Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 26

Ægir - 15.04.1975, Blaðsíða 26
Huginn VE 55 30. janúar s. 1. kom Huginn VE 55 í fyrsta sinn til heima- hafnar sinnar, Vestmanna- eyja. Huginn VE er systur- skip Gullbergs VE, byggt hjá Baatservice Verft A/S, Man- dal Noregi, smíðanúmer 617, og er nr. 2 í raðsmíði 4ra skipa hjá stöðinni fyrir inn- lenda útgerðaraðila. Eigandi skipsins er Huginn h.f. Vest- mannaeyjum. Huginn VE er útbúinn til nóta-, tog- og netaveiða og er 347 rúmlestir að stærð. Mesta lengd 43.17 m, breidd 8.20 m og dýpt að aðalþilfari 4.20 m. Aðalvél, 990 hö, og skipti- skrúfubúnaður er frá Wich- mann, hjálparvélasamstæður eru tvær frá Scania, 175 ha með 130 KVA rafölum, en auk þess er Deutz hafnarljósa- vél. Tvær 150 ha Ulstein hlið- arskrúfur eru í skipinu. Vindubúnaður er frá Fish and Ships Gear, kraftblakkar- kerfi frá Triplex of fiskidæl- ur frá Rapp. Skipið er búið Ulstein and- veltigeymum, Atlas fersk- vatnsframleiðslutæki og Fin- sam ísvél. Af tækjum í brú má nefna 100 sml. ratsjá og þráðlausa netsjá frá Furuno; sjálfvirkan Loran C og dýpt- armæla frá Atlas; Simrad Havsonar og fjarskiptatæki frá Sailor. Að öðru leyti vísast í lýs- ingu á Gullbergi VE (sjá 4. tbl. ’75), en þessi tvö skip eru að öllu leyti eins, bæði fyrirkomulag og tækjabúnað- ur. 1 þeirri lýsingu slæddust þó inn villur, sem rétt þykir að leiðrétta. 1) Mál á tog- tromlum eru 325 mm° x 1200 mm“ x 1350 mm; 2) losunar- krani framan við yfirbygg' ingu er Hiab 1560 (stærsta gerð), en aftast á bátaþilfari er Hiab 950; 3) örbylgjustöð er af gerðinni Sailor RT 143. Skipstjóri á Hugin VE er Guðmundur Ingi Guðmunds- son, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar, og 1. vélstjóri er Óli Sveinn Bernharðsson. ÞEIR FISKA SEM RÓA MEÐ VEIÐAFÆRIN FRÁ SKAGFJÖRÐ 132 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.