sambandi er rétt að minna á svar- grein eftir Burgess við spurningu um heppi- legustu senditíðni við veiðar á mismunandi dýpi og mismunandi fisktegunda, en það svar birtist í Ægi 14. tbl. 1973. Með þessari grein Burgess komu fram þau tilmæli Fiskifélags- ins, að fiskimenn hérlendis sendu tæknideild- inni línu eða kæmu og röbbuðu við tæknimenn- ina á Fiskifélaginu um reynslu sína. Það er hvorttveggja mikilsvert atriði, að menn kaupi tæki með sem heppilegastri tíðni miðað við þann fisk, sem þeir veiða og það dýpi, sem þeir veiða á og eins hitt, að þeir kaupi ekki dýrari tæki en þörf er á. Lítill árangur hefur orðið af þessum til- mælum. Það er þó óhjákvæmilegt eftir því sem dýrleiki tækjanna stöðugt vex og um fleiri og fleiri tæki er sífellt að velja, að fiskimenn á hinum ýmsu gerðum flotans reyni að komast að einhverri sameiginlegri niðurstöðu að minnsta kosti í stórum dráttum, um það hvaða tæki séu þeim þénanlegust miðað við kostnað. Ásg. Jak. Æ G IR — 93

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.