Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1981, Page 46

Ægir - 01.01.1981, Page 46
fiska okkar, til þess gert af náttúrunni að hámark frumframleiðninnar og klakið fari saman, svo að fiskseiðin fái sína næringu. Árangur klaks og við- koma nytjafiska okkar á fyrsta æviskeiði þeirra fer þannig m.a. eftir umhverfisþáttum eins og hita, seltu, næringarefnum, frumframleiðni, æti, haf- straumum og stund og stað hagstæðra skilyrða, sem eru þættir sem geta verið háðir veðri og vind- um. Hafstraumarnir ráða í þessu dæmi miklu um ástandið í sjónum og dreifingu fiskseiðanna út og inn um hin ýmsu mið fjarri hrygningarstöðvunum. Reynslan sýnir að þessi skilyrði eru yfirleitt að öllu jöfnu ákjósanleg í hafinu við ísiand, þótt stundum geti brugðið út af í þeim efnum. Það er þá oftast svonefnt atferli í vistinni, sjálfrátt eða ósjálfrátt, sem breytist með breytilegu umhverfi. Skilyrðin eru að mati höfundar reyndar það ákjósanleg og flókin að erfitt muni reynast að bæta þar úr hvað varðar flesta sjófiska við landið með svonefndri hafbeit. Einnig verður að geta þess, að hinar ýmsu fisktegundir við Iandið eru mismunandi viðkvæm- ar fyrir náttúrulegum skakkaföllum eða breyting- um í sjónum. Ofveiðin sem slík, þ.e. of tnikil veiði miðað við ytri og innri náttúrulegar aðstœður, virðist reyndar oftast vera hinn endanlegi skað- valdur þegar út af ber í alvöru. íslenska landgrunnið Flest fiskimið við ísland eru á eða yfir land- grunninu. Ekki má þó gleyma fiskum, eins og t.d. síld, loðnu og kolmunna, sem flakka Iangt út fyrir hið eiginlega landgrunn, en teljast þó oft vera inn- an „lagalega landgrunnsins”. Þá er átt við 200 sjó- mílna efnahagslögsöguna eða jafnvel svæði enn 7. mynd. Fiskveiöitandhelgin við ísland. 4 sjómítur 1952 — 12 sjómílur 1958 — 50 sjómílur 1972 — 200 sjómílur 1975. Fishery limits off Iceland (13). 34 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.