Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 17
það er bara ekki hægt að draga neina almenna
nothæfa ályktun af aflabrögðunum í heild, og
það gera vísindamennirnir sér fyllilega ljóst.
Með hinum hreyfanlega flota, sem nýtir allt
svæðið, hinum stórvirku veiðarfærum sem ná
til fisks á miklu meira dýpi en áður, og fiski-
leitartækjum, sem finna allsstaðar fisk, allt
þetta veldur því að ekki er hægt að bera sam-
an aflabrögð nú síðustu árin við það sem áður
gerðist. Ef það ætti að byggja veiðarnar nú
á fiskiflotanum, sem var að veiðum á Norð-
austur-Atlantshafi á árunum fyrir heims-
styrjöldina, þá er hætt við að aflatölurnar
væru aðrar en þær eru í þessari skýrslu síð-
ustu 11 ára. Þessar stórfelldu breytingar í
sókninni torvelda vissulega starf vísindamann-
anna, þegar um það er að ræða að ákveða
sóknina með hefðbundnum rannsóknaaðferð-
um, þar sem aflatölur frá ári til árs eru snar
þáttur í rannsókninni. Auk þess, sem afli get-
ur aukist vegna breyttrar sóknar, án þess að
hægt sé að segja með vissu, hversu mikinn
þátt hin breytta sókn á í aflaaukningunni, þá
er fiskur, einkum uppsjávarfiskur mjög mis-
veiðanlegur frá ári til árs, og aflabrögð af
þeim sökum, að minnsta kosti á einstökum
fiskislóðum, geta verið villandi þegar um er
að ræða að rannsaka raunverulegt ástand fisk-
stofnanna, sem verið er að veiða.
Nú eru allar horfur á þvi að búið sé að
finna aðferðir til að mæla stofnstærð, að
minnsta kosti uppsjávarfisks, og draga álykt-
anir af þeim mælingum án tillits til afla-
bragða hverju sinni. Þessum aðferðum er far-
iS að beita í sambandi við síldveiðar og
ansjósuveiðar og síðan að ákveða sóknina eða
gera tillögur um ákvörðun sóknarninar sam-
kvæmt því. Við íslendingar höfum af þessu
náin kynni, þar sem eru mælingarnar á ís-
iensku síldarstofnunum. Ef þær mælingar
hefðu ekki verið framkvæmdar væri strax
byrjað að veiða íslensku síldarstofnana og þeir
yrðu veiðanlegir, en ekki beðið þar til stofn-
inn þyldi veiði. Magnmælingarnar við Perú
ættu líka að færa mönnum heim sanninn um
að það er ekki nægjanlegt að stofn sé vel
veiðanlegur og vel aflist. Það getur verið um
hættuástand að ræða fyrir því.
Verk fiskifræðinga er feykilega seinunnið,
en eins og áður segir stendur það til bóta með
nýjum mælingaaðíerðum. Mönnum finnst ár-
nngur litill af starfi fiskifræðinga miðað við
það fjármagn, sem til þeirra er veitt. Hér er
um langtíma vísindastarfsemi að ræða, log
þess er sjaldan von að slíkt starf skili hag-
nýtum árangri frá ári til árs. Með nýrri
tækni við mælingar fiskstofna er þó að verða
mikil breyting á þessu. Líkast til grundvallar-
breyting.
Það er gild ástæða til að binda miklar von-
ir við stofnmælingar með nýjustu tækni og að
þær mælingar geri það kleift að stjórna sókn
meira en verið hefur eftir þoli stofnanna.
Alþjóðahafrannsóknastofnunin — ICES —
hefur lagt mest verk í það undanfarin ár, að
því er lýtur að rannsóknum stofnunarinnar á
fiskstofnum á Norðaustur-Atlantshafi, að
rannsaka ástand síldarstofnanna í Norður-
sjó. Um þær veiðar er mikið fjallað í áður-
nefndri skýrslu, enda er hún beinlínis samin
til undirbúnings samningum í NEAFC um síld-
veiðikvóta og síldveiðitakmarkanir á Norður-
sjávarsvæðinu. ICES tók til starfa í byrjun
þessarar aldar og var ætlað það meginhlut-
verk að vinna að rannsóknum og safna gögn-
um fyrir NEAFC en eins og nafnið bendir
til hefur stofnunin nú allan heiminn að um-
dæmi. Starfið fyrir NEAFC tekur þó mikinn
tíma. Söfnun gagna og úrvinnsla gagna hef-
ur alla tíð verið eitt allsherjar kapphlaup við
tímann. Þegar NEAFC kemur saman í maí
árlega, tekur nefndin saman verkefni, sem
ICES er síðan gert að vinna. Þessi verk-
efnaskrá er svo tekin fyrir á október-fundum
ICES og verkefnum skipt milli hinna 39 vinnu-
hópa ICES. Skýrslum um rannsóknirnar þarf
að skila fullbúnum til útgáfu í febrúar og þeg-
ar búið er að prenta þær, fá meðlimir NEAFC
þær í hendur og sendir þær til meðlima sinna
til að þeir geti athugað þær áður en NEAFC
kemur saman til fundar. Þar sem ICES hef-
ur svipuðum störfum að gegna fyrir fleiri
slíkar fiskveiðinefndir, þá eru starfsmenn
ICES að sögn mjög önnum kafnir og full-
hertir með að geta skilað af sér viðhlítandi
gögnum í tíma. Það er þó mikils vert að þeir
geri það, því að t. d. Norðursjávarveiðarnar
eru ákveðnar frá ári til árs eftir ályktunum
ICES, það er að segja að svo miklu leyti sem
samkomulag næst í NEAFC.
Á undanförnum árum hafa það aðallega
verið tveir menn, sem borið hafa hita og
þunga dagsins í störfum ICES fyrir NEAFC.
Það eru þeir Arthur J. Lee frá Lowestoft og
J. Möller Christensen í Kaupmannahöfn. Marg-
Framhald á bls. 297.
ÆGIR — 291