Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1985, Blaðsíða 18
riðum mjög líkar þeim tillögum sem gerðar voru fyrir yfirstand- andi ár. Ég skal því ekki þreyta ykkur á greinargerð um ástand þessara stofna að öðru leyti en því að rétt er að minna á það einu sinni enn að karfaafli miðað við togtíma hefur minnkað um 5% á ári undanfarin 3-4 ár. Þetta veldur áhyggjum þarsem minnk- andi afli á sóknareiningu táknar oft minni stofn. Hinu er þó ekki að leyna að breytt skilyrði á íslandsmiðum gætu valdið því að karfinn er þar e.t.v. dreifðari tvö síðustu ár en árin þar á undan og er hugsanlegt að þetta eigi sinn þátt í minnkandi afla á sóknarein- ingu. Síld Ekki liggja enn fyrir neinar nýjar mælingar á stærð íslenska sumargotssíldarstofnsins en gert er ráð fyrir að í næstu viku fari rannsóknaskipið Árni Friðriksson í leiðangur þar sem reynt verður að kanna útbreiðslu og magn bæði smásíldar og stórsíldar hér við land. Þegar stærð íslenska sumargotssíldarstofnsins var mæld um síðustu áramót bentu niðurstöður til þess að hann væri um 280.000 tonn. Síðastliðin 15 ár hefur svört skýrsla ekki verið skrifuð um síld. Ég minni á þetta m.a. vegna þess að tillögur um stjórnun síldveið- anna miðast við það að síldarafl- inn sé tiltölulega lítill hluti stofn- stærðarinnar eða um 20%. Þannig hefur verið veitt og af þessum sökum hefur verið unnt að halda uppi jöfnum afla á síld- veiðunum enda þótt árganga- sveiflur í síldarstofninum séu síst minni en á þorskstofninum. Mun- urinn er hins vegar sá að svo hart er sótt í þorskinn að aflinn þar er 30^f0% stofnstærðarinnar og því gefst miklu minna svigrúm til þess að halda jöfnum afla þegar lélegirárgangarbætast í stofninn. Á fundi vinnunefndar Alþjóða- hafrannsóknaráðsins sem lauk í næstsíðustu viku og fjallaði um ástand loðnu- og síldarstofna kom fram að hrygningarstofn norsk-íslensku síldarinnar er nú um 800.000 tonn. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hrygningar- stofninn verði um 850.000 tonn. Ástæðan fyrir því hve lítið hann vex er einfaldlega sú að dregið hefur úr vexti 1983 árgangsins og því verður hann ekki kynþroska að neinu ráði fyrr en á árinu 1987. Þá er gert ráð fyrir að hrygningarstofninn fari í u.þ.b. eina og hálfa milljón tonna og vaxi í 2—3 milljónir tonna á árinu 1988. Er nú beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því hvort göngur þessa síldarstofns muni breytast þegar hann stækkar eins og gert er ráð fyrir á árunum 1987 og1988. Humar, rækja og hörpudiskur Nýliðun í humarstofninn virð- ist nú vera öllu betri en séð var fyrir árið 1984 og með hliðsjón af því er nú lagt til að leyfilegur hámarksafli á humri árið 1986 verði eilítið hærri en var á þessu ári eða 2.500 tonn. Ef áfram heldur sem horfir með nýliðun má jafnframt gera ráð fyrir frekari aflaaukningu eftir 1986. Þess ber þó að geta að sveiflur í humar- stofninum eru tiltölulega litlar þannig að ekki er rétt að gera ráð fyrir stórfelldum breytingum í okkar tillögum frá ári til árs. Um hörpudisk er það að segja að hann er mjög staðbundin tegund. Þar af leiðandi er oftast mjög auðvelt að ofveiða hann á einstökum svæðum. Af ýmsum ástæðum er talið að hörpudiskur endurnýist ákaflega mishratt á svæðunum og oft má gera ráð fyrir aflasamdrætti í áraraðir í kjölfar of mikilla veiða. Ástand hörpudiskstofna nú og horfurfyr|r veiðarnar 1986 bera nokkurn keim af því að undanfarin 2-3 ar hefur veiðunum verið beint ur hófi á viss svæði umfram önnur. Tillögur fyrir næsta ár eru því lítið eitt lægri en fyrir 1985. Ekki eru gerðar tillögur um rækjuafla á djúpmiðum að öðru leyti en því að lagt er til að litið verði á Breiðafjörð og Kolluál sem eitt svæði þar sem aflatak- mörkunum verði beitt. Að öðru leyti eru tillögur Hafrannsókna- stofnunar um leyfilegan hámarks- afla rækju á grunnmiðum á ver- tíðinni í haust og á komandi vetri mjög áþekkar því sem verið hefur á undanförnum árum. Hafa ber þó í huga að seiðamergð í Isa- fjarðardjúpi og víðar, virðist ætla að hafa veruleg áhrif á veiðarnar a.m.k. núna fram að áramótum- Loks er jbað loðnan Eins og þið vitið var í vor gert samkomulag við Norðmenn um 700 þús. tonna aflakvóta fyrir tímabilið ágúst-nóvember 1985- Komu um 200 þús. tonn í hlut Norðmanna og um 500 þús. tonn í hlut okkar manna. Þessi tillaga var byggð á mælingum á ókyn- þroska smáloðnu sem gerðar voru í janúar-febrúar s.l. auk mælinga á ársgamalli loðnu fra | ágúst 1984 sem bentu raunar ti að óhætt myndi að veiða meira- Þess utan var gert ráð fyrri tiltek- inni hrygningu vorið 1986, a- föllum vegna afráns þorsksins, venjulegri þyngdaraukningu o.t • sem ég kem að síðar. Nú er nýlega lokið rann- sóknum á stærð loðnustofnsins- Þessar rannsóknir voru stundaðar á tveimur íslenskum rannsókna skipum, þ.e.a.s. Árna Friðriks- syni, frá 8. til 29. október og Bjarna Sæmundssyni, er var þessum leiðangri frá 15. til 2 630-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.