Ægir - 01.08.1974, Qupperneq 12
Gagnlegt tæki
1 apríl s.l. fékk ég tækifæri
til að kynnast tilraunageymi
fyrir veiðarfæri í Boulogne.
Þar voru sýndar margar gerð-
ir af botn- og flotvörpum og
hvernig þær unnu á mismun-
andi toghraða. Einnig voru
sýndar allar algengar gerðir
af toghlerum. Hægt var að sjá
hvernig viðkomandi varpa og
hlerar unnu hverju sinni, svo
og hvaða áhrif ýmsar breyt-
ingar höfðu á veiðarfærið, t.
d. stytting eða lenging efri eða
neðri grandara þegar reyndir
voru tvöfaldir grandarar.
Einnig var hægt að sjá hliðstætt ef breytt var höfuð-
línuleggjum eða fótreipum. Algengasta stærð líkan-
anna var 1 á móti 25.
Ég tel mjög nauðsynlegt að koma upp hliðstæðum
tilraunageymi hér á landi. Þar gætu skipstjórnar-
menn reynt hugmyndir sínar á tiltölulega ódýran
hátt, í stað þess að nú eiga þeir þess einan kost að
fórna til þess dýrmætum veiðitíma og alltaf er hætta
á að slíkar tilraunir verði ,kák“ eitt, þar sem alltaf
er verið í kapphlaupi við tímann.Einnig tel ég að slík-
ur tilraunageymir væri mjög nauðsynlegt kennslu-
tæki fyrir stýrimannaskóla. Þar gætu nemendur séð
hvemig veiðarfærið vinnur, en það hefur til þessa
tekið menn mörg ár og oft dýrkeypta reynslu að kynn-
ast því. Með tilkomu stóraukins togaraflota tel ég
tilraunageymi fyrir veiðarfæri bráðnauðsynlegan, bæði
vegna þróunar veiðarfæra og þjálfunar manna á þann
flota. Hans Signrjónsson
Tilrauna- Straum hraði Breidd geym. Hraði Afk.
geymir m/sek k m k m/sek %
1 2 3 4 5 6
Boulogne 0,62 11 1,97 18 0,48 77
Kagoshima 0,80 7 2,00 18 0,48 60
Lorient 1,20 3 2,60 14 0,55 46
Hull 1,50 2 5,00 7 0,78 52
Tafla 1. Samanburður á gegnumstreymisgeymum. Aöalstærðir
fyrir tilraunageyma koma fram í töflunni. I töflunni er gengið
út frá grantonvörpu með 18 m fjarlægð milli rossklafa, og tog-
hraða hn. Reiknað er með að fjarlægð milli rossklafa á vörpu-
likani sé 50% af breidd tilraunageymis.
208 — Æ GI R
in verður mun minni en ef um
dráttargeymi er að ræða
Dráttargeymar hafa þó þá
kosti fram yfir gegnum-
streymisgeyma, að aflþörfin er
minni og, miðað við nokkuð
stóra tilraunageyma, eru þeir
einfaldari og ódýrari í upp-
setningu. Hér er átt við til-
raunageymana sjálfa, fyrir
utan öll mælitæki. Dráttar-
geymar hafa svo þann mögu-
leika umfram gegnumstreym-
isgeymi að framkvæma má til-
raunir með skipslíkön.
Til að lesandinn fái hug-
mynd um þá mismunandi
möguleika, sem þeir tilrauna-
geymar, sem hér hefur verið
lýst, hafa, hefur verið gerður
samanburður á þeim í töflu 1-
Tafla 1. byggist á granton-
vörpu, sem dregin er á 4 hn.
hraða, og sem hefur ca. 18 m
haf milli rossklafa. 1 útreikn-
ingum er gengið út frá að
fjarlægð milli rossklafa (fyrir
líkan) sé um 50% af breidd
tilraunageymis. 1 dálkum 1 og
3 í töflunni eru stærðir fyrir
tilraunageymana, þ. e. mesti
straumhraði og breidd. I dálk-
um 2 og 4 koma fram líkan-
hlutföll, annars vegar út frá
straumhraða og hins vegar út
frá breidd. Eins og sést á töl-
unum er það breidd geymis
sem takmarkar líkanhlutfall-
ið, en straumhraðinn leyfir
minna hlutfall. Eins og sést
á tölunum í dálk 4 getur
stærsti tilraunageymirinn ver-
ið með vörpulíkan af ofan-
greindri vörpu, sem er 2,5
sinnum stærra að lengdarmál-
um en minnstu tilraunageym-
arnir. 1 dálkum 5 og 6 kemur
fram straumhraðinn í geymú
miðað við líkanhlutfall (dálk-
ur 4) og vatnsafköst sem
hundraðshluti af vatnsafköst-
um viðkomandi geymis.