Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 22
Bráðabirgðalög um rástafanir í sjávarútvegi og um ráðstöfun gengishagn- aðar. FORSETI ÍSLANDS gjörir kunnugt: Sjávarútvegs- ráðherra hefur tjáð mér, að brýna nauðsyn beri til að gera nú þegar ýmsar ráð- stafanir í sjávarútvegi til þess að gengisbreyting sú, er ákveðin var 29. ágúst s. 1., dugi til að tryggja viðun- andi rekstrarafkomu sjávar- útvegsins og til þess að greiða fyrir ákvörðun nýs fiskverðs frá 1. september s. 1. að telja. Fyrir því eru hér með sett bráðabirgðalög samkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar á þessa leið: 1. gr. Verðlagsráð sjávarútvegsins skal eins fljótt og við verður komið ákveða nýtt lágmarks- verð á öllum tegundum sjávar- afla, samkvæmt lögum nr. 81, 23. júlí 1974 um Verðlagsráð sjávarútvegsins. Hið nýja verð skal taka gildi frá og með 1. september 1974 og gilda ekki skemur en til 31. desember 1974. Við ákvörðun hins nýja verðs skal þess gætt, að hækk- un almenns fiskverðs verði að meðaltali ekki meiri en 11% frá því verði, sem í gildi hefur verið, sbr. tilkynningu Verð- lagsráðs sjávarútvegsins nr. 10/1974. 2. gr. 1. og 2. málsliður 2. gr. laga nr 79/1968 orðist svo: Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn eða afhendir afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fiskkaupandi eða fiskmóttakandi greiða gjald til Stofnfjársjóðs fiskiskipa, er nemi 15% fiskverðs eins og það er ákveðið af Verðlags- ráði sjávarútvegsins. 3. gr. 1. málsliður 4. gr. laga nr. 79/1968 orðist svo: Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal það greiða 21% af heildarsöluverðmæti (brúttó- söluverðmæti) aflans til Stofn- fjársjóðs fiskiskipa. 4. gr. Olíusjóður fiskiskipa skal starfræktur í þeim tilgangi að greiða niður verð á brennslu- olíu til íslenskra fiskiskipa, samkvæmt reglum, sem sjáv- arútvegsráðuneytið setur. Tekjur sjóðsins skulu vera af sérstöku útflutningsgjaldi, sem hér segir: a) 4.0% af f.o.b.-verði út- fluttra sjávarafurða, annarra en saltfisks, skreiðar og þeirra afurða, sem koma frá hval- veiðum, selveiðum og hrogn- kelsaveiðum. b) 5.5% útflutningsgjald af f.o.b.-verði útflutnings salt- fisks og skreiðar. Útflutningsgjaldið reiknast á sama hátt og annað útflutn- ingsgjald af sömu vöru, og setur sjávarútvegsráðuneytið reglur um nánari framkvæmd á ákvæðum greinar þessarar. 5. gr. 1. til 3. tl. 2. gr. laga nr. 19/1973 um útflutningsgjald af sjávarafurðum, orðist svo: 1. Kr. 2400.00 á hvert útflutt tonn greiðist af frystum karfa- og ufsaflökum og þurrkuðum saltufsa. 2. Kr. 4200.00 á hvert útflutt tonn greiðist af saltfiski — öðrum en þurrkuðum ufsa —-, saltfiskflökum, söltuð- um þunnildum, saltfiskbit- um og söltuðum gellum. 3. Kr. 4750.00 á hvert útflutt tonn greiðist af freðfisk- flökum — öðrum en karfa- og ufsaflökum — frystum hrognum, söltuðum hrogn- um ót. a., frystum gellum, skreið, hertum þorskhaus- um og niðursoðnum og nið- urlögðum sjávarafurðum. — Nemi gjald samkvæmt töluliðum 1—3 meiru en svar- 4V2 % af f.o.b.-verðmæti út- fluttrar sjávarvöru, er heimilt að fella niður þann hluta gjaldsins, sem er umfram þetta mark. 6. gr. Töluliðir 1—7 í 3. gr. laga nr. 19/1973 um útflutnings- gjald af sjávarafurðum orð- ist svo: 1. Til greiðslu á vátrygging- ariðgjöldum fiskiskipa, sam- kvæmt reglum, sem sjávarút- vegráðuneytið setur .. 87.8% 2. Til Fiskveiðasjóðs ís- lands.................. 7.5% 3. Til Fiskimálasjóðs 2.0% 4. Til smíði haf- og fiski- rannsóknaskips ........ 1.2% 5. Til byggingar í þágu rann- sóknastofnana sjávarútveg- ins ................... 0.5% 6. Til Landssambands ísl. út- vegsmanna ............. 0.5% 7. Til samtaka sjómanna skv. reglum, sem sjávarútvegs- ráðuneytið setur...... 0.5% 7. gr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 72/ 1969 um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins orðist svo: Tekjur Verðjöfnunarsjóðs skulu vera allt að þremur fjórðu hlutum af verðhækkun, sbr. 7. gr., sem verður á þeim afurðum fiskiðnaðarins til út- flutnings, sem lög þesi ná til. Renna þessar tekjur til við- komandi deilda sjóðsins. 8. gr. 2. málsliður 6. gr. laga nr. 72/1969 um Verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins orðist svo: Verðbætur skulu þó aldrei 296 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.