Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 6 7. ÁRG. 1 5. TBL. 1 . OKT. 1974 Samræmi milli afkastagetu miðanna og fiskiflotans EFNISYFIRLIT: Samræmi milli afkasta- getu miðanna og fiski- flotans 281 Hið g-jöfula Norður-At- lantshaf 282 Htfluttar sjávarafurðir í ágúst og jan.—ágúst 1974 og 1973 292 Fiskaflinn í janúar 1974 og 1973 294 Löff og reglugerðir: Reglugerð um bann við veiði smásíldar 295 Ri'áðabirgðalög um ráð- stafanir í sjávarútvegi °g um ráðstöfun gengis- hagnaðar 296 Á tækjamarkaðnum: Seafarer sjóísvél 298 Falkland II talstöð 299 Ný fiskiskip: Frosti ÞH 260 Pétur Jóhannsson SH 207 300 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG íslands HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI SlMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA í yfirlitsgrein í 1. tbl. Ægis 1974 um sjávarútveginn og stefnumótun í fiskveiðimálum okkar íslendinga er bent á að skammtíma sjónarmið réðu um of aðgerðum okkar. Eink- um ætti það við um fiskveiði- hagsmuni okkar á fjarlægum miðum. Það hefur oftar ver- ið bent á það í Ægi, að við ætt- um eða gætum haft, hagsmuna að gæta á Norðaustur-Atlants- hafssvæðinu öllu. Það er ekki að efa, að það verða fleiri strandríki en við, sem taka sér umráðarétt yfir víðáttumikl- um fiskislóðum á Norðaust- ur-Atlantshafi og svo getur farið að þetta veiðisvæði skipt- ist upp milli fárra þjóða. Okk- ar hlutur yrði þá ekki eins mikill og margir halda og ljóst er af yfirlitsgrein hér í þessu hefti um heildarafla og afla af einstökum svæðum á Norð- austur-Atlantshafi. Af 9 millj- ónum lesta árlegum afla, er ekki nema um milljón lesta af íslandsmiðum. Sú stefna að búa einvörðungu að afla á eig- in strandmiðum á að vísu fylli- lega rétt á sér og ef henni er haldið ákveðið til streitu er f j arlægðarútfærsla frá strönd- inni eðlileg aðferð til að hrinda því máli í framkvæmd. En eins og áður segir leiðir þessi stefna til þess, að hver þjóð fer að búa að sínu. Svo virðist sem það verði Norðmenn tog Bretar sem draga þá stærst- an hlut í land. Það blasir við, og á það hefur einnig verið bent hér í blaðinu, að ef við miðum framtíðarstefnu okkar í fiskveiðimálum algerlega við að sækja á eigin mið, þá verðum við að miða uppbygg- ingu fiskiflota okkar og af- kastagetu við þau mið. Af- kastageta íslensku fiskimið- anna er að vísu mjög breyti- leg frá ári til árs, en vaxandi þekking okkar á afkastagetu fiskstofnanna við ísland ætti að gera okkur kleift að miða flotastærðina og afkastagetu fiskiflotans við langtímaaf- rakstursgetu fiskstofnanna. Slíkt langtímasjónarmið í af- kastagetu fiskiflotans, þar sem miðað væri við meðalár, eða vel það, gæti vitaskuld haft það í för með sér að við gætum ekki mokað upp öllum þeim afla, sem mögulegt væri að fá í toppaflaárum, en hins vegar væri miklu minna vannýtt af fiskiflotanum en nú er í léleg- um aflaárum og útkoman gæti því orðið okkur hagstæðari yfirleitt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.