Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1979, Blaðsíða 10

Ægir - 01.05.1979, Blaðsíða 10
Metaflaár í þessu árlega töflublaði Ægis er að venju að finna margvíslegar upplýsingar um afla og verðmæti fisks og annars sjávarfangs, hagnýtingu afla eftir verk- unaraðferðum, útflutning, auk upplýsinga um skip- astólinn o.fl. f þetta yfirlit vantar að þessu sinni afla- skiptingu á veiðarfæri og skipagerðir, sem birtar verða síðar. Fyrir þá sem þess óska er enn nákvæmari og sundurliðari upplýsingar um sjávar- útveginn að finna í sérstökum skýrsluheftum Fiski- félagsins, sem nefnast útvegur 1 og 2, svo og í skýrsl- um um útgerð og afkomu fiskiskipaflotans. Heildaraflinn á s.l. ári nam alls 1.566 þús. lestum, að verðmæti 66.847 millj. króna. Lokaaflatölur ársins 1977 sýna 1.374 þús. lestir, að verðmæti 43.457 millj. króna. Hér verður að taka tillit til breytinga á gengi, auk aflaaukningar og verð- breytinga erlendis. Af einstökum tegundum sjávarafla ber loðnuna hæst bæði árin. Á s.l. ári nam loðnuaflinn þannig tæplega 62% heildarafla, en einungis tæplega 19 af hundraði landaðs verðmætis. Afli botnfisktegunda, þegar spærlingur og kolmunni er frátalinn, nam 478.9 þús. lestum að verðmæti 47.2 milljörðum, en það er tæplega 71% heildarverðmætis. Botnfiskafli ársins 1977 var svip- aður eða 479.1 þús. lestir. Þorskaflinn einn útaf fyrir sig var nokkru minni en á árinu 1977 eða 319.7 þús. lestir samanborið við 329.7 þús. lestir. Stafar þessi samdráttur þorskafla milli ára væntanlega af strangari reglum um tak- markanir á sókn, svo og minni þorskgöngum á hrygningarstöðvar, slæmu tíðarfari á haustmán- uðum og auknum siglingum skipa á erlendan markað. Því miður varð ekki sú aukning á karfa- og ufsaafla, sem vænzt var, eftir brotthvarf Þjóðverja af miðum, þótt nokkur aukning yrði á karfaafl' anum. Hinsvegar jókst ýsuaflinn nokkuð. Nokkur aukning var á sókn skipa og afla af spæA' ingi, en þó sérstaklega kolmunna. Hefur þeim skip' um og farið fjölgandi, sem með góðu móti geta veiú kolmunna, ef aðrar aðstæður, svo sem verðlag afurða leyfa, þar sem við stöndum frammi fyrlf stórhækkun olíuverðs og annars útgerðarkostfl' aðar. Á þessu ári má búast við nokkrum samdræú1 þorskafla vegna þeirra auknu takmarkana, er settar hafa verið á sókn, til verndar og endurreisnar þorsk' stofnsins. Þá virðist útlit fyrir loðnuveiðar óljóst og hafa verið gerðar tillögur um mikla takmörkua sóknar og afla. I síðustu skýrslu Hafrannsóknastofnunar unl ástand fiskstofna, var gerð tillaga um að takmarka þorskaflann við 250 þús. lestir á þessu ári. Af ýmsum ástæðum var engan veginn unnt að fylgja þessari tillögu. Koma til bæði líffræðile£' en þó einkum efnahagsleg sjónarmið. I fyrsta lagier ekki sýnt fram á, að líffræðilega nauðsyn beri ú slíkra takmarkana og í öðru lagi hefði afleiðing111 orðið stórfelld lækkun útflutningsverðmætis sjávaf' afurða, sem numið hefði 12—15 milljörðum króna- enda þótt tillit sé tekið til þess, að veiðar má auka a öðrum fisktegundum, svo sem karfa, ufsa grálúðu. Jafnvel þótt afli þessarra tegunda hefði na því marki, sem mælt var með, hefði bæði orðið sam dráttur heildarafla botnfiska og enn meiri minnku11 heildarframleiðsluverðmætis, vegna lægra mark aðsverðs afurða. 262 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.