Ægir - 01.10.1974, Blaðsíða 24
Seafarer
sjóísvél
Allmargir nýju skuttogar-
arnir eru búnir ísvélum og
eru það einkum hinir svo-
nefndu „minni“ skuttogarar.
ísvélar þessar má aðgreina í
tvo flokka, annars vegar ís-
vélar, sem framleiða ís úr
ferskvatni og hins vegar ís-
vélar, sem framleiða ís úr salt-
vatni (sjó). Samtals hafa ver-
ið byggðir 34 skuttogarar fyr-
ir íslendinga, miðað við sept-
emberlok s. 1., og er um helm-
ingur þeirra, eða 16 talsins,
búinn ísvélum. Af ofangreind-
um 16 skuttogurum eru fersk-
vatnsísvélar í 10 þeirra, en 6
skuttogarar, sem ailir eru
byggðir í Japan, eru með sjó-
ísvélar um borð. Upphaflega
voru settar ísvélar í 7 af jap-
önsku skuttogurunum, en einn
af þessum skuttogurum, Arnar
HU, notaði aldrei vélina og
fór umrædd ísvél um borð í
annan japanskan skuttogara,
Pál Pálsson ÍS, sem nú er bú-
inn tveimur ísvélum. Auk of-
angreindra 16 skuttogara er
einn skuttogari, sem keyptur
var notaður til landsins, með
ferskvatnsísvél.
Einn af japönsku skuttog-
urunum, Hvalbakur SU 300, er
búinn ísvél af Seafarer-gerð,
en í hinum 5 er ísvél af jap-
anskri gerð. ísvélin í Hvalbak
SU er framleidd af bandaríska
fyrirtækinu Environmental
Control Inc., Eongwood Flor-
ida, og er fyrsta ísvélin af
þessari stærð (gerð TE 16),
sem fyrirtækið framleiðir. ís-
vélin í skuttogaranum Hval-
bak er þó ekki fyrsta Seafarer
ísvélin, sem sett er í íslenskt
fiskiskip, því árið 1970 voru
settar þrjár Seafarer ísvélar í
m/s Ásgeir Kristjánsson SH
235, og var þar um að ræða
samstæður með 1 t afköst
hver á sólarhring. Einu ári
síðar var svo sett 5 t Sea-
farer ísvél í m/s Hafdísi SU
24.
Þar sem nú er hafin fram-
leiðsla á Seafarer ísvélum hér
á landi er ekki úr vegi að
kynna þær lítillega. Það er fyr-
irtækið Stálver s.f. í Reykja-
vík, sem tekið hefur að sér
framleiðsluna og hefur fyrir-
tækið nýlokið við fyrstu isvél-
ina, sem er af sömu gerð og
stærð og ísvélin í Hvalbak SU-
Þessi fyrsta samstæða frá
Stálveri s.f. verður sett í ný-
smíði Stálvíkur h.f. nr. 23, 314
rúmlesta skuttogara, sem ver-
ið er að byggja fyrir Guðmund
Runólfsson og fleiri á Grund-
arfirði.
Meðfylgjandi mynd sýnir
Seafarer TE 16 ísvélina sem
Stálver hefur hafið framleiðslu
á. Aðalhlutar ísvélarinnar eru,
eins og í öllum kælikerfum,
kæliþjappa, eimsvali (kond-
ensator) og eimir (fordamper)
eða uppgufunarhluti samstæð-
unnar, og eru allir þessir hlut-
ar sambyggðir á ramma. Sam-
stæðan hefur eftirfarandi mál:
298 — ÆGIR