Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1975, Page 15

Ægir - 15.12.1975, Page 15
Samkomulagið við V estur-Þ jóðver j a Tillaga til þingsályktunar um heimiid fyrir ríkisstjórnina til að ganga frá samkomulagi við ríkisstjórn Sambandslýðveldisins Þýskalands um veiðar þýskra togara. Eftirfarandi tillögu lagöi ríkisstjómin fyrir Alþingi. Tillögunni fylgdu 7 fylgiskjöl og eru 5 þeirra birt hér með. Aiúc þess er birt nefndar- álit minnihluta utanríkismálanefndar. Tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 18. Alþingi ályktar að heimila ríkisstjóminni að ganga frá samkomulagi við ríkisstjórn Sambandslýðveldisins Þýskalands í samræmi við orðsendingu þá, sem prentuð er með álykt- un þessari. Atliugasemdir við þingsályktunartillögu þessa í ályktun Alþingis frá 15. febrúar 1972 segir, að haldið verði áfram samkomulagstil- raunum við ríkisstjórnir Bretlands og Sam- bandslýðveldisins Þýskalands um þau vanda- mál, sem skapast vegna útfærslu fiskveiði- landhelginnar. Samkomulag það sem gert var við ríkisstjóm Bretlands hinn 13. nóvember 1973 féll úr gildi hinn 13. nóvember 1975 og viðræður við Breta um framhald veiða þeirra við ísland hafa ekki leitt til samkomulags. Viðræður við Sambandslýðveldið Þýska- land hafa farið fram undanfarin 3 ár. Síðustu viðræðurnar fóru fram í Reykjavík dagana 28. og 29. október 1975 og í Bonn dagana 19. og 20. nóvember 1975. í þeim viðræðum var þrautreynt, hversu langt málum yrði þokað til samkomulags. Liggur nú fyrir, að sam- komulag geti tekist svo sem segir í hjálögðu fylgiskjali. Er þar miðað við að 40 ísfisktog- urum verði veittar veiðiheimildir á afmörkuð- um svæðum innan 200 sjómílna fiskveiðiland- helginnar en önnur skip, þ. á m. frystitogarar, verði útilokaðir frá öllu svæðinu. Hámarks- aflamagn er 60.000 lestir á ári, þar af þorsk- ur allt að 5.000 lestum, en Þjóðverjar stunda svo sem kunnugt er aðallega karfa- og ufsa- veiðar á íslandsmiðum. Á árinu 1973 var afli Þjóðverja 91.700 lestir og á árinu 1974 68.100 lestir, en þess ber að gæta, að landhelgis- gæzlan kom í veg fyrir veiðar með klipping- um (14 togarar 1973 og 6 1974) svo og með því að togararnir hífðu upp vörpur, þegar þeir urðu varir við varðskip. Tekið er fram, ,að þýsku togurunum sé óheimilt að stunda þær veiðar, sem islenskum skipum eru bann- aðar á tilteknum tímum og svæðum og að sömu ákvæði gilda um möskvastærð svo og um stærð og þyngd fisktegunda, sem veiða má. Þá er þýskum togurum einnig gert að til- kynna staðsetningu sína daglega til land- helgisgæslunnar. Tekið er fram að skip, sem brotleg verða, missa veiðileyfi sín á íslands- miðum. Ákvæði er um að samkomulagið gildi til 2ja ára. Með sérstökum bréfum yrði tekið fram, að samkomulagið hefði ekki áhrif á afstöðu ríkis- stjómanna til neinna atriða hafréttarmála og að framkvæmd samkomulagsins megi fresta, ef bókun nr. 6 við samning íslands við Efna- hagsbandalagið hafi ekki tekið gildi innan 5 mánaða. Frestun á framkvæmd samkomu- lagsins hefði það m.a. í för með sér, að svæði það undan Vestfjörðum, sem ráðgert er að verði opið 1. júní til 30. nóvember mundi ekki opnast. Með hliðsjón af því, að Hafréttarráðstefna ÆGIR — 397

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.