Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1975, Side 24

Ægir - 01.02.1975, Side 24
Autofisker, sjálf- virk færavinda Norska fyrirtækið Fiskeri- automatikk A/S í Sortland hefur framleitt sjálfvirka færavindu síðan 1964. Þótt liðin séu um 10 ár síðan þessi vinda kom fyrst á markaðinn hefur hún ekki náð útbreiðslu í íslenzkum fiskiskipum. Á bls. 39 er lýsing á tveimur nýjum fiskiskipum, sem afhent voru á s. 1. ári, Brynjari IS 61 og Margréti Þorvaldsdóttur ST 95, en bæði þessi skip eru bú- in vindum af þessari gerð. Á s. 1. sumri voru settar Auto- fisker vindur í tvo báta frá Hólmavík, Guðrúnu Guð- mundsdóttur ST 118 og Sigur- björgu ST 55, 3 vindur í hvorn bát. Einnig má geta þess að sumarið 1973 var sett ein vinda í m/s Örn ÍS 18 til reynslu og var hún einnig í gangi s. 1. sumar í umræddum bát. Vindan er drifin af 180 W jafnstraumsmófcor, 12 eða 24 V, með gír. Snúningshraði driföxuls er 50—75 sn/mín, sem gefur sama snúnings- hraða á færaskífu. Á vindu- ásnum er 3 kgm rafsegul- tengsli og er tengsli þetta að- alhluti sjálfvirkninnar. AUt drifkerfið ásamt stýrikerfi er innbyggt í kassa úr trefja- plasti með loki úr seltuþolnu áli. Á lokinu er stjórnbúnaður eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Stjómbúnaður samanstend- ur af allmörgum snerlum og rofum og mætti þar nefna: aðalrofa neðst til hægri á lok- inu; „tengslarofa“ efst fyrir miðju og dýpisstillingu, vísir lengst til hægri. Aðrir snerlar eru fyrir skakstillingu (skak- lengd, skakhraði), átaksstill- ingu og sjálfvirkan drátt. Ytri mál vindunnar eru ca. 30 x 30 x 75 cm og þyngdin um 60 kg. Vinnuaðferð vindunnar er í stórum dráttum eftirfarandi: Dýpisvísir er stilltur á veiði- dýpi (0—170 faðmar) og fær- inu rennt út með því að þrýsta á tengslanofa og stanzar fær- ið er dýpisvísir kemur á „0“. Þá byrjar vindan að skaka skv. stillingu þangað til færið þyngist yfir stillt hámark. Færið dregst sjjálfkrafa inn þegar ákveðnum stillanlegum þunga er náð og stanzar slóð- inn við yfirborð. Ekki er starfrækt neitt um- boð hér á landi fyrir Auto- fisker, en framleiðandi hefur haft samband við hóp manna víðsvegar um landið, sem ann- ast milligöngu við framleið- anda. Verð vindunnar er ca. 8.000 N. kr. F. O. B. eða um 190.000 ísl. kr. miðað við nú- verandi gengi. Framleiðandi veitir eins árs ábyrgð. 38 — Æ GIR J

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.