Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 14
Utgerð og aflabrögð SUÐUK- OG SUÐVESTURLAND í september 1975 Gæftir voru víðast mjög stirðar og afli minni bátanna lítill. Aflinn alls í mánuðinum varð 6.974 (5.515) lestir af bolfiski, 466 (326) lestir af hörpudiski, 1.853 (2.277) lestir af spærlingi og 174 (424) lestir af síld til fryst- ingar, veidd í reknet. Auk þessa lönduðu togarar 8.037 (6.691) lestum, allur afli er miðaður við óslægðan fisk. Tölur innan sviga eru frá fyrra ári. Aflinn í einstökum verstöðvum: Hornafjörður. Þar lönduðu 8 (11) bátar fiski, 418 (319) lestum auk síldarbáta og tog- arans Skinney, sem landaði 275 lestum. Gæft- ir voru stirðar. Vestmannaeyjar. Þar lönduðu 51 (36) bátur afla, 1.269 (1.201) lestum af bolfiski, 333 (827) lestum af spærlingi, auk þessa landaði Vestmannaey 288 (313) lestum. Gæftir voru stirðar. Stokkseyri. Þar stunduðu 7 (8) bátar veið- ar, allir með botnvörpu, og öfluðu alls 114 (17) lestir af blönduðum fiski. Gæftir voru stirðar. Eyrarbakld. Þar lönduðu 7 (7) bátar afla, alls 80 (111) lestum. Gæftir voru stirðar. Þorlákshöfn. Þar landaði 21 (26) bátur afla alls 409 (566) lestum af bolfiski og 1.520 (1.156) lestum af spærlingi. Gæftir voru stirð- ar. Grindavík. Þar stunduðu 30 (35) bátar veið- ar, flestir með botnvörpu. Aflinn alls varð 695 (850) lestir af blönduðum fiski. Gæftir voru stirðar. SandgerSi. Þar stunduðu 37 (24) bátar veið- ar, flestir með botnvörpu og handfæri, aflinn 330 — Æ GI R varð alls 751 (436) lest. Gæftir voru stirðar. Keflavík: Þar lönduðu 40 (27) bátar afla, sem stunduðu veiðar með línu, netum og botn- vörpu og öfluðu alls 745 (396) lestir af blönd- uðum fiski. Auk þessa lönduðu 4 (4) togarar afla, alls 1.266 (1.106) lestum. Gæftir voru stirðar. Vogar. Þar stunduðu 2 (2) bátar veiðar og öfluðu 39 (18) lestir. Gæftir voru stirðar. Hafnarf jörður. Þar stunduðu 7 (6) bátar veiðar, allir með botnvörpu og öfluðu alls 595 (269) lestir. Auk þess lönduðu 6 (6) togarar afla úr 10 veiðiferðum, alls 1.615 (1.185) lest- um. Gæftir voru stirðar. Keykjavík. Þar lönduðu 17 (15) bátar, sem flestir stunduðu botnvörpu, aflinn varð 240 (425) lestir. Auk þessa lönduðu 11 (8) togar- ar 3.939 (3.361) lestum úr 18 (12) veiðiferð- um. Gæftir voru stirðar. Akranes. Þar lönduðu 8 (4) bátar afla 19^ (222) lestum. Auk þess 2 (3) togarar 494 (726) lestum úr 5 (5) veiðiferðum. Gaeftit voru stirðar. Rif. Þar stunduðu 17 (13) bátar veiðar, flestir með línu og net og öfluðu 258 (97) lest- ir. Gæftir voru stirðar. Ólafsvík. Þar stundaði 21 (14) bátur veið- ar, flestir með botnvörpu og öfluðu alls 81 (261) lestir. Gæftir voru stirðar. Grundarfjörður. Þar stunduðu 10 (6) bátai veiðar, allir með botnvörpu og öfluðu alls 30 (159) lestir. Ennfremur landaði togarinn Runólfur 161 lest. Gæftir voru stirðar. Stykkishólmur. Þar stunduðu 5 (5) bátar veiðar með skelplóg og öfluðu alls 466 (32 ) lestir af hörpudiski og 1 (0) bátur veiðar me botnvörpu og aflaði alls 54 (0) lestir af f‘s L Gæftir voru góðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.