Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1975, Blaðsíða 19
ERLENDAR FRÉTTIR Innlent fréttayfirlit mánaðarins bíður 20. tbl. en sú er meining ritstjórnarinnar, að fréttayfirlitið komi framvegis í því tölublaði, sem kemur út um miðjan mánuðinn, en afla- fréttir aftur á móti í blaðinu 1. hvers mánað- ar. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú, að aflafréttir úr f jórðungunum berast misjafnlega snemma, einkum að vetrarlagi, og erfitt að fá þær í tæka tíð fyrir það tölublað, sem kemur um miðjan mánuðinn, ef það á að koma út nærri réttum útgáfudegi. Það sama er að segja um samantektina á fréttayfirlitinu, að hún tekur nokkurn tíma og eigi fréttirnar að mið- ast við mánaðamót, sem er skemmtilegra og gleggra fyrirkomulag, en að skipta þeim í miðjum mánuði, þá er erfitt að vinna þær fyrir það tölublað, sem kemur út 1. hvers mánaðar, ef ekki á að standa á þeim. Október- fréttayfirlitið bíður sem sé næsta blaðs, en hér fer á eftir dálítill samtíningur úr erlendum blöðum. Gleðilegar fréttir af „núllgrúppu“-árganginum af þorski og toppár hjá ýsunni, segir rann- sóknastjórinn Lars Midttun Þannig hljóðar fyrirsögn í Fiskaren 25. sept. og síðan er fjallað um þetta í greininni á eftir og kemur þar nú ekki allt fyllilega heim við þessa gleðifyrirsögn. Hér er notað °rðið ,,núllgrúppa“ til hægðarauka, en það er eins og kunnugt er fyrsta árs seiði, eftir að kviðpokastiginu sleppir. Rannsóknastjóranum segist svo frá: „Við fundum tiltölulega góðan árgang af þorski, og það gladdi okkur því að í fyrra var árgangurinn (núllgrúppan) mjög rýr. Hrygn- mgastofninn var minni en í fyrra, en aðrar aðstæður hafa haft hagstæð áhrif og bætt upp þessa iitlu stofnstærð. Þrátt fyrir þetta er „núllgrúppu“-stofninn ekki eins góður og hann var á árunum 1970 og 1973. Það, sem er ein- kennandi fyrir núllgrúppustofninn nú, er það, að hann safnast allur saman í Barentshafinu. Það varð engra seiða vart við Svalbarða í straumnum, sem liggur þaðan suður, en í Bar- entshafinu elzt hann upp þar til hann er kyn- þroska og gengur suður á bóginn til að hrygna við Lófót. Loðnan var ekki eins útbreidd, eins og við höfðum gert ráð fyrir, þegar um góðan ár- gang er að ræða. Þetta stafar að einhverju leyti af því að hrygningin var í seinna lagi og var tiltölulega mikil mjög austarlega. Það get- ur verið að mikið af seiðum loðnunnar séu úr sumarloðnu, sem hrygndi ekki fyrr en í júlí. Við getum enn illa dæmt um þennan núll- grúppuárgang loðnunnar. Það lítur út fyrir að um góðan árgang sé að ræða, en við þurfum að rannsaka það betur. Ýsustofninn er sá bezti, sem við höfum orð- ið varir við lengi, eða síðan við fórum að mæla hann 1965. Ýsan dreifir sér með svip- uðum hætti og þorskurinn. Karfinn virðist haldast í eðlilegu magni og við teljum að þar sé um að ræða heldur góð- an árgang. Stærðin var misjafnari en á und- anförnum árum. Mikið af karfaseiðunum voru tiltölulega smá, en orsökin getur verið að hrygningin hafi verið með seinna móti. Grálúðustofninn virtist einnig í eðlilegu ástandi. Pólarþorskurinn var í litlu magni við Nov- aja Semlja, en tiltölulega mikið af honum við Svalbarða. Það er óvenjulegt að hann dreifist á þennan hátt. Skráplúða, sem Rússarnir veiða á þessum slóðum, var þarna í eðlilegu magni og dreif- ingu um svæðið, en þéttleiki hennar samt minni en venjulega. Síldar urðum við ekki varir að heitið gæti, fengum einar tvær síldar, sem er vitaskuld sama og ekkert. Það sjást engin merki þess, að síldarstofninn sé að rétta við.“ Góður sumarafli hjá Dönum Það er kannski nokkuð seint að segja frétt- ir .af aflabrögðum Dana í júlímánuði, en þetta eru góðar fréttir og þær eru aldrei of seint á ferð, mitt í öllum barlómnum hvaðanæva um minnkandi afla. í dönskum fiskihöfnum var landað í júlí 229 þús. lestum af fiski, en ekki nema 127 þús. lestum í sama mánuði í fyrra. Flatfiskaflinn var 4.400 lestir en 3.000 lest- ir í sama mánuði í fyrra, þorskaflinn var 8.700 Æ G I R — 335

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.