Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 22
LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð nm möskvastærðir botnvörpu og flotvörpu og um lágmarks- stærðir fiskteguncla. No. 104/1974 1. gr. Lágmarksstærð möskva botnvörpu skal vera 135 mm. Þó má lágmarksstærð möskva humarvörpu vera 80 mm og lágmarksstærð möskva rækju- vörpu skal vera 45 mm í vængjum, aftur að fremsta horni neðra byrðis og 36 mm í vængjum, aftan við fremsta horn neðra byrðis, í efra byrði, neðra byrði og poka. 2. gr Lágmarksstærð möskva flot- vörpu skal vera 135 mm. Þó má lágmarksstærð möskva flotvörpu, sem gerð er úr baðmull, hampi, polyamide- trefjum eða polyestertrefjum, vera 120 mm. 3. gr. Þegar möskvi er mældur, skal hann teygður horna á milli eftir lengd netsins. Skal þá flöt mælistika, sem er jafn breið leyfilegri möskvastærð (sbr. 1. og 2. gr.) og 2 mm þykk, komast auðveldlega í gegnum möskvann, þegar net- ið er vott. 4. gr. Ekkert skip má við veiðar nota nokkurn þann útbúnað, sem þrengir eða herpir á nokk- urn hátt möskva þá, sem lýst er í 1. og 2. gr. reglugerðar þessarar. Þó skal ekki teljast ólögmætt: A) að festa segldúk, net eða annað efni undir poka botnvörpu í því skyni að forða eða draga úr sliti. B) til 31. desember 1975 að festa við botnvörpupoka að ofan slitvara eða hlíf- ar, til að koma í veg fyrir slit. Skal um slitvarana eða hlífarnar fara eftir einhverri af þessum upp- talningum: 1. Netbútur með möskv- um, sem ekki eru smærri, þegar þeir eru votir en möskvar nets þess, sem netbútinn á að fest við, að því til- skildu að: a) netbúturinn sé að- eins festur við pokann að framan og á hlið- unum, b) breidd netbútsins sé a. m. k. hálf önnur breidd þess hluta pok- ans, sem hann þekur og er breiddin mæld þvert á langlínu pok- ans og c) ef um pokagjörð er að ræða, nái netbút- urinn ekki lengra fram en sem nemur fjór- um möskvum fram fyrir pokagjörðina og ekki lengra aftur en sem nemur fjórum möskvum fyrir fram- an kolllínumöskva. Ef ekki er um pokagjörð að ræða, má netbútur- inn ekki ná lengra fram en sem nemur þriðjungi lengdar pok- ans, mælt ekki skem- ur en fjórum möskv- um fyrir framan koll- línumöskva. 2. Netbútar með möskv- um, sem eru ekki smærri þegar þeir eru mældir votir, en möskvar nets þess sem bútana á að festa við, og að því tilskildu að: a) hver bútur um sig sé festur að fram- an aðeins þvert á langlínu pokans, b) hver bútur um sig hver bútur um sig skal vera a. m. k. jafn- breiður pokanum og skal breiddin maeld þvert á langlínu pok- ans við samskeytin og c) hver bútur um sig sé ekki lengri en sem nemur 10 möskv- um og fari samanlögð lengd bútanna ekki fram úr tveimur þriðju hlutum lengdar pokans. 3. Netbútur úr sama efni og pokinn, með helm- ingi stærri möskvum en hann, þegar þeir eru mældir votir, fest- ur við pokann að framan, á hliðunum og að aftan, þannig að hver möskvi bútsins falli saman við fjóra möskva pokans. 5. gr. Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2- gr. mega þó skip, er veiða makríl, síld og skyldar teg- undir, loðnu, ál, fjörsung (Trachinus draco), spærlingi sanddsíli, kolmunna eða lin- dýr hafa innanborðs og nota 218 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.