Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 8
Hið gjöfula Norður-Atlantshaf Glefsur úr skýrslu ICES 1972 1 nýútkominni skýrslu Alþjóðahafrannsókna- ráðsins, the Internatiional Council for Ex- ploration of the Sea, skammstafað ICES er sagt ýtarlega frá aflabrögðum á Norðaustur- Atlantshafi undangenginn ártatug og reyndar einu ári betur, eða frá 1962 til 1972 að báðum árum meðtöldum. Starf ICES beinist að þvi að rannsaka ástand tiltekins hafsvæðis og fisk- tegundanna á því, og síðan kemur í þessu til- viki til kasta Norðaustur-Atlantshafs fisk- veiðinefndarinnar, the North-East Atlantic Commission, skammstafað jafnan NEAFC, að fjalla um takmarkanir á sókninni, ef rannsókn sýnir að þess sé þörf. Það er augljóst, að rann- sókn á stofnstærðum og afkastagetu stofna í hafdjúpunum er ekki auðunnið verk, og því síður, þegar hún þarf að vera svo vandlega unnin og örugg að hægt sé að byggja á henni sóknartakmarkanir, sem gætu haft í för með sér atvinnuleysi eða tekjuskerðingu þúsunda manna. Það er því von að ICES láti sér hægt í örlagaríkum ályktunum og vilji rannsaka allt sem ýtarlegast. Nú bætist það við hina seinunnu rannsókn, að ákvarðanir NEAFC byggjast síðan á samkomulagi margra þjóða og það reynist því engan veginn nóg að fyr- ir liggi í einstökum tilvikum ákveðin niður- staða af rannsóknum ICES, það getur haf- izt langt þóf í NEAFC og málið jafnvel strand- að þar, þannig að lítið sé aðhafst. Það er því að vonum, að ýmsum þjóðum þyki þetta kerfi til stjórnar á sókn all sein- virkt og vilji taka málin í sínar hendur. Það er nú samt í þessu stjórnunarkerfi, sem lausn- ar er að vænta, en ekki í skyndiaðgerðum einstakra þjóða sem þá byggja aðgerðir sín- ar á sérhagsmunum, oft stjórnmálalegs eðlis. Það getur verið nauðsynleg bráðabirgðalausn í einstökum tilvikum en til frambúðar eru þær aðgerðir ekki vænlegar. Fiskurinn geng- ur nefnilega víðast hvar mikið til milli fiski- slóða og virðir ekki línur dregnar af stjórn- málamönnum. Þegar um samliggjandi fiski- slóðir er að ræða verður að nást samkomulag um sóknina. 1 skýrslum sínum skiptir ICES Norðaust- ur-Atlantshafinu í 3 aðalsvæði og auk þess er Eystrasaltið sér. Hér er því um hafsvæði að ræða frá 36° n.br. (Gíbraltar) og norður með allri vesturströnd Evrópu og norður í íshaf, og takmarkast þar að austan við 51° a. 1. en að vestan við 42-44 v. 1. (Hvarf). Á svæðakortinu, sem fylgir þessari grein, eru aðalsvæðin tölusett með arabiskum tölum 1, 2 og 3 og þau afmörkuð með breiðum brotnum línum. Aðalsvæðunum þremur er svo skipt niður í sérsvæði og eru þau merkt á kortinu með rómverskum tölum og afmörk- uð með grönnum heilum línum. Aflaskipting milli aðalsvæðanna þriggja (í lestum): 1962 1972 Aðalsvæði 1: 3.468 þús. (hámark ’66, 4.353 þús.) 4.093 þús. Aðalsvæði 2: 2.020 þús. (hámark ’68, 4.080 þús.) 3.857 þús. Aðalsvæði 3: 711 þús. (hámark ’65, 800 þús.) 727 þús. Eystrasaltið: 433 þús. 713 þús. (hámark) Samtals var því aflinn á Norðaustur-At- lantshafinu 6 milljónir 632 þús. lestir 1962 en 9 milljónir 388 þús. lestir 1972. Það er því ekki um neina smáræðis heild- araflaaukningu að ræða á þessu hafsvæði undangenginn áratug. Hin náttúrulegu skil- yrði, haffræðileg og líffræðileg, eru enn nokk- uð óljós fyrir mönnum á öllu þessu haf- 282 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.