Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 8
ari hluta 14. aldar eða fyrri hluta 15. aldar. í frásögn Jóns kemur glöggt fram, hversu mikils skotmannsrétturinn var virtur og einnig að íslendingar hafa frá öndverðu skutl- að stórhveli. Björn hafði hrakið til Grænlands haustið eða síðsumars 1385 og er sagt að Grænlend- ingar hafi fengið honum Eiríksfjarðarsýslu og ætti þá hvalrekinn að hafa orðið syðst á Græn- landi, en þar er Eiríksfjörður. í ævisöguágripi af Birni Jórsalafara eftir Janus Jónsson (Merkir íslendingar I) er svo sagt frá, og er heimildin Jón lærði sem áður segir: „Það bar og til, að þar rak steypireiði mikla, og var í skutull með marki Ólafs bónda í Æðey í Isa- firði, og tók Björn til sín skotmannshlutinn, en það er fjórðungur hvalsins, en kvaðst mundu gjalda Ólafi bónda skotmannshlutinn, er hann kæmi aftur til íslands, og varð þeim Birni og félögum góð matbjörg af happi þessu.“ í frásögninni í Ferðabókinni sem getið er hér á undan af aðferðum Islendinga við að drepa hval segir:....meðan enn var dugur og geta í landsmönnum“ er sagt að þeir hafi strengjárn- að hvalinn, en þá er hafður strengur við skut- ulinn og hann tengdur bátnum og framan við bátana hafi menn á þeim tíma bundið stóra hrísbagga til að gera hvalnum sem erfiðast að hverfa á braut. í frásögnum af Ólafi í Hvestu vestra, en hann var uppi um miðja 17. öld, er sagt að hann hafi strengjárnað hval og skotið skutlinum úr byssu, sem hann hafði í stafni teinærings og við skutulinn hafi verið festur strengur og á honum hrísbaggar og einnig tunnur og hann síðan tengdur bátnum. Frá Ólafi er sagt í I. b. Vestfirzkra sagna og þar er ekkert nefnt að Ólafur hafi notað byssu, en Gísli Ásgeirsson, sem hér á eftir segir frá veiðum Arnfirðinga, hefur þetta þannig eftir gömlum mönnum í sinu ungdæmi. Um Ólaf í Hvestu er til eftirfarandi þjóð- saga, sem sýnir að sá karl hefur stundað hval- veiðar í allstórum stíl, en þó er ekki ráðlegt að ofmetnast af því frekar en öðru. „Einu sinni kom Ólafur að landi, með hval, sem hann hefur skutlað. En þá voru fyrir í fjörunni tveir hvalir, sem hann átti og ekki var búið að skera upp, svo að nú átti hann >rjá hvali á fjörunni í einu. Þá er sagt, að hann hafi rétt upp hægri höndina og sagt: „Það er mikið, að svona lítil hönd skuli geta lagt að velli svona stórar skepnur." En rétt sem hann sleppti orðinu datt höndin máttlaus ofan með síðunni. Bar hann höndina visna þaðan í frá til dauðadags og járnaði ekki hval framar. (Vestf. sagnir I). Þeir Hvestumenn í Arnarfirði virðast hafa verið hvalveiðimenn mann fram af manni á þessum öldum. Til er heimild um Jón Ólafsson „hvalmann" frá Hvestu, sem hafi hvolft undir sér á Arnarfirði 1622. (Vestfirzkar ættir I). Af þessum sögum öllum má ráða, að vestra hefur stórhvalur um allar aldir verið skultlað- ur og beitt við það all-mikilli tækni. Um veiðar Vestfirðinga á stórhvelum eru svo til áreiðanlegar heimildir eftir að kemur fram á 19. öld. Arnfirðingar höfðu forystu vestra í þeim veiðum og fer frásögn Gísla Ás- geirssonar frá Álftamýri hér á eftir eins og þær tíðkuðust í hans minni og hans næstu feðra, sem voru frægir hvalskutlarar. Frásögn Gísla er að finna í grein Gils Guðmundssonar í jólabiaði Víkingsins 1946 og tek ég hana hér upp óbreytta, því að þarna mun um að ræða ýtarlega lýsingu á veiðiaðferðum íslend- inga þegar um stórhveli var að ræða og jafn- framt nýtinguna eins og gerzt hefur frá fornu fari, því að hún kemur heim og saman við hinar stuttu frásagnir Ferðabókarinnar og Horrebows af hvalveiðum og enn eldri heim- ildir, þar sem er frásögn Jóns lærða og munn- mælasagnirnar af Ólafi í Hvestu, nema Arn- firðingar stengjajárna ekki hvalinn og líkast til hefur alla tíð verið minna um það, líkast til hefur því valdið, að þá hefur verið erfiðara að laumast að hvalnum á smákænum, eins og Arnfirðingar gerðu og fram kemur í frásögn Gísla. Frásögn Gísla Ásgeirssonar „Við að járna hvalinn voru þrír menn a tveggja rúma báti, skutlarinn og tveir valdm undirræðarar. Bátar þessir voru kallaðir vöðubátar af því að þeir voru notaðir vi selveiðar. Þeir voru sérlega vel lagaðir ti^ gangs og þannig um búið, að ekki heyrðist 1 þeim, þótt þeim væri róið í skorpu. Þeir voru með fjórum keipum, tveimur á hvort borð, o)1 aldrei var þó róið nema á eina ár á bor . Keipar og þrælkur voru klædd með skinnum úr leðri, svo að ekki marraði í þegar róið vai- Plittur með tveimur listum að ofan var fel ur yfir barkann í bátnum. Var hann gerður sérstakiega fyrir skutlarann að standa á Þe£ 324 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.