Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 9
ar kastað var. Gróp var höfð í fremri listann miðjan, og skorðaði skutlarinn vinstra hné í grópinni, þegar veltingur var, en spyrnti í aft- ari listann með hægra fæti. Einnig var plittur í austurrúmi. Venjulega voru hafðar tvær hvalarár í hverjum báti, sem til veiða fór. Ráin var 5 álnir á lengd, sívöl og bein. Borað var gat UPP í endann á ránni og felldur dálítill jám- bolti í enda holunnar. Járni þessu var fest vandlega með þeim hætti að reka upp með því fjóra eikarfleyga. Var þetta gert til þess, að hvaljárnið gengi ekki upp í rána, heldur sæti beint og fast í enda hennar. Utan við ráarend- ann var traustur eirhólkur. Hvalajárnið var 19—21 þumlungur á lengd, merkt eiganda og merkið þinglesið. Var því lauslega fest við rá- arendann og þannig um búið, að ráin losnaði, þegar járnið stæði fast í hvalnum. Oft reynd- ist örðugt að fá gott færi á hvalnum. Það var talið gott færi, ef bilið var ekki nema 10 faðm- ar. Algengast var að skutla hvalinn á 12—15 faðma færi. Þótti vönum skutlurum það vel viðráðanlegt. Hvalaskutlararnir ætluðu sér vissan blett á hvalnum til að skutla á, utan við háhrygginn, rétt fyrir aftan hornið. Töldu Þeir að skutull á þeim stað væri hvainum hasttulegastur, mæddi hann mest og gerði hon- um örðugast að leggjast í djúpkafið. Hvalur- ian tók ákaft viðbragð þegar járnið hljóp í hann. Venjulega losnaði þá ráin frá járninu °g féll í sjóinn. Svo mikil voru oft umbrot hvalsins og buslugangur, þegar hann kenndi járnsins, að stórhættulegt gat verið fyrir bát- inn og þurfti mikla aðgát, ef forðast átti slys. Nokkuð var það misjafnt, hvað járnaður hval- Ur lifði lengi. Oftast dó hvalurinn eftir 2% «1 3 sólarhringa frá því hann var jámaður, en fyrir kom að hvalir lifðu lengur. Aðeins einn hvalur, sem Ásgeir Jónsson á Hrafnseyri járnaði, flaut þegar við kastið, og var dauður eftir eina klukkustund. Hann komst aldrei nið- Ur- Þegar farið var að skera þennan hval, kom hnð í ljós, að skutuljárnið hafði farið á milli ^nyggjarliða og ioddurinn staðið í mænu. f'egar hvalkálfur hafði verið járnaður, ÞUrfti að hafa glöggt auga með því, hvað af honum yrði. Oftast var það auðvelt fyrst íraman af, því að mæðurnar fylgdu kálfum sinum eftir. Þegar hinn skotni hvalur fór að hasast að mun, svo að nálgaðist dauða, hættu hafreyðar (steypireyðar) og langreyðar að fyigja honum eftir og yfirgáfu hann, en horn- fiskreyðarnar fylgdu afkvæmum sínum dán- um. Mátti sjá þær elta bátana, sem reru dauð- an hvalkálfinn til lands, og fóm þá oft með miklum bægslagangi. Hinir járnuðu og dauðu hvalir voru rónir upp, þar sem góð var fjara og aðdýpi. Lækur eða á þurfti að vera við höndina. Komu þá allir hreppsbúar, sem verkfærir voru til að skera hvalinn. Hvaljárnið var strax skorið úr. Síðan hófst starfið við skurðinn. Spikið var látið sér og rengið sér. Mörinn var látinn í hreina báta. Þegar búið var að skera var spik- ið og rengið vegið. Síðan var hvalskrokknum deilt niður á hvert nef í hreppnum. Kjötið og undanfláttunni var skipt í köst og hluti en mörinn mældur í ílátum og deilt niður á sama hátt. Áður en skipt var aflanum niður á hrepps- búa, var skotmannshluturinn tekinn frá. Hann var hnefaalin á þrjá vegu út frá blásturshol- unni og allt inn í bein, jafnstór stykki út frá gotunni, og loks sporðblakan. Undirræðarar fengu aukalega 100 pd. af spiki og var það kallaður gjafabiti. Það var ekki nein smá- ræðis björg í bú, þegar hlaðnir sexæringar komu heim með þennan hval. Ásgeir Jónsson fékk á land í Auðkúluhreppi 32 hvali. Stærsti hvalurinn var 36 álnir á lengd, en 14 álnir hinn minnsti. Auk þess fékk hann fjóra hvali á land norður við ísafjarðar- djúp, höfðu þeir farið úr Arnarfirði eftir að Ásgeir járnaði þá, en rekið á land við Djúpið. Úr þeim hvölum fékk hann sinn lögákveðna skotmannshlut, samkvæmt hinum gömlu Jóns- bókarlögum. Páll Símonarson frá Dynjanda, bóndi í Stapadal, var alltaf með Ásgeiri við hvalveiðarnar og skiptu þeir skotmannshlutn- um jafnt á milli sín. Einn hval járnaði Ás- geir enn, sem norskur fiskikútter fann fyrir utan Kópanes. Fór kútterinn með fund sinn inn á Patreksfjörð og seldi Magnúsi kaup- manni Snæbjörnssyni hvalinn. Þetta var hrafnareyður, 32 álnir á lengd. Var ég með föður mínum er hann járnaði þennan hval. Urðum við að yfirgefa hann nær dauðann fyr- ir utan Kópanesið, vegna þess að aftakaveður skall á. Ásgeir fékk sinn lögákveðna skot- mannshlut úr þessum hval. Matthías Ásgeirsson í Baulhúsum, bróðir minn, fékk þrjá hvali á land í Auðkúluhreppi, og var farið með skipti á þeim að öllu leyti eins og áður segir. Tvo hvali járnaði Matt- Framhald á bls. 334 ÆGIR— 325

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.