Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1981, Side 54

Ægir - 01.01.1981, Side 54
Markús Á. Einarsson: Um veðurspár Útvarpserindi 21. sept. 1980 Á öllum tímum hefur veðrið verið mönnum í- hugunarefni, og ætíð hafa þeir borið þá von í brjósti að geta sagt fyrir um veður morgundagsins með nokkurri vissu. í upphafi var veður fyrst og fremst tengt við guði og yfirnáttúruleg öfl og þróuðust smám saman ýmsar reglur, þar sem reynt var að tengja saman merkisdaga, oft trúar- legs eðlis, og veðurbreytingar, eða þá að veðra- brigði voru lesin af gangi sólar og tungls eða hegðun dýra. Forfeður okkar voru afar háðir veðri og varð það til þess að nokkuð skipulega var fylgst með því. Skapaðist smám saman alltraust þekking á því, hversu breytileg veðrátta gæti verið og við hvað væri að etja, þegar hún væri hvað óblíðust. Á 17. öld komu til sögunnar bæði hitamælar og loftvogir og varð það til að auka veðurathuganir víða í Evrópu. Það var þó ekki fyrr en á 19. öldinni, að augu manna opnuðust fyrir því að veður ferðaðist milli svæða. Mun stórviðri við Svartahaf í nóvember 1854, sem olli miklu tjóni hjá franska og enska flotanum sem þar voru vegna Krímstríðsins, hafa valdið nokkrum straumhvörfum, því að fréttir bárust síðar um að svipað illviðri hefði geisað í öðrum löndum Evrópu næstu daga á undan. Töldu menn liklegt að þar hefði verið um sama veður að ræða og þótti því sýnt að með því að koma veðurathugunum símleiðis milli staða og landa mætti segja fyrir um veður. Voru á næstu ár- um stofnaðar veðurstofur í flestum löndum Evrópu sem skiptust á upplýsingum, teiknuðu veðurkort og spáðu um veður. Grundvöllur veðurspáa Grundvöllinn að greiningu veðurkorta í þeirri mynd sem nú tíðkast lögðu svo nokkrir norskir og J"I hæö L lægð Æ * A M. hitaskil (rauð) i i 1 i rigning —A Æ. kuldaskil (blá) * * * snjókoma samskil / * / * / * slydda þoka 5 > ’ ? ? súld þokumóða oo mistur V V V skúrir * * V * V V él _L » skafrenningur IÁ K þrumuveður NNA 7 vindstig Vindur er táknaöur meö ..vmdorvum Orin sýmr vindáttina. en veöur- hæöin er sýnd meö þverfjoðrum. og táknar hver heil fjoöur 2 vindstig. en hálf fjoöur eitt O 0 3 « # heiðríkt léttskýjað hálfskýjað skýjað alskýjað Tákn sein noluð eru i veðurfregnum í sjónvarpi. sænskir veðurfræðingar sem unnu að rannsóknum í Bergen skömmu fyrir 1920 undir forystu Wilhelm Bjerknes. Settu þeir fram kenningar um skil milli loftmassa, hitaskil eða kuldaskil, og tilhneigingu til myndunar lægða við slík skil. Einnig sýndu þeir fram á að skýja- og úrkomukerfa væri einmitt helst að leita við skilin. Þarna urðu til mörg þau hugtök sem enn þann dag í dag eru við líði í veður- þjónustunni, og er það reyndar með ólíkindum, hversu kenningar Bergensskólans sem svo var nefndur hafa staðist tímans tönn. Þær gerðu kröfu um mjög auknar veðurathuganir og skjóta dreif- ingu veðurskeyta milli landa, og vildi svo vel til, að loftskeytasendingar hófust um svipað leyti. Fóru veðurskeyti að berast yfir Norður-Atlantshafið upp úr 1920. Almenn veðurspá er gerð á grundvelli veður- korta sem sýna legu lægða og hæða, skila og regn- svæða á ákveðnum athugunartíma. Reynt er að 42 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.