Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 33

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 33
anlegri. Það virðist af fregnum, sem skipin hafi verio með of veikar nætur, fyrir makríl, þau hafa ekki náð fiski á borð við norsku bátana tvo, sem þarna eru einnig að veiðum. Þeir tveir norsarar munu vera með álíka veiðimagn og öll íslsnzku skipin sex. Makrílveiðar úti fyrir Vesturströnd Afríku eru engin nýlunda, og gerð og lögun makríl- nóta ekkert hernaðarleyndarmál. Það er mik- ið fjallað um nótaveiðar einmitt á þessum slóðum í hinu mikla verki FAO-Modern Gear, 3. bindinu, en ritstjóri þess verks er sem kunnugt er Hilmar Kristjónsson og er ekki að efa að hann, eða þeir í Róm eiga fullar skúff- ur af upplýsingum um þessar veiðar. FAO hefur nefnilega sérstaklega lagt sig eftir að rannsaka veiðislóðirnar þarna fyrir hin van- þróuðu ríki, sem að þeim liggja. Það var ein- mitt á þessum slóðum, sem Kári Jóhannesson, vann sér frægð við magnmælingar á uppsjáv- arfiski. Hér heima hljóta svo að vera ein- hverjir FAO-skipstjórar sem vel þekkja til þessara veiða. Það hefðu engir menn átt að geta verið betur upplýstir um þessar veiðar þarna en einmitt íslenzku skipstjórarnir, um gerð nót- anna, hegðan fisks og strauma, og veiðarnar sjálfar. Hvernig má það þá gerast að heill floti okkar beztu skipa og færustu skipshafna sigli alla þessa leið með veiðarfæri, sem ekki henta þegar til kemur og senda heim fregnir um reiðileysi vegna vanþekkingar á gerð veið- arfæra og aðstæðum. 13. nóvember. Á miðnætti 12,—13. nóvember runnu út allir samningar Islendinga við þjóðir, sem stunda veiðar á íslandsmiðum. Hér var um norsku, færeysku, belgísku og brezku samn- ingana að ræða, en við þessar þjóðir og ekki aðrar hafði verið samið um veiðiheimildir inn- an 50 sjóm. markanna og runnu sem áður seg- ir allir þeir samningar út þennan dag, þó að þeir væru gerðir á mismunandi tíma. Og var það allt með ráðum gert eins og kunnugt er að hafa alla samninga lausa í sama mund. Samningar við Þjóðverja. Þess hafði orðið vart í sókn vestur-þýzku togaranna eftir 200 sjóm. útfærsluna, að Þjóð- verjar vildu fara að huga að samningum. Tog- ararnir leituðu minna inn fyrir en áður var. Löndunarbanninu var aflétt í þýzkum höfnum, viðræðufundi áttu þjóðirnar með sér bæði í Reykjavík og síðar í Bonn, dagana 18.—21. nóv. og þar dró saman og gerð voru drög að samkomulagi því, sem birt er hér í heilu lagi á öðrum stað í blaðinu og hefur verið staðfest sem samningur ríkjanna til tveggja ára. Viðureignin við Breta. Það slitnaði upp úr öllum samningum við Breta og í þann mund, sem verið var að ganga frá samningunum við Þjóðverja, voru Bretar að senda herskip á miðin til verndar togurum sínum. Fyrsta herskipið mun hafa komið á miðin 26. nóvember. Samkomulag við Belga. Samkomulag hefur verið gert við Belga (28. nóv.) og er í ákvæði um 6.500 lesta há- marksafla, þar af mega vera 1500 lestir þorsk- ur. Togurum fækkar úr 19 í 12 og veiðihólf- unum fækkar um eitt (hólf 3). 34. Fiskijiing Framhald af bls. 389. um verði bezt náð með skyndilokun veiðisvæða og annist Landhelgisgæzlan eft- irlitið. Gerðar voru nokkrar tillögur til breytinga á frum- varpinu. Ýmis fleiri mál, er varða sjávarútveginn, voru að sjálf- sögðu tekin til umræðu og af- greiðslu á þinginu. Má m. a. nefna hafnarmál, lánamál, fiskmat, öryggismál, fiskeldi og fleira. Eins og áður segir, verða ályktanir þingins birtar í næsta eða næstu blöðum Ægis, eftir því sem rúm leyf- ir. í þessu blaði birtist skýrsla fiskimálastjóra til þingsins. ÆGIR — 415

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.