Ægir - 01.05.1979, Blaðsíða 70
NÝ FISKISKIP
Sigurey SI 71
Þann 4. febrúar 1978 bættist nýr skuttogari í
flota landsmanna, er skuttogarinn Sigurey SI-71
kom til heimahafnar sinnar, Siglufjarðar. Skipið er
byggt árið 1973 hjá Ateliers & Chantiers de
la Mamche í Dieppe, Frakklandi,* og er smiða-
númer 1236 hjá stöðinni. Sigurey er í eigu Tog-
skips H.F. Siglufirði, sem á fyrir skuttogarann
Dagnýju SI-70. Skipstjóri á Sigurey er Kristján
Rögnvaldsson og fyrsti vélstjóri Þorsteinn V.
Pétursson. Framkvæmdastjóri útgerðarerSigurður
Finnsson.
Ýmsu var breytt um borð í skipinu og í það
settur nýr vélbúnaður eftir að það var afhent
núverandi eiganda. Sumar breytingarnar voru
framkvæmdar af erlendum aðilum, veigamest
þeirra er lenging neðra þilfars þannig að nú hefir
skipið tvö heil þilför stafna í milli.
Þær breytingar sem gerðar voru á skipinu hér
heima voru unnar af Slippstöðinni H.F. Akur-
eyri.
Helstu breytingar á stálvirki eru að neðra
þilfar var framlengt fram í stefni og skiptir nú
aðallest skipsins í tvær lestar efri og neðri lest.
Bobbingaskeifa var sett í skipið og ýmsu öðru
breytt í samræmi við þann búnað, sem fór um
borð í skipið, og til samræmis við kröfur Sigl-
ingamálastofnunar Ríkisins, og má þar til nefna
skutrennuloku.
fbúðarými var breytt á þann veg að matsalir
sem voru tveir voru sameinaðir og eldhúsi þokað
til.
Af vélrænum búnaði má nefna að í skipið
var sett hjálparvél ásamt rafala, ísvél og frysti-
tæki með tengdum búnaði.
Vökvaknúin flotvörpuvinda og tveir vökva-
knúnir losunarkranar voru einnig settir í skipið.
í brú var settur nýr radar.
Almenn lýsing:
Skipið er byggt samkvæmt reglum og undir
eftirliti Bureau Veritas, í flokki I 3/3 E +
Fishing Vesel Deep, Sea. + MOT.
Skipið er skuttogari með tvö þilför hvalbak og
skutrennu upp á efra þilfar.
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með þilum
í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylk'
með keðjukössum, en stafnhylkið nær upp að efra
þilfari; fiskilest með botngeymum fyrir vatn,
hágeymar fyrir olíu, með asdikklefa frenist,
vélarúmi með olíugeymum fremst og í síðum; ohu-
geymar yfir stefnisröri og aftast eru skuthylki.
Fyrir aftan stafnhylki á neðra þilfari er fiski-
lest. Þar fyrir aftan er íbúðarými aftur með báðurn
síðum, og fremst er tengigangur á milli. í miðju
er vélarreisn og gangur fyrir færibönd mifi*
fiskmóttöku, sem er fyrir aftan vélarreisn, og að-
gerðarrýmis, sem er í hvalbak. Aftast í miH1"
þilfarsrými eru geymslur í síðum og stýrisvélarum
í miðju, undir skutrennu.
Á efra þilfari, undir hvalþak, er geymsla fremst.
en þar fyrir aftan vinnuþilfar. Aftan við hvalbak
er þilfarshús, í miðju skips, en í því er loftræstinga-
klefi, stigahús og gangur fyrir færibönd milli vinnu-
þilfars og fiskmóttöku. Aftan við og til hliðar vi
þilfarshús er togþilfar skipsins. í framhaldi af skut-
rennu er vörpurenna, en hún greinist í bobbinga-
rennur nokkru aftan við þilfarshús og ná þær fram
að hvalbak. Úti við síður, sitt hvoru megin vi
vörpurennu eru síðuhús (geymslur). Yfir frambrun
skutrennu er bipodmastur, en yfir afturbrún er
toggálgi. Yfir þilfarshúsi, aftan við hvalbak, er
yfirbygging skipsins, á neðri hæð eru íbúða-
klefar og klefi fyrir tovindumótor, en á efri hæ
eru tveir íbúðaklefar úti við síður, en brú skip
sins er á milli þeirra og framan við. Ofan á bru
er mastur fyrir hífingablakkir.
Vélabúnaður: .
Aðalvél skipsins er frá Crepelle, gerð 12 P^
SRR, tólf strokka fjórgengisvél, sem skilar 2000 b°
við 800 sn/mín. Við vélina er niðurfærslugír lf3
Hindmarc Messian, gerð ER 2 ML 438, niður
færsla 4:1, og skiptiskrúfubúnaður frá Escher WysS’
Á niðurfærslugír eru tvö úttök (1500 sn/mím
fyrir rafala. Annars vegar er jafnstraumsraia >
frá Leroy, gerð C 400, 250 KW, fyrir vindubúna
skipsins. Hins vegar er riðstraumsrafall frá Lero>-
gerð TA 2800 L10, 3x380 V, 50 Hz, 175 KVA fyr‘r
rafkerfi skipsins.
Hjálparvélar eru tvær frá Caterpillar, önnur ger.
D 343 TA, 305 hö við 1500 sn/mín. Við fren^
enda vélarinnar er Leroy jafnstraumsrafall, Ser
C 315, 66 kw, sem er vararafall fyrir vindubúnar-
Við aftari enda hennar tengist Leroy riðstraums
rafall af sömu gerð og er á aðalvél.
Hin hjálparvélin er af gerð 3304T 121 hö
322 — ÆGIR