Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1981, Síða 18

Ægir - 01.01.1981, Síða 18
Hjalti Einarsson: Markaðsmál Forseti, góðir þingfulltrúar. Fjórðungsþing fiski- deilda á Austfjörðum haldið á Djúpavogi 26. og 27. september 1980, ályktaði um markaðsmál þannig: ,,1. Unnið verði að fullum krafti við að auka og efla markaðsleit, fyrir íslenskar sjávarafurðir allsstaðar sem því verður við komið. 2. Þau sölusamtök sjávarafurða, sem fyrir eru í landinu, vinni að því að koma á öflugu sölu- og markaðskerfi í Evrópu, Afríku og víðar, og tryggi þar með öruggari sölu og markaði. 3. Utanríkisráðuneytið styðji jafnframt út- flutningssamtökin við frekari markaðsleit og upplýsingaþjónustu betur og meira en verið hefur til þessa.” Aðrar deildir hafa ekki ályktað um markaðsmál. Þó hefur fjórðungsþing í Norðurlandsfjórðungi sent frá sér svohljóðandi tillögu til stjórnar Fiski- félagsins: „Fjórðungsþing fiskideilda í Norðlendinga- fjórðungi haldið 18. október 1980, skorar á stjórn Fiskifélags íslands að fá mann kunnugan markaðsmálum til að flytja erindi um þau á næstkomandi Fiskiþingi.” Stjórnin hefur orðið við ósk Norðlendinganna og fengið hingað Sigurð Markússon, sem er manna kunnugastur og hæfastur til að fjalla um markaðs- mál. Þá hafa þingfulltrúar fengið í hendur greinar- gerð Jónasar Blöndal um skipan sölumála. Það er því ekki þörf á að ég fjalli ítarlega um markaðsmál í framsöguerindi, og mun því aðeins drepa á ein- staka þætti. Ég tel að Fiskiþing ætti að styðja tillögu Aust- firðinganna varðandi markaðsleit og markaðskerfi i Evrópu og viðar. Sú stefna sem þar er bent á er þegar mótuð af sölusamtökunum og í fullu sam- ræmi við það sem gerst hefur og er að gerast eins og Sigurður Markússon hefur þegar sýnt fram á. Varðandi þátt utanríkisráðuneytisins er rétt að geta þess að vissir samningar við austantjaldslönd- in eru að forminu til milliríkjasamningar og gerðir af sölusamtökunum með aðstoð viðkomandi ráðu- neyta. Sendiráðið í Moskvu hefur þá veitt ómetan- lega aðstoð, svo dæmi sé nefnt. Til þess er hins- vegar ekki ætlast að embættismenn, ráðherrar eða kjörnir stjórnmálamenn, annist fisksölu. Til Vestur-Evrópu hafa fiskafurðir farið í vaxandi mæli á undanförnum árum. Þar eru markaðir að vísu all-sveinugjarnir, enda ferskur fiskur seldur á uppboðsmarkaði en frosinn fiskur háður framboði og uppboðsverði á ferskum fiski. í Vestur-Evrópu er verið að efla sölustarfsemi, t.d. samþykkti Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna á aðalfundi á s.l. vori: í fyrsta lagi að opna söluskrifstofu í Þýskalandi, og í öðru lagi að auka starfsemina í Bretlandi en þar var skrifstofa fyrir. Unnið er að undirbúningi á vegum S.H. og munu báðar samþykktirnar verða framkvæmdar á næstu mánuðum. í áðurnefndri skýrslu Jónasar Blöndal eru athyglisverðar upplýs- ingar um markaðshlutdeild íslands í innflutningi til Bretlands. Hliðstæðar upplýsingar komu fram hjá Sigurði Markússyni áðan. Hér verður því að- eins drepið á örfáar tölur. Árin 1977, 1978 og 1979 var hlutdeild íslands þessi í innflutningi hrað- frystra fiskafurða til Bretlands: 1977 10% 1978 15% 1979 20% Hlutur íslands hefur tvöfaldast en á sama tíma hefur hlutdeild Noregs minnkað úr 52% í 42% og Færeyja úr 5% í 4%. Ég mun nú skýra frá nokkrum tölum varðandi þorskvinnslu frystihúsa innan vébanda Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna sem sýna þróunina. Vegna þess hve fyrirvari er lítill varð ég að notast við þær tölur sem mér voru nærtækastar, þ.e. frá S.H. Þá ber að hafa í huga að tölurnar sýna fryst- ingu eingöngu og gefa ekki rétta mynd af sölu. Birgðir við áramót eru mismiklar auk þess sem út- flutningur er nokkrum vikum á eftir vinnslunni. Þá ber þess að geta að flakapakkningar eru yfirleitt unnar fyrir ákveðna markaði, en blokkapakkn- ingar síður, sama pakkning fer oft bæði í vestur og 6 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.