Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1975, Síða 8

Ægir - 15.04.1975, Síða 8
Sjávarútveguriim 1974 Hér birlast lokag'rcinarnar í g'rcinaflokknuin uni sjávui'úiveqinn 1974 Gunnar Guðjónsson: Hraðfrystiiðnaðiarinn 1974 Árið 1974 byrjaði illa fyrir íslenzka hraðfrystiiðnaðinn. Qm svipað leyti og kjarasamningar voru undirritaðir við verkalýðshreyfing- una, 26. febrúar 1974, var verðlag á frystum sjávarafurð- um, einkum á fisk- blokkum, að lækka á mikilvægasta mark- aðssvæðinu Banda- ríkjunum. 1 lengstu lög höfðu menn verið að vona, að ekki kæmi til verðlækkunar á þess- um markaði, sem í fjölda ára hefur tekið við meiru en % hluta af öllum útflutningi tslend- inga á frystum fiskflökum og fiskblokkum á stöðugt hærra verði. En innri efnahags- vandamál Bandaríkjamanna, verðbólga og mikið atvinnuleysi voru komin á svo alvar- legt stig síðla árs 1973 og í upphafi ársins 1974, að samdráttaráhrif voru farin að gera vart við sig á flestum sviðum viðskipta og at- vinnulífs í Bandaríkjunum, þ. á m. í sölu hraðfrystra sjávarafurða. Birgðir söfnuðust fyrir og sölutregðu gætti, er jókst eítir því sem á árið leið. Ofan á óraunsæja kjarasamninga er gerðir voru í ársbyrjun, lagðist hið erfiða ástand markaðanna með fullum þunga á hraðfrysti- iðnaðinn og voru rekstrarerfiðleikar orðnir mjög miklir þegar vorið 1974. Stjórnvöldum 114 — Æ GIR var þetta ljóst, en vegna óvissu í stjórnmálum dróst það fram á haust að gripið væri til nægilega róttækra efnahagsaðgerða til a® mæta vanda útflutningsatvinnuveganna. Þ° höfðu verið sett bráðabirgðalög í maí 1974, er fólu í sér nokkurt viðnám gegn stöðugt vaxandi verðbólgu er var að sliga atvinnU" vegina. Þrátt fyrir framangreindar aðgerðu og nokkurt gengissig á árinu kom í ljós undm lok ársins að enn var frekari aðgerða þörf, eí útflutningsatvinnuvegimir áttu ekki að stöðv- ast. Eigi er enn vitað, hvað árið 1975 muni bera í skauti sínu hvað varðar rekstur og afkomu harðfrystiiðnaðarins. Óvissuatriðin eru mörg- Eigi er enn séð fyrir endann á því hvort tak- ast muni að hægja á verðbólguhjólinu, en Þa0 er algjör forsenda þess að unnt sé að reka hraðfrystihús landsins með eðlilegum haettr Þá er ekki að vita hvernig markaðirnir kunna að þróast. Miklir erfiðleikar eru á sölu hrað- frystra sjávarafurða í Vestur-Evrópu og erfht að segja fyrir um, hvernig mál kunna að þróast í Bandaríkjunum. Framleiðslan. Árið 1974 voru svo til öll hraðfrystihuS landsins orðnar aðilar að Sölumiðstöð hrað' frystihúsanna og Sjávarafurðadeildar SlS- Framleiðsla þessara aðila s. 1. ár er þesS vegna því sem næst heildarframleiðsla þjó®' arinnar á hraðfrystum sjávarafurðum 11 rætt ár, en hún var samtals 94.307 smálestm, sem var 5.391 smálest eða 6,0% meira en árið áður. Eftir helstu afurðaflokkum hefur frarn' leiðsla S. H. og SÍS verið sem hér segir s. 2 ár;

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.