Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1985, Page 10

Ægir - 01.04.1985, Page 10
áætlun Þjóðhagsstofnunar („Skýringar við rekstraryfirlit botnfiskveiða í mars 1985") er gert ráðfyrir, að olíur, veiðarfæri, ís og löndunarkostnaður fylgi sóknarbreytingum að fullu, við- hald að hálfu, en fastur kostnaður haldist óbreyttur. Árið 1983 var meðalúthald minni togara 328 dagar, en 1984 voru þeir 296. Til þess að auka sóknina aftur í það sem hún var árið 1983 þyrfti því að fjölga úthaldsdögum um 10,8%. Þar sem afli yfir sumarmánuði ársins 1983 var vel yfir meðaltali ársins áætlum við hinsvegar 15% sókn- arauka til þess að ná sæmilegu jafnvægi í hráefnisöfluninni. Samkvæmt forsendum Þjóð- hagsstofnunar má gera ráð fyrir að 40% af kostnaði togaranna sé sóknartengdur og því myndi útgerðarkostnaður aukast um 6% við 15% sóknarauka. Þetta þýðir að íiskverð þyrfti að hækka um 6% til útgerðar. í fram- legðarútreikningunum hér á undan gerðum við ráð fyrir að hráefnisverð væri 16,87 kr./kg. Með afladreifingunni yrði því nauðsynleg hækkun á hráefninu 16,87x6% = 1,01 kr./kg til að útgerðin stæði ekki verr að vígi. Það myndi þá auka hráefnis- kostnað frystihússins um 101.000 kr. sem er þó ekki nema brot af þeirri framlegðaraukningu sem frystihúsið hefði náð. Fiskverö Þær þrjár leiðir sem notaðar hafa verið á undanförnum árum við stjórnun fiskveiðanna, þ.e. aflamark (kvótakerfið), sóknar- mark og tegundamark (skrap- dagaveiðikerfið) hafa allar það sameiginlegt að fækka útivistar- dögum á sjó. Æskilegt er hins- vegar vegna vinnslunnar að afl- inn dreifist sem jafnast yfir árið. Eitt er þó víst, að ef á að ná há- marksafrakstri í sjávarútveginum verður að gera sjómannastéttina virka þátttakendur með breyttu verðlagskerfi. Það er staðreynd að mestur afrakstur vinnslu og því þjóðhagslega mestur ávinn- ingur, fæst með því að jafna vinnslu og auka gæði með fersku hráefni. Möguleg lausn er fólgin í e.k. „STJÖRNUFLOKKI", þ.e. bónus fyrir stuttar veiðiferðir með hæfi- legum afla og góðu mati. í þess stað mætti fella niður kassa og línuuppbætur, verðbætur á karfa og svo framvegis. LOKAORÐ ___________ Okkar skoðun er að með afla- dreifingu yrði m.a. spornað við hinu geysilega öryggisleysi í fisk- vinnslunni sem hefur svifið yfir vötnum á þessu ári. Þrátt fyrir að seint verði hægt að losa fisk- vinnsluna algjörlega undan sveiflum í hráefnisöflun erum við þess fullvissir að með markvissu skipulagi og stjórnun er hægt að minnka þær sveiflur verulega. Að undanförnu virðist stjórnun fisk- veiða hinsvegar hafa miðast ein- göngu við neyðarráðstafanir vegna fiskstofnanna. Sjávarútvegur er víðast mjög vel rekinn. Ef svo væri ekki, væru erfiðleikar í íslenskum þjóðarbú- skap miklu meiri en þeir þó eru. Takmarkið er að gera góða vöru betri og fá fyrir hana hæsta mögu- lega verð. Það næst eingöngu með fersku hráefni, skjótum vinnubrögðum, réttri fram- leiðsluskipulagningu og vönu starfsfólki. Eins og staðan er í dag náum við jafnvel ekki að koma aflanum í viðunandi pakkningar sökum manneklu og ofgnóttar hráefnis á vissum tímabilum. Verkföll og allar vinnustöðvanir bitna hart á fiskvinnslunni, starfs- fólki og fyrirtækjum. Til þess að auka þjóðartekjur verðum við að hafa frið á vinnumarkaðinum °f> helsta leiðin til að ná þeim friðier að auka verðmæti framleiðslui111 ar og bæta þar með stöðu f|S vinnslunnar og þeirra sem vl hana starfa. Á fundi yfirnefndar um fiskver 28.12. '84 var rætt um að ha^ verð á þorski og ýsu breyti|e§ milli árstíða, þ.e. lægra í júb ágúst. Hugmyndin var á Þe5?l1 leið. „Auk framangreinds lágmaÁ- verðs á þorski og ýsu sku1 fiskkaupendur greiða X% v' ^ bót mánuðina janúartil júm september til desember. framangreindu lágmarksver 1 á þorski og ýsu skulu fiskkaup endur draga Y% mánuði11*1 júlí og ágúst." Þetta náði ekki fram að ganfT1, Hvort sem þessi leið er sú skásta eða ekki, sýnir þetta þó að Þe'r sem eiga þátt í skipulagnin^ sjávarútvegsins eru farnir 3 skynja vandamálið. Vonan leiðir sú skynjun fljótlega til raun hæfra viðbragða. HEIMILDIR: Fiskifélag Islands Landssamband íslenskra útvegs- manna. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Jón Jóhannesson. Þjóðhagsstofnun, Rósmundur Guðnason. Höfundar eru báðir fisktæknar, Einar Garðar Hjaltason hjá Hraðfrystihúsinu hf., Hnífsdal, Hörður Geirsson hjá Pólnum hf., ísafirði. 118-ÆCIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.