Ægir - 01.08.1974, Side 23
net með smærri möskvum en
þar greinir.
Skipum, sem stunda veiðar
með smáriðnum botnvörpum
eða flotvörpum skv. ákvæðum
L mgr. þessarar greinar eða
með humar- eða rækjuvörpum
skv. ákvæðum l.gr., er það
aðeins heimilt að því tilskyldu
að, a) að slík veiðarfæri noti
skipin aðeins til þess að veiða
þær tegundir sem veiðarfærin
eru gerð fyrir og b) að öllum
fiski, sem í þau fæst og ekki
nær lágmarksstærð þeirri,
Sem lýst er í 6. gr. reglugerðar
þessarar, verði þegar fleygt
útbyrðis.
6. gr.
Bannað er að hirða nokkurn
f^sk, sem er smærri en greint
er hér á eftir. Lágmarksstærð-
m er mæld frá trjónuoddi að
sPorðsenda.
Þorskur (Gadus
morhua morhua) 43 cm
Ýsa (Melano-
grammus aeglefin
us) 40 —
Ufsi (Pollachius
virens) . 45 —
Lýsingur (Merl-
uccius merlucci-
us) 30 —
Skarkoli (Pleur-
oneetes platt-
essa) 34 —
Langlúra (Gypt-
ocephalus cyno-
glossus) 30 —
Þykkvalúra
(Microstomus
kitt) 30 —
Tunga (Solea
solea) 24 —
Sandhverfa
(Psetta maxima 30 —
Slétthverfa
Psetta maxima) 30 —
Stórkjafta (Lep-
idorhombus
whiff) 30 —
Lýsa (Merlangi-
us merlangus
merlangus) .... 40 —
Sandkoli (Lim-
anda limanda) 20 —
Steinbítur
(Anarhichas lup-
us) 40 —
Karfi (Seliastes
marinus) 500 gr.
Einnig er bannað að kaupa
eða selja fisk, sem telst til
þessara tegunda, ef hann er
smærri en segir í þessari
grein. Þrátt fyrir ákvæði þess-
arar greinar má þó 5% af
karfaafla hverrar veiðiferðar
vera undir 500 gr. að þyngd
hver fiskur. Þá skal óheimilt
á tímabilinu 1. nóvember til
15. mars að landa steinbít, sem
nemur meir en 5% af afla
skips i hverri veiðiferð.
7 gr.
Eigi ná ákvæði reglugerðar
þessarar til fiskveiða í þágu
vísindalegra rannsókna né til
fisks, sem í slíkum veiðiferð-
um er veiddur.
8. gr.
Brot gegn ákvæðum reglu-
gerðar þessarar varða refs-
ingu samkvæmt 12. gr. laga
nr. 102 27. desember 1973, um
veiðar með botnvörpu, flot-
vörpu og dragnót í fiskveiði-
landhelginni. Um tilraun og
hlutdeild fer samkvæmt al-
mennum ákvæðum III. kafla
almennra hegningarlaga nr.
19 12. febrúar 1940.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett sam-
kvæmt 9. gr. laga nr. 102 27.
desember 1973, um veiðar með
botnvörpu, flotvörpu og drag-
nót í fiskveiðilandhelginni til
þess að öðlast þegar gildi og
birtist til eftirbreytni þeim,
sem hlut eiga að máli.
Bráðabirgðaákvæði
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2.
gr. reglugerðar þessarar er
heimilt í tvö ár frá gildistöku
reglugerðarinnar að nota þau
botnvörpunet, sem til eru eða
ráðstafanir hafa verið gerðar
til þess að afla fyrir gildis-
töku hennar, enda séu þau
gerð samkvæmt þeim reglum,
sem giltu fyrir gildistöku
reglugerðarinnar.
ÞEIR FISKA
SEM RÖA MEÐ VEIÐARFÆRIN FRÁ
SKAGFJÖRÐ
Æ GIR — 219