Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1977, Síða 12

Ægir - 15.09.1977, Síða 12
valdið því, að stofnkostnaður útgerðar hefur verið tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þurft hefði að vera væri levfður innflutningur skipa. Bandaríkin er sú þjóð, sem mest hagnast á 200 mílna efnahagslögsögu a.m.k. ef miðað er við stærð svæða, sem falla einstökum þjóðum í skaut. Vegna þess hversu hlutdeild þeirra í fiskveiðum innan þessarar lögsögu er lítil eru vaxtarmöguleikar bandarísks sjávarútvegs feikna miklir. Eftirfarandi tafla sýnir þetta nokkuð: Veiðar Bandaríkja- Áætluð manna innan 200 afrakstursgeta mílna árið 19731 fiskstofna innan 200 mílna (þús. tonn) (þús. tonn) Botnfiskur 194 3.655 Túnfiskur 293 907 Lax 97 136 Skelfiskur 74 188 Krabbadýr 320 525 Ýmsar tegundir 241 5.897 1.159 11.308 !) Veiðar í viðskiptalegum tilgangi. Sportveiðar eru allríkur þáttur í veiðum Bandaríkja- manna. Ái-ið 1970 er talið að sportveiði hafi numið um 170 þús. tonnum. Eins og sjá má af þessari töflu eru það eink- um í tveim tegundaflokkum sem vaxtamögu- leikar eru miklir þ. e. í veiðum botnfiskteg- unda og ýmissa tegunda. Nokkuð er óljóst hvað átt er við með ýmsum tegundum, en und- ir þær falla m.a. síld, sardínur og loðna, sem nokkuð er af, svo og ýmsar tegundir, sem eru okkur framandi, en eru vel gjaldgengar á markaði. Samt sem áður eru vaxtamöguleikar í veiðum botnfisktegunda það atriði, sem kem- ur til með að snerta okkur mest. Samkvæmt þessum tölum geta Bandaríkjamenn 18-faldað afla sinn af þessum tegundum. Árið 1973 var neyzla þessara tegunda í Bandaríkjunum um 900 þús. tonn miðað við fisk upp úr sjó. Miðað við að hægt sé að afla 3.655 þús. tonna innan 200-mílna lögsögunnar eru aflamöguleikar um f jórfalt meiri en neyzlunni nemur. Hvernig ein- stakar tegundir koma út, er ekki hægt að sjá, en ljóst er að Bandaríkin geta verið sjálfum sér nóg og meir en það jafnvel þótt gert sé ráð fyrir allverulegri neyzluaukningu. Aðgerðir: Hér að framan var getið meginmarkmiða sem Bandaríkjamenn hyggjast stefna að í fisk' veiðum sínum. í samræmi við þessi markmið hefur verið gefinn úr fjöldi nefndarálita, at- hugana, reglugerða og laga, sem miða að ÞV1 að ná þessum markmiðum eða öðrum, sem þeir hafa sett sér til skemmri tíma, svo sem að bandarískur sjávarútvegur geti annað þeirn aukningu, sem verður á eftirspurn eftir fisk' afurðum á bandarískum markaði fram til 1985. Fram til þessa hafa aðgerðir einkum beinst að því að koma á laggirnir kerfi, sem trygg1 getur að fyrsta markmiðinu þ. e. efhng fislí' stofna verði náð. Grundvallarplagg í því efm var mikill lagabálkur, sem þingið samþykkU árið 1976 um verndun fiskstofna og stjórnun veiða. (Fishery management and conservation act of 1976). Þessi lög tóku gildi 1. marz í ár- Of langt mál yrði að gera þessum lögum ski hér en í þeim er sett fram m.a. hvernig stjórn- kerfi veiðanna skuli uppbyggt, hvemig ákvarð- anir skulu teknar um stjórnunaraðgerðm, hvernig beri að standa að samningum við ut' lendinga um veiðar í bandarískri lögsögu og veiðar á farandstofnum, refsiákvæði o.s.í’ v; Tvennt er það í lögum þessum, sem athyg11 vekur. Gert er ráð fyrir að erlendir aðilsr- sem veiðar stunda, verði skattlagðir. Hverju skipi, sem veiðileyíi fær er gert að greiða dal á hverja rúmlest skips. Ef um er að ræða móðurskip er gjaldið % dalur á hverja rúm- lest. Hjálparskip skulu greiða 200 dali. E)in fremur er gert ráð fyrir að þeir sem veiðai stundi greiði 3%% af aflaverðmæti síns afla- Aflaverðmætið er fengið með hliðsjón af ^ alverði á bandarískum markaði. Þá er eirnug gert ráð fyrir að erlend veiðiskip kosti eft11 litsmenn, sem fylgist með veiðum þeirra. Ge er ráð fyrir að tekjur af þessum skatti vel milli 20 og 30 millj. dala. Hitt atriðið, sem athygli vekur er hvernig staðið er að stjórnun veiðanna. í lögunum e settar fram viðmiðanir eða staðlar um hva atriði beri að hafa hliðsjón af, en síðan er sv fyrir mælt að yfirvöld geri stjórnunaráæt (management plan) um hvern einstakan flS stofn, og hvernig beri að standa að nýtin§ ^ hans. Þetta kann að reynast erfitt í kvæmd en þegar hafa verið gerðar slíkar a anir um stjórnun á veiðum allmargra st° Þessar áætlanir eru til langs tíma og verður 322 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.