Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 21
LÖG ÖG REGLUGERÐIR
Reglugerð
um bann við veiði smásíldar.
1. gr.
Bannað er að veiða smásíld,
25 cm að lengd eða minni, sé
hún verulegur hluti síldarafla
fiskiskips.
Lágmarksstærð síldar er
mæld frá trjónuodda að
sporðsenda.
2. gr.
Fái fiskiskip síldarkast, sem
hersýnilega er að mestu leyti
smásíld, 25 cm. að lengd eða
minni, þá er skipstjóra fiski-
skipsins skylt að sleppa síld-
mni þegar í stað úr nótinni.
3. gr.
Sé skipstjóri fiskiskips í
vafa um hlutfall smásildar í
aflanum, þá ber honum, áður
en verulega hefur verið þrengt
að síldinni í nótinni, að taka
sýnishorn af aflanum í smá-
niðinn háf og mæla 100 síldir
valdar af handahófi. Reynist
meira en 50 síldir, 25 cm. að
lengd eða minni, ber honum að
sleppa síldinni þegar í stað.
Ef fyrirhugað er að setja
síld um borð í síldarmóttöku-
skip, er skipstjóra þess skylt
að ganga úr skugga um að
helmingur síldarafla hvers ein-
staks veiðiskips fullnægi
stærðarmörkum 1. mgr. Stærð-
arhlutföllin skulu prófuð á
þann hátt, sem í 1. mgr. segir.
Sýni þessar prófanir, að
helmingur síldaraflans sé síld
25 cm. eða minni, skal skip-
•stjóra síldarmóttökuskips ó-
heimilt að taka síldina í sild-
armóttökuskipið.
4. gr.
Nú kemur síldveiðiskip eða
síldarmóttökuskip með síldar-
farm til hafnar blandaðan
smásíld og er þá síldarmót-
takanda skylt að ganga úr
skugga um, hvert sé hlutfall
smásíldarinnar í aflanum, á
þann hátt að tekin skulu þrjú
sýnishorn valin af handahófi
með 100 síldum í hverju. Sé
hlutur smásíldar, samanber 1.
gr. að meðaltali úr þessum
þremur sýnishornum meiri en
55%, skal síldarmóttakandi
gera Fiskmati ríkisins aðvart,
sem síðan gengur úr skugga
um stærðarhlutföllin á sama
hátt og að framan greinir og
kærir hlutaðeigandi skipstjóra
veiðiskips eða síldarmóttöku-
skips til sekta, sé hlutur smá-
sildarinnar yfir 55%.
5. gr.
Sjávarútvegsráðuneytið veit-
ir, að fengnu áliti Hafrann-
sóknastofnunarinnar og Fiski-
félags íslands, leyfi til veiði
smásíldar, 25 cm. að lengd eða
minni, til niðursuðu eða ann-
arrar vinnslu til manneldis eða
til beitu. Leyfi þetta má binda
skilyrðum, sem nauðsynleg
Þykja.
6. gr.
Fiskmat ríkisins skal hafa
eftirlit með því, að ákvæðum
þessarar reglugerðar sé fylgt.
7. gr.
Brot gegn ákvæðum reglu-
gerðar þessarar varða sekt-
um samkvæmt lögum nr. 44,
5. apríl 1948 með síðari breyt-
ingum, og skal með mál út af
brotum farið að hætti opin-
berra mála.
Ákvæði til bráðabirgða.
Á tímabilinu 1. september
3974 til 15. september 1975
eru síldveiðar með öðrum veið-
arfærum en reknetum bannað-
ar á svæði fyrir Suður- og
Vesturlandi frá línu, sem dreg-
in er í réttvísandi suðaustur
frá Eystra Horni suður um >og
vestur fyrir að línu, sem dreg-
in er í réttvísandi norðvestur
frá Rit.
Þó eru síldveiðar með rek-
netum á þessu svæði því aðeins
heimilar, að möskvastærð net-
anna sé minnst 63 mm., þegar
möskvinn er mældur í votu
neti, teygður horna á milli eft-
ir lengd netsins. Komist flöt
mælistika 63 mm. breið og 2
mm. þykk auðveldlega í gegn
þegar netið er vott.
8. gr.
Reglugerð þessi er sett sam-
kvæmt 1 gr. laga nr. 44, 5.
apríl 1948, um vísindalega
verndun fiskimiða landgrunns-
ins, til að öðlast gildi þegar
í stað, og birtist til eftir-
breytni öllum þeimð sem hlut
eiga að máli. Jafnframt er úr
gildi felld reglugerð nr. 7, 22.
febrúar 1966 um bann við veiði
smásíldar með síðari breyting-
um í reglugerðum nr. 4, 28.
janúar 1972 og nr. 218, 25.
júní 1973.
S j ávarútvegráðuney tið
19. ágúst 1974.
Lúðvík Jósepsson
Þórður Ásgeirsson
Æ GIR — 295