Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 20
lestir en 7 þús. lestir í fyrra. Síld til neyzlu var nú 15.700 lestir í júlí en 13.900 í fyrra. Löndunarmagnið af neyzlusíld skiptist þannig milli þjóða, að íslenzk skip lönduðu 1.400 lest- um, færeysk 2.200 lestum, sænsk 2.800 lestum og dönsk 5.400 lestum og var síldin veidd í Norðursjó og Skagerak. Löndunarmagn af makríl til neyzlu var nú 1.500 lestir en 900 lestir í fyrra. Bræðslufiskur, eða fiskur til dýraeldis, var nú 191 þús. lestir en 99 þús. lest- ir í júlí í fyrra. Sú veiði skiptist þannig milli veiðisvæða, að í Norðursjó veiddust 128 þús. lestir, í Skagerak 23 þús. lestir, í Kattegat 39 þús. lestir, en tilsvarandi tölur í júlí í fyrra voru 74.000, 13.000 og 10.000 lestir. Bræðsluaflinn skiptist þannig milli tegunda (í svigum tölurnar í fyrra): Síld 16 þús. lest- ir (21 þús.), brislingur 62 þús. lestir (13 þús.), spærlingur 36 þús. lestir (38 þús.), lýsa 3 þús. lestir (4 þús.), sandsíli 56 þús. lestir (19 þús.) og annar bræðslufiskur var nú 18 þús. lestir (4 þús.). Heildarmagn bræðslufisks eða fisks til dýrafóðurs var til júlíloka í ár 908.820 lest- ir en 867.539 lestir yfir sama tímabil 1974. Krabbadýraaflinn jókst einnig stórlega í júlí þessa árs miðað við sama mánuð í fyrra, eða úr 295 lestum í 637 lestir nú, og af þessum krabbadýraafla var djúpsævarrækja 282 lest- ir, leturhumar 253 lestir og önnur rækja 102 lestir. Markaðsverð (meðalverð) á danska fisk- markaðnum í júlí var sem hér segir á helztu tegundunum pr. kg (danskar krónur. Gengi í júlí kr. 27.82. Hliðstæðar tölur fyrra árs í svigum): Lifandi skarkoli kr. 4.45 (4.43), slægður skarkoli kr. 3.58 (3.77), þorskur (upp úr sjó) kr. 2.09 (2.66), ufsi og lýr kr. 1.91 (2.60), ýsa kr. 2.32 (2,67), makríll kr. 1.40 (3.93), síld til neyzlu af dönskum skip- um kr. 1.60 (1.81), af útlendum skipum kr. 1.64 (1.70), bræðslufiskur kr. 0.25 (0.40), djúpsævarrækja kr. 5.07 (8.22), áll kr. 18.03 (17.26). Eins og sést af ofansögðu hefur markaðs- verð verið lægra í júlí nú en í fyrra og á sum- um tegundunum stórum lægra. Víða er nú pottur brotinn Norðmenn hafa mótmælt fiskveiðibrotum Belgíumanna og Búlgara og væntanlega þá einnig nú Austur-Þjóðverja. í skyndirannsókn, sem ncrðurnorska fiskveiðigæzlan fram- kvæmdi snemma í haust, á veiðum þeirra þjóða, sem veiða eftir kvótakerfi við Noreg, var útkoman vægast sagt ekki traustvekj- andi. Samkvæmt upplýsingum skipherrans, sem fyrir rannsókninni stóð, var ástandið þannig: Belgar voru með 10 togara að veiðum í Bar- entshafi, en kvótinn var aðeins 500 lestir. Búlgarar voru með tvo togara og eitt skip að auki í Barentshafi, en hafa þar engan kvóta. Bretar voru með 13 togara, sem var minna en búizt var við, en möskastærðin hjá einum togaranna var 12,5 mm eða rúmum 10 mm of lítil. Frakkar voru með 25 togara að veiðum og var möskvastærð hjá þeim öllum 10 mm of lítil. Frakkarnir sögðu að netið hefði hlaupið. Austur-Þjóðverjar voru með 40 togara og tvö móðurskip. Möskastærð samkvæmt regl- um, en flotinn alltof stór fyrir þann kvóta, sem Austur-Þjóðverjar hafa, en hann er að- eins 10 þús. lestir. Vestur-Þjóðverjar voru með 20—25 togara og möskvastærð samkvæmt reglum. Portfigalir voru að veiðum á 20 togurum, sem höfðu haldið áfram veiðum eftir að þeir höfðu fyllt kvóta sinn. Færeyingar, tala togara ekki nefnd, en þe'ir brutu reglurnar um möskvastærð á þessu haf- svæði. Góð veiði við Grænland Hinn konunglegi danski togarafloti, en Það eru 9 skuttogarar sem veiða við Grænland og eru ætlaðir til að kenna Grænlendingum tog- veiðar, hefur fiskað miklu betur í sumar en 1 fyrra, en þeir veiða við Austur-Grænland, aðallega á Bananabanka og úti af Holsteins- borg. Rækjuveiði virðist einnig hafa verið g°ð, því að mannskapurinn á færeyska kútternum „Suðurvarið" frá Þórshöfn hefur fengið hlutar 95 þús. kr. danskar í 8 mánuði, eða sem svarar 2 millj. 600 þús. krónum íslenz - um og þætti einhverjum rækjumönnum hei það góð híra á þremur ársfjórðungum. 336 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.