Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 6
Ásgeir Jakobsson: Hvalveiðar Islendinga til forna Framhald Eins og áður er getið segir í Ferðabókinni, að steypireyðurin sé skutluð af djörfum sjó- sóknurum vestanlands, þegar hún kemur inn á firðina. Heppnin ein ræður því þó, hvort skutlarinn fær hvalinn síðar, þegar honum er annað hvort blætt út eða hann fær blóðeitrun út frá járninu, sem í honum stendur, sem verð- ur honum þá að fjörtjóni. Járnið er merkt og því þinglýst samkvæmt lögum (Jónsb. Rekab. 4. kap.). Sami siður var einnig í Noregi, sem sjá má bæði af lögum Kristjáns konungs 4. (Landsl.b. 61. kap.) og hinum elztu norsku lögum. Þegar hvalur finnst, sem þannig er járnaður, vita menn hver hefur skutlað hann. Um hrefnuna segir, að hún sé lítið skutluð, en andarnefjan bæði skutluð og rekin á land eða svo hafi verið í lok 17. aldar og fram á þá 18. Hnísan er skutluð en einnig veidd í nætur, en veiðist þó mest af hendingu í selanætur. „íslendingar sækjast aðeins eftir törfunum og kálfunum, en veiða kýrnar aldrei, en þær halda sig alltaf á sömu slóðum, þar sem tarf- arnir leita þær uppi. Ef kýmar væru ofsóttar, mundu þær flýja og engra hvala verða þar vart meira. Fyrr á tímum, meðan enn var dug- ur og geta í landsmönnum, voru það tilteknir menn, sem stunduðu hvalveiðar. Þeir smíðuðu sér stóra og sterka báta og lögðu saman 2 eða 3 til að veiða hvalinn. Hann var skutlaður skutli, sem tveir agnúar voru á, og var sterk taug fest við hann. Framan við bátana bundu menn stóra hrísbagga, svo að það yrði sem erfiðast fyrir hvalinn að draga þá á eftir sér. Þótt veiðiaðferð þessi væri hættuleg, þá gaf hún góðan arð, því að það brást sjaldan að hvalurinn næðist.“ Veiðiaðferðinni inni á fjörðum er svo lýst: „Menn réðust aldrei að honum (hvalnum), en samtímis reru menn á smábátum, hlöðnum grjóti, fram á fjörðinn fyrir utan hann. Þeg- ar hvalurinn leitaði undankomu, fældu þeir hann aftur inn á fjörðinn með áköfu grjot' kasti, að því er menn halda vegna þess, að hann óttaðist, að steinn kynni að lenda 1 blástursholunni. Þegar hvalurinn var orðinn svo þreyttur, að unnt var að komast að hon- um, var hann stunginn með lagvopnum, °S blæddi honum þá brátt út.“ En þó að Ferðabók Eggerts og Bjarna sé, að því er að hvölunum lýtur, langýtarlegasta heimildin í þeim efnum sem öðrum um ísland og íslendinga á 18. öld og reyndar lengra aft- ur, svo staðnað sem þjóðlífið var öldum sam- an, þá eru til fleiri frásagnir um hvali og hvalveiðar, til dæmis í heldur illræmdri bó um ísland og þess innbyggjara eftir þýzkan mann, sem ritaði eftir annarra sögnum °S haldið er að sagnamenn hans hafi brugðiz honum illa. Horrebow er að svara þessum manni í bók sinni Frásagnir um ísland og rekur flest o - ugt ofan í Þjóðverjann, þar á meðal frásögn hans af hvalveiðum íslendinga. Lýsing Þjóðverjans kemur þó að því teý*"1 heim við lýsingu Eggerts og Bjarna í Ferða bókinni, að hann segir að hvalirnir séu grý ir, en sá hængur er þá einnig á þeirri frásögn, að hann hvað vera að tala um Grænlandshv (sléttbak) og hann hefur sjálfsagt aldrei ver ið grýttur, heldur veiddur eins og Horrebo ^ lýsir. Sú lýsing kemur heim og saman við ýs 322 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.