Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1980, Side 65

Ægir - 01.05.1980, Side 65
strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkæli, 405 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr beintengdan Marcon B 604 H riðstraumsrafal, 256 KW (320 KVA), 3x380 V, 50 Hz, og er auk þess búin Marco DC 0U1-P114 aflúttaki. Hjálparvé! b.b.: Cummins, gerð KT 1150 G, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkæli, 405 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr beintengdan Vlarcon B 604 H riðstraumsrafal, 256 KW (320 KVA), 3x380 V, 50 Hz. Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Tenfjord af gerð I-160-2ESG 420, snúningsvægi 3600 kpm. Stýrisvélin tengist Becker-stýri af gerð S-A 1350/ 165 F2. Skipið er búið tveimur vökvadrifnum hliðar- skrúfum frá Schottel. Tœknilegar upplý.iingar (livor skrúfa): Gerð ...... ........... Afl ................... Blaðafjöldi/þvermál ... Niðurgírun ............ Snúningshraði ......... Vökvaþrýstimótor ...... Afköst mótors ......... S 152 LK 280 hö 4/1000 mm 1.9:1 632 sn/mín Sauer SMF 27 280 hö við 1200 sn/mín I skipinu eru tvær sjálfhreinsandi skilvindur frá Vlitsubishi af gerðinni SJ 700, sem eru til hreins- u°ar á smurolíu og svartolíu. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Espholin af gerð H 3S, afköst 17.1 m3/ klst. v‘ð 30 kp/cm2 þrýsting hvor þjappa. Fyrirvélarúm °g loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar frá Nordisk Ventilator, afköst 13500 m3/klst og 4500 m3/klst. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir raf- mótora og stærri notendur, en 220 V riðstraumurtil 'jósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir,220 V kerfið eru tveir 60 KVA spennar 380/220 V. Rafalar tengjast samkeyrslubúnaði. í skipinu er 60 A, 3x380 V landtenging. Tankmælikerfi er frá Peilo Teknikk A/S af gerð Soundfast, aflestur í vélgæzluklefa. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. Ibúðir eru hitaðar upp með vatnsmiðstöð, sem ær varma frá kælivatni aðalvélar og til vara er rafmagnsketill frá Rafha með 22 KW rafelementi. yrir heitt vatn er 200 1 hitakútur með 4.5 KW rafelementi, sem einnig má tengja inn á mið- stöðvarkerfið. Fyrir vinnuþilfar eru tveir vatns- hitablásarar. íbúðir eru loftræstar með einum raf- drifnum blásara frá Nordisk Ventilator, afköst 2340 m3/klst, og í loftrás er 5.1 KW rafelement. Fyrir eldhús er sérstakur gufugleypir og fyrir snyrt- ingar og stakkageymslu er sogblásari. Tvö vatns- þrýstikerfi frá Speck & Co af gerð Hydramax 20 eru fyrir hreinlætiskerfi, annað fyrir sjó en hitt fyrir ferskvatn, stærð þrýstigeyma 150 1. Fyrir hliðarskrúfur er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi með 315 1 geymi og tveimur áðurnefndum véldrifn- um dælum sem drifnar eru af aðalvél um deiligír. Fyrir vindur, kraftblakkar- og fiskidælubúnað er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi með 1500 1 geymi og áðurnefndum véldrifnum dælum, þ.e. fimm dælur drifnar af aðalvél um deiligír, og tveimur raf- drifnum Vickers 25 V vökvaþrýstidælum, sem eru varadælur fyrir vindubúnað, og eru jafnframt fyrir átaksjöfnunarbúnað togvindna. Fyrirpokalosunar- krana er sjálfstætt rafknúið vökvaþrýstikerfi, aftast í b.b.-síðuhúsi, með tveimur dælum, sem drifnar eru af 18.5 KW rafmótorum og fyrir löndunar- krana eru tvö rafknúin vökvaþrýstikerfi í hval- bak, annað fyrir sjálfan kranann (18 KW) en hitt fyrir vindu á krana (55 KW). Fyrir blóðgunar- ker, vökvaknúnar lúgur o.fl. er sjálfstætt rafknúið vökvaþrýstikerfi í stýrisvélarrúmi með tveimur 5.5 KW dælum og fyrir Gearworks hjálparvindu er ein 11 KW rafdrifin dæla, sem tengist sama kerfi. Tvær rafdrifnar dælur eru fyrir stýrisvél. Fyrir lestar eru tvö kælikerfi, hvort með sinni kæliþjöppunni frá Bitzer. önnur er af gerð VI W, afköst 10475 kcal/klst við -H0°C/-/+40°C, en hin af gerð V W, afköst 4455 kcal/klst við +10°C/-/ +40° C, kælimiðill er Freon 12. Fyrir matvæla- geymslur (kæli og frysti) er ein Bitzer III L kæli- þjappa, afköst 1195 kcal/klst við +20°C/-/+40°C, og er kælimiðill Freon 502. Ibúðir: í íbúðarými undir neðra þilfari eru tveir 2ja manna klefar. í íbúðarými á neðra þilfari er fremst geymsla, en s.b.-megin þar fyrir aftan eru tveir 2ja manna klefar, tveir eins-manns klefar og aftast hlífðarfatageymsla. B.b.-megin eru fremst tveir 2ja manna klefar, þá einn eins-manns klefi, borðsalur, eldhús og aftast matvælafrystir. Fyrir miðju í íbúðarými er salernisklefi fremst ásamt snyrtingu með tveimur sturtuklefum og einum salernisklefa, en aftantil er matvælakælir til hliðar við borðsal. ÆGIR — 305

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.