Ægir - 01.05.1979, Blaðsíða 54
Krislbjörn Árnason Haraldur Ágústsson
M/s Sigurður RE 4 aflahœsla skipið á verlíðinrU
með samtals 16.383 lestir.
Á miðnætti laugardagsins 27. jan. var vitað um
52 skip er fengið höfðu afla. Vikuaflinn varð sam-
tals 41.135 tonn og heildaraflinn var þá orðinn
samtals 99.604 tonn. Á sama tíma í fyrra var
heildaraflinn samtals 46.793 tonn og þá höfðu 49
skip fengið einhvern afla. Aflahæsta skipið í viku-
lokin var Börkur NK 122 með 3.870 tonn. Skip-
stjórar þeir Magni Kristjánsson og Sigurjón Valdi-
marsson.
Vikan frá 28. jan. - 3. febr.
Eftir fimm daga brælu var loks komið sæmilegt
veiðiveður og mánudaginn 29. jan. fengu skip afla
50 sml. austur af Dalatanga (svæði 511). Loðnu-
gangan hafði farið nokkuð hratt suður með
landinu og í vikulokin var hún á svæði um 50 sml.
austur af Papey (svæði 462-461). Bezti veiði-
dagur vikunnar var föstudagurinn en þá fengu 44
skip um 21.130 tonn og var það bezti veiðidagur
vertíðarinnar til þessa.
Verðlagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið verð á
frystri loðnu með hrognainnihaldi yfir 12% kr.
70. pr. kíló og loðnuhrognum kr. 240 pr. kíló.
Á miðnætti laugardagsins 3. febr. var vitað um
54 skip er fengið höfðu afla. Vikuaflinn varð sam-
tals 39.529 tonn og heildaraflinn var þá orðinn
samtals 139.133 tonn. Á sama tíma í fyrra var
heildaraflinn samtals 81.572 tonn og þá höfðu
58 skip fengið afla.
Aflahæsta skipið í vikulokin var Hrafn GK 12,
skipstjóri Sveinn ísaksson, með samtals 5.161 tonn.
Vikan frá 4. febr. - 10. febr.
Fyrri hluta vikunnar bárust fréttir frá togurum
um miklar loðnulóðningar á Halamiðum og víðar út
af Vestfjörðum. Hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson fór á þetta svæði til rannsóknar. Sam-
kvæmt fréttum frá Hjálmari Vilhjálmssyni fiski-
fræðingi var þarna kynþroska loðna á ferðinm
og virtist ganga suður eftir. Á nóttunni kom loðnan
upp á 20-30 faðma dýpi og var í góðum veiðan-
legum torfum, en engin skip voru á svæðinu. „Á
þvi leikur enginn vafi að hér er um verulegt magn
að ræða og ætti að gefa góða veiði, en það vantar
bara skip hingað“, sagði Hjálmar.
Góð veiði var á austursvæðinu á svipuðum
slóðum og fyrr (svæði 461-462), heldur þokaðist
loðnugangan suður með landinu og i vikulokin var
hún komin í um 60 sml. austur af Stokksnesi
(svæði 412). Beztu veiðidagarvikunnar voru þann 8-
og 9. febr. en þá daga fengu 45 skip um 24.600
tonn. Á miðnætti laugardagsins 10. febr. var vitað
um 54 skip er fengið höfðu afla. Vikuaflinn varð
samtals 50.695 tonn og heildaraflinn þá orðinn
samtals 189.827 tonn. Á sama tíma í fyrra var
heildaraflinn samtals 141.818 tonn og þá höfðu 65
skip fengið afla.
Aflahæsta skipið í vikulokin var Pétur Jónsson
RE 69, skipstjórar Pétur Stefánsson og ísak Vald'
imarsson, með 6.192 tonn.
Vikan 11. febr. - 17. febr.
Eins og áður er getið varð vart við töluvert
magn loðnu út af Vestfjörðum, en þá voru þar
engin skip. Lfm miðjan febr. kom Hafrún ÍS 400
á miðin þarna og 14. febr. fékk hún þar mjog
stórt kast, en svo illa tókst til að kraftblakkar-
gálginn brotnaði og náðist aðeins 137 tonn ur
kastinu. Ekki veiddist meira á þessu svæði i vikunm-
Heldur rysjótt tíð var alla vikuna, en þó fékkst
einhver afli alla dagana og bezti veiðidagurmn
var fimmtudagurinn, en þá fengu 36 skip um 16.78
tonn, aðallega skammt SA og S af Stokksnesi.
í vikulokin var loðnugangan komin vestur a
306 — ÆGIR