Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 7
ingu Ferðabókarinnar af veiðum á steypi- reyði. Lýsing Þjóðverjans, eins og til hennar er vitnað af Horrebow er svohljóðandi: „Þegar höfundi hefur verið sagt, að ís- lendingar kunni með ágætum að færa sér hvalfiskinn í nyt og ráða niðurlögum hans, er það óverðskuldað hrós, þar sem hér er átt við Græhlandshval, en honum (Þjóðverjan- um) hefur verið sagt frá veiðiaðferð íslend- inga á eftirfarandi hátt: „Jafnskjótt og íslendingar verða þess var- ir, að hvalur er að elta síldartorfu, hraða þeir sér í báta sína, búnir skutlum, spjótum og hnífum. Þeir róa aftan að hvalnum og fara svo nærri honum sem framast er unnt. Ef vindur stendur á land þá ausa þeir kynstrum af blóði í sjóinn, en það hafa þeir tekið með sér í bátana í þessum tilgangi. Blóðið flýtur undan vindinum, og fiskurinn sem er á flótta, fer einnig undan vindi, en mennimir róa í hægðum sínum á eftir. Þegar hvalurinn verð- ur þess var, að honum sé veitt eftirför og reynir að snúa við, verður hann var við blóð- ið og fælist það. Og til þess að þurfa ekki að svamla í gegnum blóðið snýr hann aftur við og hraðar sér sem mest hann má til lands, en þar festist hann að lokum annað hvort á söndum eða milli skerja.“ Þjóðverjinn segir síðar, að íslendingarnir öskri ferlega á hvalinn og grýti hann en loks umkringi þeir hann og stingi hann hvað eftir annað. Horrebow segir þetta allt hina mestu fjar- stæðu. „íslendingarnir ráðast að hvölunum af uiikilli dirfsku. Hin eina veiðiaðferð, sem þeir nota, að vísu einungis á nokkrum stöðum á iandinu, er fólgin í því, að bát er róið svo nærri hvalnum, sem auðið er. Vanur veiði- tnaður kastar þá stórum járnskutli í hvalinn °g síðan er róið burt frá honum sem skjótast. Skutullinn er merktur eigandanum." Ólafur í Æðey og Ólafur í Hvestu Jón lærði Guðmundsson, sem uppi var fð74—1658 og ritaði um náttúru íslands, þar á meðal um hvali, segir frá Ólafi bónda í Æð- ey í Isafjarðardjúpi. Jón telur Ólaf hafa verið uPPi á dögum Björns Jórsalafara en hann var !4. aldar maður (1350—1416), en Hannes Þor- steinsson telur að nær sé að ætla Ólaf hafa verið uppi á dögum Björns ríka Þorleifssonar, dóttursonar Björns Jórsalafara (d. 1467), þ.e. 15. aldar mann og eigi hvalveiðisögnin um Ólaf þannig við fyrri hluta 15. aldar. Jón lærði segir svo frá Ólafi: „Ólafur bóndi átti Æðey í Isafirði (ísafjarð- ardjúp var svonefnt til foma) — á dögum Björns bónda Einarssonar, sem var faðir Vatnsfjarðar-Kristínar, hann var hinn mesti hvalskutlari og vitringur og hóglátur. Þau síð- ustu 15 ár hans lífdaga færði honum hin sama reyður kálf sinn vaxinn á hverju sumri, fyrr en hún fór til hafs. Hann hafði markað með gati í gegnum hornið, og vildi henni ekki granda, því hann sagði sama ár verða mundi síns lífs endi og hennar, sem og skeði að liðn- um þeim tíma, að hún varð fyrir óviljandi þá er hann vildi kálfinn hæfa, og lét hann þá verða sinn síðasta hval, því hann deyði á því sama ári.“ I riti sínu „Tiðsfordrífi", segir Jón enn frá Ólafi og nú beint í sambandi við Björn Jórsala- fara eða ferð hans til Grænlands 1385, en það er einmitt það sem Hannes segir að ekki fái staðizt að Ólafur hafi þá verið orðinn full- þroska maður og hvalskutlari og hljóti hér að hafa orðið brengl og eigi þetta með einhverj- um hætti við Björn ríka og er það þó dálítið furðulegt, ef Jóni hefur orðið þessi skyssa á að rugla saman þeim frændum, þar sem ferða- rolla Björns Jórsalafara var til á tímum Jóns í handriti og á æskuheimili hans, Ófeigsfirði á Ströndum, á árunum 1584—1590 og Jón þá kynnzt henni og lesið. Og þótt hann játi að hann muni lítið úr henni væri það með ólík- indum, að minnisgóður maður á þessum tíma, þegar nær allt lesefni var næstum lært utan- bókar, myndi ekki, þegar hann færi að rita eitthvað niður síðar á ævinni, hvort merkis- manns hafi verið getið í bók, sem hann las vel í æsku sinni, eða alls ekki nefndur þar á nafn og ruglaðist síðan í tíma á ekki fyrirferðar- minni bógum þessara alda en Birni Jórsala- fara og dóttursyni hans, Birni ríka. Og ekki einu sinni heldur tvisvar, þ. e. líka í „Tiðsfor- drifi“. Ég veit ekkert hvaða heimildir liggja fyrir um aldur Ólafs bónda í Æðey en þær verða að vera góðar, ef menn vilja rengja frá- sögn Jóns og telja hana eiga við tíma Björns ríka. Þetta skiptir hvalveiðisöguna ekki miklu máli, hér getur ekki leikið nema svo sem á hálfri öld og frásognin er því lýsandi fyrir síð- Æ GI R — 323

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.