Ægir - 15.04.1975, Side 12
gaffalbitar ................. 11.6%
aðrar vörutegundir:
hrogn ..................... 9.12%
rækja ........................ 8.4%
þorskalifur .................. 5.1%
c. þrjár verksmiðjur framleiða 73.6%
hedldarútflutnings (verðmæti)
K. Jónsson & Co. h/f .... 36.8%
Norðurstjarnan h/f .......... 27.5%
Arctic h/f ................... 9.3%
Þessar tölur bera óneitanlega vitni um
mokkuð veika og einhliða undirstöðu bæði í
markaðsmálum og framleiðslunni. Látum á það
nánar.
a. Skiptingin eftir löndum með 80% út-
flutningsins á 3 lönd sýnir talsvert veika
markaðsstöðu. Það kemur í Ijós, að næstum
enginn útflutningur hefir verið til hefðbund-
inna markaðssvæða eins og Norður- og Vest-
ur-Evrópu. Veikleiki þessarar stöðu kemur
einkum fram í byrjun ársins 1975, þegar hin
efnahagslega og viðskiptalega kreppa fer að
gera vart við sig og útlit er fyrir að enginn
útflutningur verði til Japans á því ári og al-
varlegur samdráttur er í viðskiptum við
Bandaríkin, enda er markaðsstaða S. L. þar
enn ekki traust, eftir aðeins eins árs sölu-
starfsemi á bandaríska markaðnum.
Aðalástæðan fyrir hinum takmarkaða ár-
angri á mörkuðum Vestur-Evrópu eru hinir
háu tollar í löndum Efnahagsbandalags
Evrópu, vegna þvingunaraðgerða Vesturþjóð-
verja. Þannig hefir svo til enginn útflutning-
ur verið á kaviar til Frakklands og ítalíu
á árinu 1974 og hrognasala dregist alvarlega
saman á Bretlandsmarkaði. Sölustofnun lag-
metis verður að horfast í augu við þá alvar-
legu staðreynd, að engin breyting mun verða
hér á til batnaðar, fyrr en tollar hafa verið
lækkaðir í samræmi við þá sérsamninga, sem
íslendingar gerðu við Efnahagsbandalagið
fyrir h. u. b. tveim árum, sem stuðla að stig-
lækkandi tollum og endanlega að algjörri
niðurfellingu tolla á mikilvægum vörutegund-
um, svo sem kaviar og rækju.
Það sem veldur takmörkuðum söluárangri á
Norðurlöndum, auk tollamúrsins, sem mynd-
ast hefur milli íslaæds og Danmerkur, er
hversu fátæklegt það vöruval er, sem íslenski
lagmetisiðnaðurinn hefir á boðstólum. Sést
þetta greinilega, þegar litið er á útflutning
eftir vörutegundum.
b. Um 73.5% af heildarútflutningsverðmæti
kemur á fjórar vörutegundir, en þrjár þeirra,
sem gera 58% af heildarútflutningi, eru
hvergi seldar nema í þeim þremur viðskipta-
löndum, sem um getur í lið a. Þær eru loðna
(Japan), kippers (Bandaríkin) og gaffalbit-
ar (Sovétríkin).
Ekki þarf að undirstrika hversu mjög þess-
ar þrjár vörutegundir eru háðar efnahagsað-
stæðum í þeim löndum, sem hér greinir. Til
viðbótar koma svo þrjár vörutegundir, rækja,
hrogn og þorskalifur, en ekki var nægilegt
magn framleitt á árinu af þessum vörutegund-
um. En það segir sig sjálft, að ekki naest
söluárangur í niðursuðuvörum, nema hægt se
að bjóða breiða framleiðslulínu, og sú fram-
leiðslulína verður að henta hinum ýmsu
markaðssvæðum. Ljóst er því, að framleiðsl-
an hvílir enn sem komið er á allt of veikum
grunni, til að hægt sé að ná árangri í sölu-
Nú er ekki þar með sagt, að S. L. geti selt
allt, sem framleiðslan hefir boðið, en hitt er
jafnvíst, að breiðari framleiðslulína frá ís-
lenzku lagmetisiðjunum er forsenda frekari ár-
angurs.
c. Árið 1974 flutti S. L. út vörur frá H
verksmiðjum. 1 þeim útflutningi áttu 3 verk-
smiðjur 73.6% og sýna þær tölur að enn vant-
ar mikið á breidd og þrótt í lagmetisiðnað-
inum í heild, til að hægt sé að fylgja eftir þvl
átaki í markaðsmálum, sem verið er að gera-
Engum dylst, að erfitt er fyrir litlar og fú'
vana verksmiðjur að gera stórátök í endur-
bótum og fjárfestingu, meðan markaðshorf-
ur eru þrátt fyrir allt óljósar. Hér er gamlu
spurningin um hvort komi fyrst, eggið eða
hænan. Verður þá kannske ljósara en áður
mikilvægi þess, að stilla saman þeim átökum,
sem verið er að gera í sölumálum og þróuu
iðnaðarins, því hvorugt getur dafnað án hins-
í heild er erfitt að draga niðurstöður at
reynslu ársins 1974 eða spá um framtíð lag'
metisiðnaðar á íslandi á næstu árum. Til ÞesS
er enn of mikið brautryðjendastarf óunnið,
bæði í sölumálum og úti í verksmiðjunum-
Telja verður þó, að viss lærdómsrík skref hafj
verið stigin. Af starfi S. L. fram til þessa vil
greinarhöf. draga þá ályktun, að það upP'
byggingarstarf, sem Sölustofnun er ætlað a
vinna, taki mörg ár og sé raunar óhugsandt
án þess frumkvæðis og aðstoðar, sem ríkis'
valdið veitti þessum iðnaði með lögum um
Sölustofnun lagmetis.
118 — ÆGIR