Ægir - 01.05.1980, Side 42
og aflabrögð
Allur afli báta er miðaður við óslægðan fisk, að
undanskildum einstökum tilfellum og er það þá sér-
staklega tekið fram, en afli skuttogaranna er mið-
aður við slægðan fisk, eða aflann í því ástandi
sem honum var landað. Þegar afli báta og skut-
togara er lagður saman, samanber dálkinn þar sem
aflinn í hverri verstöð er færður, er öllum afla
breytt í óslægðan fisk. Reynt verður að hafa afla-
tölur hvers báts sem nákvæmastar, en það getur oft
verið erfiðleikum háð, sérstaklega ef sami báturinn
landar í fleiri en einni verstöð í mánuðinum, sem
ekki er óalgengt, einkum á Suðurnesjum yfir vetrar-
vertíðina.
Afli aðkomubáta og skuttogara verður talinn
með heildarafla þeirrar verstöðvar sem landað var í,
og færist því afli báts, sem t.d. landar hluta afla
síns í annarri verstöð en þar sem hann er talinn
vera gerður út frá, ekki yfir og bætist því ekki
við afla þann sem hann landaði í heimahöfn sinni,
þar sem slíkt hefði það í för með sér að sami aflinn
yrði tvítalinn í heildaraflanum.
Allar tölur eru bráðabirgðatölur í þessu afla-
yfirliti, nema endanlegar tölur sl. árs.
SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND
í mars 1980.
Gæftir bátanna vorú góðar og aflabrögð með því
besta, sem gerst hefur í marsmánuði undanfarin ár.
Botnfiskafli bátanna nam 62.133 tonnum (43.395)
í 5.910 (5.185) sjóferðum. Auk þessa afla fengu
bátar af svæðinu 317 (198) tonn af hörpuskel og
707 (213) tonn af spærlingi.
Afla og veiðafæraskipting bátanna var þannig:
Net 55.113 tonn, togveiðar 4.973 tonn, lína 1.967
tonn og handfæri 80 tonn.
Aflahæstu bátar í mánuðinum voru eftirtaldir:
Friðrik Sigurðsson, Þorlákshöfn Veiðarf. net Tonn 793
Arnar Þorlákshöfn net 644
Jón á Hofi Þorlákshöfn net 602
Höfrungur 3. Þorlákshöfn net 597
Gjafar Vestmannaeyjum net 579
Sigurjón Arnlaugsson HF. lína 212
Freyja GK lína 210
Mánatindur Vogum lína 200
Friðgeir Trausti Grindavík lína 192
Sigrún Grindavík lína 170
Sigurbára Vestmannaeyjum togv. 265
Reynir Sandgerði togv. 227
Heimaey Vestmannaeyjum togv. 220
Erlingur RE togv. 192
Björg Vestmannaeyjum togv. 185
iHm
36 skuttogarar stunduðu veiðar, þar af lönduðu
34 (23) í höfnum á svæðinu 15.200 tonnum. Auk
þess lönduðu 3 norðlenskir togarar 340 tonnum úr
þremur veiðiferðum. Þannig varð togaraflinn a
svæðinu 15.540 tonn (10.737) í 89 (50) löndunum-
6 togaranna seldu afla erlendis í mánuðinum,
Aflinn í hverri verstöð niiðað við óslœgðan fisk:
1980 1979
tonn tonn
Vestmannaeyjar ... 12.830 8.943
Stokkseyri 82 118
Eyrarbakki 197 242
Þorlákshöfn ... 10.765 7.676
Grindavík ... 11.649 7.976
Sandgerði ... 6.995 3.115
Keflavík 5.970 4.249
Vogar 341 406
Hafnarfjörður 3.725 2.516
Reykjavík 6.280 5.104
Akranes ... 4.969 3.076
Rif ... 4.013 2.479
Ólafsvík 5.641 4.720"
Grundarfjörður ... 2.880 2.301
Stykkishólmur 1.336 1.147
Atlinn í mars ... 77.673 54.054
Vanreiknað í mars 1979 ... 596
Aflinn í jan.-feb ... 50.004 38.500
Aflinn frá áramótum ... 127.677 93.150
282 — ÆGIR