Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1981, Side 57

Ægir - 01.01.1981, Side 57
Brœla á Norðfirði. á dag. Um loftskeytastöðina er svo útvarpað kl. 4.30 að næturlagi. Auk þessa útvarpa 5 strandar- stöðvar Póst- og símamálastofnunar veðurspá fyrir aðliggjandi og nærliggjandi ntið að næturlagi fyrir sjófarendur, og þrjár þeirra einnig 2-3 sinnum á daginn. Veðurspá er svo loks send til sjófarenda á morsi 4 sinnum á sólarhring bæði á íslensku og ensku. Almennar veðurspár Almennar veðurspár hefjast venjulega á stuttri lýsingu á síðasta veðurkorti og er gerð grein fyrir beim hæðurn, lægðum eða öðrum veðurkerfum sem búist er við að hafi áhrif á veðrið á spásvæð- nnum næsta sólarhring. Ef þörf er á kemur storm- nðvörun, þ.e. aðvörun um 9 vindstig eða meira, á nndan þessu yfirliti. í lok yfirlitsins er stuttlega gerð grein fyrir almennum horfum á hitabreyting- unt á landinu. Spáþættir eru í fyrsta lagi vindáll og veðurhœð. A'gengast er að nota íslensk heiti vindstiganna nema á djúpunum. Þó er í 0-2 vindstigum talað um ánegviðri eða hæga, breytilega átt og heitið kaldi er notað um 4-5 vindstig. I öðru lagi er svo spáð skýjafari eða öðrum Veðurfyrirbœrum, svo sem úrkomu eða þoku. Greint er milli úrkomutegunda en úrkomumagni er spáð. Þó er oft gefið í skyn að ekki verði um verulega úrkomu að ræða. Yfirleitt er ekki spáð afleiðingum af veðri með þeirri undantekningu þó, að varað er við ísingu á miðum ef ráða má af lofthita, sjávarhita og veður- hæð að hún verði mikil. Að morgni hvers dags gerir Veðurstofan svo yfirlitsspá tvo daga fram í tímann, eins og fyrr var nefnt, og er veðurhorfum á öðrum degi útvarpað í lok veðurfregnalesturs kl. 12.45 og 16.15. í sjónvarpi fylgja veðurfregnir hverjum frétta- tíma og eru þar notuð veðurkort til að lýsa veðri dagsins og veðurhorfum fyrir næsta sólarhring svo sem kunnugt er. Hinum almennu veðurspám sem hér hefur verið lýst er ætlað að þjóna almenningi í starfi og frí- stundum og ekki síður atvinnuvegum okkar sem flestir eiga mikið undir veðri, fyrst og fremst þó landbúnaður og sjávarútvegur. Aðrar atvinnugreinar eru þó einnig með ýmsum hætti háðar veðri, og þá stundum þannig, að þær þurfa á sérstakri þjónustu að halda. Greinilegasta dæmið um það er flugreksturinn. Lengst af var sérstök flugveðurstofa á Keflavíkurflugvelli, en verkefni hennar hvað varðar spár hafa nú verið flutt á veðurspádeildina í Reykjavík. Þar eru gerðar sérstakar spár fyrir helstu flugvelli landsins og spár um vinda og veður í þeim flughæðum sem flogið er í. Ég vil einnig sem dæmi um sérþarfir nefna, að byggingaaðilar þurfa á allnákvæmum upplýsing- ÆGIR — 45

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.