Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 18
HEILDARAFLINN 1/1-30/9 1975 Bráðabirgðatölur, skv. aflafréttuvi JEgis 1975 1974 Jan./sept. Jan./sept. lestir ósl. lestir ósl. ÞORSKAFLI: a) Bátaafli: Hornafj./Stykkish. . . . 149.581 147.719 Vestfirðir 26.772 27.292 Norðurland 18.561 22.075 Austfirðir 13.870 12.285 Landað erlendis 437 2.060 Samtals 209.221 211.431 b) Togaraafli: Síðut., landað innanl. 8.198 15.039 Síðut., landað erl. . . . 156 3.535 Skutt., landað innanl. . 133.171 95.356 Skutt., landað erl. . . . 1.561 6.207 Samtals 143.086 120.137 Þorskafli, samtals 352.307 331.568 II. SÍLDARAFLI: Landað innanlands . . . 1.206 632 Landað erlendis 9.756 26.018 Samtals 10.962 26.650 III. LOÐNL/AFLI: Landað innanlands .. . 460.009 462.832 Landað erlendis 40.309 419 Samtals 500.318 463.251 IV. Rækjuafli ■ . Samtals 3.314 3.563 V. Hörpudiskur Samtals 1.745 1.455 VI. Humarafli . Samtals 2.307 1.997 VII. Annar afli (spærl.) 2.176 11.526 Heildaraflinn Samtals 873.129 840.010 Leiðréttar tölur Ægis 1/1—30/9 1974 I. Þorskafli ................... 341.285 II. Síldarafli ................... 26.455 III. Loðnuafli ................. 464.685 IV. Rækjuafli ................... 3.999 V. Hörpudiskur ................... 1.541 VI. Humarafli ................... 1.975 VII. Annar afli (makríll, spærl. o.fl.) 5.122 Heildaraflinn alls 845.062 lestir Þess ber að geta, að 15.814 lestir loðnu veiddust við Nýfundnaland í júní og júlí og 24.495 lestir í Barentshafi í ágúst og september. Hvalveiðar . . . Framhald af bls. 325 hías, sem fundust fyrir utan fjörðinn, og fékk hann skotmannshlut úr þeim. Síðasta hvalinn, sem veiddur hefur verið hér við land með þessum hætti, járnaði Matthías, bróðir minn, haustið 1894. Hvalkýr þær, sem Arnfirðingar áttu þessi sérkennilegu „skipti“ við komu inn á fjörð- inn með kálfa sína ár eftir ár. Þeim var jafn- vel gefin sérstök nöfn og þekktust þær á viss- um einkennum. Hornfiskreyðar tvær, „Skeifa' 'Og ,,Halla“, komu lengi inn á fjörðinn. Þær sporðstungu, sem kallað var, réttu sporðinn beint upp, þegar þær stungu sér í djúpkafið- ,,Skeifa“ þekktist á sporðinum og dró nafn sitt af honum, voru sporðblökurnar meira vaxnar inn á við en á öðrum hvölum. „Halla“ var með hægri sporðblökuna styttri en þá vinstri, og dró þar af nafnið. Hornfiskreyðar eru mjög feitlagið hvalakyn, gráleitt á kviðnum. Hval- kálfarnir undan þessum reyðum voru 18—20 álna langir, að undanskyldum þessum eina, sem var 14 álnir og áður er getið. „Króka“ var langreyður með hátt horn, krókbogið. Þetta hvalakyn er mjórra '°g lengra, með þynnra spiki, alhvítt á kviðnum- Kálfar undan „Króku“ voru 22—27 áln,a lang- ir. „Vilpa“ var stór hafreyður. Hún hafði hvíta skellu í síðunni hægra megin, rétt við hornið, og var þar laut ofan í síðuna. Sat sjo- pollur þar í, þegar hún dró sig upp úr sjón- um. Þetta er mjög feitt hvalakyn, gráleitt a kvið. Undan Vilpu var hvalakálfurinn, sem við urðum að yfirgefa í vondu veðri utan við Kópanesið. Var hann þá nærri dauður, svo sem fvrr er sagt, og þótti okkur súrt í broti að missa hans þar. Vorum við alla nóttina a komast til Stapadals. Eftir að Norðmenn fóru að skjóta hvali hér við land, fækkaði þeim óðum, enda höfðu Þeil fyrstu árin leyfi til veiða inni á fjörðum- Amlie, hvalveiðimaður á Langeyri í Álfta' firði, skaut Skeifu gömlu á Arnarfirði, fram af Álftamýri. Hafði hún þá komið kálflaus 1 fjörðinn, tvö eða þrjú síðustu árin. Amhe varð að skjóta hana tveimur skotum, og fe hún með gufubátinn tvívegis þvert yfir fjer_ inn. Nú eru mörg ár síðan reyðarhvalir ha a sézt á Arnarfirði. Veit ég ekki til að þeirra hafi orðið vart síðan 1905.“ 334 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.