Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 5
ÉFNISYFIRLIT: RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 68.ÁRG.19TBL. 1. NÓVEMBER 1975 Hirðir ágóðann, en neitar að borga tapið Hirðir ág'óðann, en neit- ar að borga tapið 321 • Ásgeir Jakobsson: Hvalveiðar íslendinga til forna. Framhald 322 Fiskaflinn í maí og jan.—maí 1975 og 1974 326 • utfluttar sjávarafurðir 1 agúst og janúar—ágúst 1975 og 1974 328 • tJtgerð og aflabrögð 330 • Heildaraflinn 1/1—30/9 1975 334 Erlendar fréttir 335 Forsíðumynd: Fanney ÞH 130 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG ÍSLANDS HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELfSSON (ábm.) JÓNASBLÖNDAL AUGLÝSINGAR; GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 1000 KR. PR. ÁRG . KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA í 17. tbl. Ægis var lítillega rætt um það, að þjóðin fylgdi alltaf auknum tekjum sjávar- útvegsins og fiskframleiðsl- unnar upp á við, en aldrei minnkandi tekjum þessa út- flutningsatvinnuvegar. Þar sem útflutningur er svo mikill þáttur í þjóðarframleisðlu okkar og þjóðarbúskap, því að við þurfum meira en aðrir að flytja inn nauðþurftir okkar, og þar af leiðandi einnig að flytja meira út hlutfallslega en almennt gerist með þjóð- um, þá getur þessi háttur þjóðarheildarinnar ekki geng- ið endalaust, að hirða alltaf gróðann af útflutningsat- vinnuvegunum jafnharðan og hann myndast, en neita síðan að taka á sig tap, eða rýrnun útflutningsverðmætisins, þeg- ar um það er að ræða. Ef sjávarútveginum og fisk- framleiðslunni er ekki leyft að safna í sjóði, þegar vel geng- ur, þá er þess engin von, að þessir atvinnuvegir geti tekið á sig af eigin rammleik tapið, þegar verðfall eða aflabrestur verður. Þetta er vonandi hverjum manni skiljanlegt. Það þarf því varla nokkurn að undra, þótt nú horfi illa fyrir útvegnum og fiskframleiðsl- unni, þegar þessir atvinnuveg- ir koma út úr góðærinu 1972/ 74 með alla sjóði ýmist tóma eða létta og lítið upp á að hlaupa nú, þegar verðfall hef- ur orðið og afli rýrnað frem- ur en hitt, og kostnaður, bæði innlendur og erlendur, stór- aukizt. Þar sem andstaða var öflug gegn því hjá þjóðinni allri að taka tillit til lækkandi verð- lags, aukins kostnaðar og rýrnandi afla, þá hefur ríkis- valdið ekki talið sig hafa bol- magn til að krefjast þess að þjóðin öll tæki nú á sig tapið líkt og hún áður hirti ágóð- ann og hefur gripið til þess ráðs, að láta útflutningsgjöld jafna metin. Nú virðist, sem þessi leið sé ekki fær lengur. Þegar harðnar í ári fyrir út- flutningsframleiðslunni sýnist skynsamlegra að reyna að örva hana með því að lækka útflutningsgjöld fremur en auka þau. En hvar á þá að taka peningana til að fjár- magna taprekstur? Hjá þjóð- inni allri. Hún verður að fara að skilja þessa staðreynd, að það gengur ekki að hirða ágóðann af atvinnuveginum og neita síðan að taka þátt í tap- inu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.